Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1951, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.05.1951, Blaðsíða 10
arra lífmynda og verða oft sein logandi af lífmagninu og stundum fylgir jafnvel gervi lífmyndanna með. Sjá Völuspá 40: „Fyllisk fjörvi, feigra manna og svo er spurt eins og með óþreyju og ekki að ástæðu. lausu: „Vituð þér enn eða hvat?“ (= vitið þið ekki enn! (frá hverju ég er að segja vkkur?)). Stórmerki- legur sannleikur brýzt í gegn, þar sem segir af Goll- veigu í Völuspá 20: „. .. . hána brendu þrysvar hrendu þrysvar borna opt ósjaldan, þó hon enn lifir.“ Eins og allir, sem deyja, líkamnast hún strax aftur en hér á sama stað vegna óbreytts aflssviðs. Þannig taka illmenni út á líkama (líkami = líkur hamur, sbr. „fara hamförum“ og ,,hamhleypa“) af holdi og blóði þær kvalir, sem þeir hafa öðrum bakað. í 32. vísu segir, að sonur Óðins hafi vegið einnættur, og er þar vikið að því, sem sýnir lífmagn guðanna, að meðal þeirra, sem komnir eru upp úr spenndýrsstiginu, „fæð- ast“ afkvæmin frumvaxta, þ. e. fullvaxin utan líkama guðsins og gyðjunnar án alls meðgöngutíma. Fróðleg eru einnig Sólarljóð, sem eru tíðindi af öðr- um hnetti (eins og t. d. Opinberunarbók biblíunnar). Hinn goðmálgi maður segir t .d. í 40. vísu: „Sól ek sá setta dreyrstöfum mjök vask þá ór heimi hallr máttug leizk á marga vegu frá því’s fyrri vas.“ Hann er auðvitað ekki að lýsa hér sól okkar sól- hverfis heldur stærri sól og rauðari. f næstu vísu rugl- ar hann saman guði og sól vegna hins skæra skins frá hvortveggi: „Sól ek s*á svá þótti mér sem sæjak göfgan goð.“ og 42. vísa: „Sól ek sá svá hón geislaði at þóttumk vætki vita;“ („hvort hún er guð eða sól er ef til vill undanskilið). Skaðlegur er misskilningur þeirra, sem halda, að með Nýal sé verið að boða ný trúarbrögð eða þá jafn- vel Ásatrú, og er hann sprottinn af því, að margir halda, að vísindin geti aldrei náð yfir svæði trúar- bragðanna, þar hljóti alltaf að vera um trú að ræða. Það þjóðarhamingja íslands að eiga þann, sem slíku afreksverki fékk til leiðar komið. og hygg ég, að fram- tíðin mun telja þann, er það gerði, þeirra mestan, sem lifað hafi á þessari jörð, enda munu, vísindamenn þá eingöngu metnir eftir þeim framförum. sem af starfi þeirra leiddi. VII. Okkar bíður nú hið mikla hlutverk að koma sam- bandinu milli okkar og öflugri lífstöðva í rétt horf, og mun þessu mannkyni annaðhvort takast það á þess- ari öld eða aldrei svo geigvænlegar eru nú helstefnu- hætturnar orðnar. Það er því að tefja fyrir nauðsyn- legu máli að taka ekki undir boðskap Nýals, þær hugs- anir, sem veita leið út úr ógöngum þeim, sem mann- kynið hefur ratað í og stefna til hins langþráða fulln. aðarsigurs lífsins á þessum hnetti og gefa íslenzku þjóðinni slíkt einstakt tækifæri til að verða forgöngu- þjóð alls mannkyns, að henni mun ekki annað bjóð- ast, ef hún hafnar nú. Það er ekkert skrum að fullyrða, að lífið hér muni taka svo stórkostlegum stakkaskiptum, þegar við kom- umst í rétt samband við lífheim annarra hnatta, að munurinn verði eins og á nótt og degi, og þá mun mannkynið skjótt breytast í „t)bermenschen“, sem ekki allfáir heimspekingar hafa talað um. • Menntaskólanum. 19. marz 7957. ATHUGASEMD. í „Blekslettum1' síðasta Skólablaðs segir svo: „Þriðju verðlaun hlaut utanskólakvenmaður, sem mér hefur ekki tekizt að finna nafn á.“ 1 sambandi við þetta vil ég undirskrifaður benda á, að þetta mun rangt. Viðkomandi kvenmaður situr í III. bekk D. og heitir Bríet Héðinsdóttir. Þór. Ég undirritaður bið hér með auðmjúklega afsökun- ar á þessari meinlegu misfellu og færi það fram mér til málsbóta, að ég leitaði mér fregna um þetta atriði hjá flestum umráðamönnum grímudansleiksins, og sögðust þeir ýmist ekki hafa hugmynd um nafn tréðr- ar verðlaunakvinnu, eða þeir sögðu hana vera utan- skóla og varð því ályktun mín þessi. Hins vegar fagna ég því af öllum huga, að umrædd sundurgerðarmanneskja skuli vera úr okkar hópi. Árni Björnsson. 10 SKÓLABLAÐIÐ

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.