Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1951, Blaðsíða 19

Skólablaðið - 01.05.1951, Blaðsíða 19
Madur og* Hjlóxxt Hann kom sjálfur til dyra og bauð mér inn. Þetta var ungur maður, ljóshærður og bláeygur, meSal- maSur vexti og þrekinn um herSar. AndlitsfalliS var látlaus og allt yfirbragS hans bauS af sér góSan j)okka. Hann var klæddur velstroknum buxum úr gráu ullarefni og blárri silkiskyrtu. Utan yfir var hann í bjrúnum vinnuslopp og ég tók eftir moldarklessum á ermunum. Hann vísaSi mér inn í stórt herbergi, sem virtist nokkurs konar sambland af gróSurhúsi og setustofu. Einn veggurinn var ekkert annaS en stór gluggi og viS •hann stóSu blómsturj)ottar í röSum, skrýddir marg- litum og ilmandi blómum af hinum frábrugSnustu gerSum. Veggirnir í salnum voru málaSir björtum lit, sem orkaSi þægilega á þreyttar taugar mínar. Ungi maSurinn brosti og ég sá, aS þaS var gull i tönnum hans. Hann vísaSi mér á notalegan hæginda- stól í einu horninu og ýtti aS mér vindlingahylki. — Þér verSiS aS hafa mig afsakaSan ofurlitla stund, læknir, sagSi hann, ég er aS dytta aS blómun- um og þaS þolir helzt enga biS fyrst ég er byrjaSur á því. Ég vona aS þér hafiS tíma til aS reykja sígar- ettuna ySar? Svo hló hann dálítiS og hélt áfram aS vinna meS litlum spaSa, sem hafSi legiS á gólfinu. Ég lét fara notalega um mig í stólnum og horfSi á unga manninn í gegnuni bláa reykjarstrókana, sem ég blés frá mér. Einkennilegt aS honum skyldi þvkja gaman aS blómum. Hann var kaupsýsIumaSur aS at- vinnu og talinn harSduglegur viSskiptamaSur og jafn- vel keppinautar hans viSurkenndu hann heiSarlegan. Hann var ótrauSur í starfi sínu, lét ekkert tækifæri sleppa úr greipum sér enda hafSi hann komizt ótrú- lega langt í starfinu. Hann virtist niSursokkinn í vinnu sína: klipj)ti blöS og hlúSi aS ungu jurtunum. Hann fór nú aS tala viS mig án þess aS líta upp: — ÞaS er verst aS geta ekki boSiS ySur neitt, stúlk- an á víst frí í kvöld og konan mín er á fundi. ViljiS þér viskí? — Ég bragSa aldrei áfengi meSan ég er aS störf- um, þakka ySur fyrir, þaS er föst regla hjá mér. Hann hló. — Eins og þér viljiS. Svo hélt hann áfram eftir dálitla stund. — ÞaS hlýtur aS vera góSur bisniss hjá ykkur læknunum í þessum veikindatímum. öfugt meS okk- ur kaupsýslumennina. Enginn á vörur til aS selja og enginn peninga til aS kaupa fvrir. ÞaS eru erfiSir tímar. Ég kímdi. — Jú, nógir eru sjúkdómarnir, alls staSar er veikt fólk, en þaS á bara ekki alltaf peninga í hlutfalli viS veikindin. Og maSur hefur ekki alltaf brjóst í sér til aS ganga hart á eftir þeim. Hann hló og ég sá aftur gulIiS í tönnunum. — MaSur hefur ekki efni á aS kenna í brjósti um nokkurn hlut. ÞaS er aldarandinn. Óumflýjanleg þróun. Kreppa. ErfiSir tímar. Líka þegar maSur veS- ur í peningum. Manni hefnist alltaf á því. Og um leiS kippti hann ónýtum stöngli upp meS rótum og fleygSi honum í pappírskörfuna. AndlitiS var orSiS harkalegt og hann beitti klippunum ótt og títt. Ég litaSist um í herberginu en sá ekkert, sem ég fann löngun til aS skoSa nánar. Svo hélt ég áfram aS fylgjast meS unga manninum. Allt í einu heyrSist veik stuna fyrir ofan okkur. Ungi maSurinn leit upp, truflaSur á svip. — Jú, nú förum viS aS koma, tautaSi hann viS sjálfan sig og hraSaSi sér ofurlítiS viS vinnuna. Hann var aS fást viS langan stamp, sem var alsettur fögrum blómum. Mér til mikillar undrunar ki]>pti hann burt stærsta blóminu og bjó sig til aS kasta því á brott. — Hvers vegna fariS þér svona meS svo stórt og fallegt blóm? Mér sýnist fullkomlega allt í lagi meS þaS. Hann hló dálítiS. — Ef þúr væruS vanur blómarækt munduS þér sjá aS ræturnar eru farnar aS visna. AS vísu er blóm- iS ekki sem verst útlítandi. Svipur hans breyttist og hann athugaSi blómiS nánar. — Einkennilegt, sagSi hann, nú verSur maSur aS fleygja þessari jurt vegna þess aS hún tefur fyrir vexti SKÖLABLAÐIÐ 19

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.