Skólablaðið - 01.05.1951, Blaðsíða 18
Vitringurimi griski
— DÆMISAGA
Eitt sinn var grískur vitringur.
í sjö ár sat hann með lærisveinum sínum og las og
færði í letur menntir þjóðar sinnar.
Og er sjö árin voru á enda mælti vitringurinn við
lærisveina sína: ,,Synir mínir. Nú hafið þér hlýtt á
mín arð með alúð og athygli í sjö ár. Farið nú og
reynið gæfu yðar í veröldinni. Megi fræði þau, sem
þér hafið af numið, verða yður til gagns og ánægju.‘’
Þeir héldu brott og kenndu öðrum það. sem vitring-
urinn hafði sagt þeim.
En vitringurinn tók sér staf í hönd og lagði land
undir fót. Hann gekk lengi um ókunn lönd, unz hann
kom að klaustri einu. Hann gekk á fund ábótans og
mælti: „Faðir, ég hef lengi gengið, fætur mínir bera
mig senn ekki lengur. Leyf mér að hvílast nokkrar
vikur í klaustri þínu, og þá mun ég geta hafið göngu
mína á ný.“
Ábótinn mælti: „Ferðamaður, þau eru lög í klaustri
voru, að enginn fær svo hér að dveljast, kunni hann
eigi skil á speki einhverri. — Hafir þú numið fræði
nokkur, skal þér hér heimill beini allur.“
„I sjö ár hef ég lesið grískar menntir með sveinum
mínum,“ sagði vitringurinn gríski.
Ábótinn kallaði fyrir sig þann af munkum sínum.
er vísastur var í því máli, og mælti: ..Bróðir, gestur
er kominn, og hyggzt sá freista speki sinnar í meðferð
grískrar tungu. Tak þú hann með þér og spyrðu hann
spurninga sem þeirra, er þú leggur fyrir sveina þína.“
Og vitringurinn fylgdi munkinum eftir inn í sal mik-
inn, og voru bækur með öllum veggjum. Munkurinn
dró handrit mikið úr hillu og sagði við vitringinn:
„Bók þessa hef ég saman tekið um hina grísku tungu.
Mun ég spyrja þig nokkurra spurninga úr efni hennar.“
Munkurinn fletti bókinni um hríð, unz hann kom
að pistli einum. Drap liann fingri á bókina og spurði
vitringinn: „Hvað kannt þú að segja af orði þessu?“
Og vitringurinn sagði frá meðferð orðsins í kvæðum
og sögum, hjá skáldum og spekingum, og hann vitn-
aði í Hómerskviðu, Sapphó, Plató og Aristóteles.
En munkurinn hristi aðeins höfuðið.
„Nei, ekkert af þessu er hér ritað,“ sagði hann.
Síðan tók hann fjöður, dýfði í kálfsblóð, og skrif-
aði nokkur orð um þekkingu vitringsins. Svo hristi
hann aftur höfuðið.
„Stíl skaltu og skrifa,'1 sagði munkurinn.
Las hann vitringnum nú fyrir setningar, en vitring-
urinn beitti allri þeirri ritsnilld, er hann hafði drukk-
ið í sig úr ritum skáldanna.
Og munkurinn leit yfir stíl spekingsins og mælti:
„Góða grísku ritar þú, ferðamaður.“
Vitringurinn hugsaði með ánægju til hvildarinnar í
klaustrinu. Þá mælti munkurinn: „Ferðamaður, eitt er
eftir. Þú átt eftir að skýra frá hvaða málfra'ðireglum
þú hafðir beitt við stílgerðina.“
Vitringurinn gríski mælti: „Sjö ár ein hef ég stund-
að lestur grískra bókmennta. 011 þau ár var ég önnum
kafinn við að njóta stílfegurðar skáldanna, ritsnilli
heimspekinganna. Mér gafst enginn tími til að lesa
málfræði.“
Þá hristi munkurinn höfuðið og mælti: „Snú við.
ferðamaður, og lestu önnur sjö ár. Hér færð þú ekki
inni.“
Og vitringurinn gríski hélt hryggur brott.
Kveöið undir nóttina
Hrynja vetrarhúmsins tjöld,
hljóðnar kœti á vörum.
Það er liðið langt á kvöld,
ljósin kvika á skörum.
Kulnar eldur enn á ný,
andlit varpar skugga.
Silfurstjömur sindra í
svölum héluglugga.
Nœturmyndir þyrpast þétt.
Það er gott að vaka,
gegnum hugann lœðist létt
löngu kveðin staka.
Hannes Pétursson.
18 SKÖLABLAÐIÐ