Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1951, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.05.1951, Blaðsíða 8
GUÐMUNDUR KRISTINSSON: Aldaskiptauppgvötvanir Þeirra er niiiini sökin, seni skortir vit, en hinna, sem af einskæru drengskapar- leysi og illu innræti sljóvgast við nýjum uppgötvunum. Óhugnanlega hljótt hefur verið um boðskaj) Nýals, einmitt þann, sem veitir okkur na;ga vitneskju til þess að komizt verði af Helvegi og bregður skærara ljósi yfir svæði botnlauss trúarbragða- og dulrænumisskiln- ings og þar með eðli lífsins og tilgang en nokkurn hef- ur á þessari jörð órað fyrir, að orðið gasti. Það ein- kennir stærstu u])pgötvanir ntannsandans, að þær eru svo auðskildar, að engum meðalgreindum manni er ofviða að skilja þær. Svo er um þá, að jörðin sé hnött- ur, stjörnurnar séu hnettir, þyngdarlögmálið, þróun- arkenninguna og hyperzóismann, sem sýnir fram á hið mikla lífssamband í alheiminum og framtíð Hfveranna á öðrum jarðstjörnum. En það er líka einkenni þeirra, hve rammri andstöðu þær mættu í fyrstu. Og engan þarf að furða, að flestu öðru sé nú meiri gaumur gefinn en því, isem mest stefnir fram á leið, þegar haustblær er, þrátt fyrir allt, kominn á menningu nú- tímans, líkt og var undir lok hinnar forngrísku. II. Allt efni í alheiminum ski|)tist í ólífrænt og lífrænt efni. Eins og nú hið ólífræna efni hefur áhrif (segul- magn og sólarljós) milli stjarnanna og getur geislað sér milli þeirra í líki sólarljóss og haft mikil áhrif á þeim hnöttum, sem það kemur fram, liggur beint við að álykta, að líkt sé varið um hið lífræna efni stjarn- anna, að það verki engu síður milli stjarnanna og geisli sér milli þeirra. Af þessari hugsun, sem engin framtíð mun hrinda, mun leiða margfalt stórkostlegri framfarir en af öllum uppgötvunum á hinni ólífrænu náttúru. III. Einn djúpvitrasti spekingur Forn-Grikkja, en lil þeirra má rekja flestar stóru])pgötvanir allt fram á okkar daga, Plótín, kvað lífið vera hleðslu (lífs), og annar Grikki, ekki minni spekingur, Pythagóras, kenndi, að þessi hleðsla (sálirnar) væri komin frá stjörnunum. Ætli nú hinum grísku vitringum hafi skjátlazt í þess fremur en því, að sérhvert efni er byggt upp af atómum (Demokrítos) og þróun hefur átt sér stað í dýraríkinu (Anaxímander) ? Hinar æðri verur og lengra komnu (guðirnir) hafa áhrif á hinar skemur komnu og magna þær til lífs í tilraun þeirra til að gera hið ófullkomna fullkomið. Af þessum krafti mögnumst við í svefninum, þeim sama og er að skapa heiminn og hratt hinni ólífrænu nátt- úru fram til lífs í árdaga. Þeim, sem neita, að inn- streymi kraftar í sofandi líkama eigi sér stað, skal bent á, að skjótur dauði fylgir, ef þetta innstreymi næst ekki, og sár og sjúkdómar læknast bezt í svefni. Að segja, að líkaminn endurnærist í svefni eingöngu vegna hvíldarinnar án ytri kraftar, er auðvitað út í hött og hálfgerð ]>restaskýring. En bezt finnur syfjað- ur maður, hvernig þessi magnandi kraftur streymir inn í líkamann sbr. ..honum rann í brjóst“ og .,rann á hann svefn.“ Enn eitt dæmi magnanar þessa kraftar er ástin, sem er í eðli sínu íleiðsla lífs (bioninduction) vegna aflsviðs, sem myndazt við hina merkilegu sam- stillingu karls og konu í ást, sbr. orð Jónasar Hallgr.: „Ást mætir ást og afli safnar meir en menn viti.“ 8 SKOþABLAÐIÍ)

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.