Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1951, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.05.1951, Blaðsíða 14
ESftir dansinxi Stórir regndrojjar féllu á götuna, og niður af hús- þökunum skvettist vatnið í stórum gusum. af því að þakrennurnar voru hrijilekar. ,.Yfir hverju grætur þú, góði guð?“ sagði unga stúlkan, sem gekk fram með húsaröðinni, hálfhátt við sjálfa sig, um leið og regnið lamdi frítt andlit hennar. Það gerði ekkert til, þótt hún talaði upphátt, því að gatan var mannlaus, og henni fannst heldur ekkert gora til, þó að vatnið skvettist á hana. Hvað skipti hana máli nú? Hún hefði átt að bíða, þangað til ball- ið væri búið í stað þess að fara heim á undan. Skyldi hann taka eftir því, að hún rauk í burtu? Nei, það var víst engin hætta á því, að hann veitti henni svo mikla athygli. Bara að 'hún gæti hugsað um eitthvað annað en þennan helvítis strák. Jæja, svo hún var farin að bölva honum, — honum, sem henni hafði fundizt tákn alls hins hezta og fallegasta. ^vers vegna var þetta urðið svona? Hvað gekk eiginlega að drengnum? Hún var asni að bíða ekki eftir stráknum og verða þeim samferða heim eða láta Önnu og Sigga fylgja sér. Nei, ekki hefði það verið vitund skárra. Þau liefðu verið svo gagntekin hvort af öðru, að hún hefði orðið enn meira einmana. Þetta var víst bezt svoiia?....... Skyldi guð vera að gráta fyrir hana? Hún ætlaði sér ekki að gráta hans vegna. Hann var ekki verðugur jiess, að hún eyddi tárum sínum á hann. Hún hafði þegar gefið honum allt of mikið. Foreldrar hennar voru líka vakandi. Það átti að vera spilajiartý heima. Mamma hennar skyldi sannarlega ekki fá að sjá á henni, að hún hefði ekki skemmt sér. Hún vildi ekki trúa því, að hann væri svona ómerki- legur. En hlaut hann ekki að vera það, úr því að hann gat komið svona fram við hana? Það ætluðu að fara að koma tár fram í augun á henni. „Svei,“ sagði hún „ekki gráta.“ Hún fór ósjálfrátt að raula lagið „You are breaking my heart,“ en það var allt of líkt hennar eigin hugarástandi. Hvað gæti hún sungið? Hún yrði líklega að syngja ættjarðarljóð, og hún brosti, um leið og henni datt þetta í hug. Það var svo spaugilegt að syngja „Ó, fögur er vor fósturjörð“ um hánótt á heim- leið af balli, en það var víst eina ráðið til þess að dreifa huganum. og hún byrjaði að raulæ lagið. Nú var hún næstum því komin heim. Ljós var í stof- unni og út um opinn gluggann barst ómurinn af fjör- ugum samræðum. Þau höfðu víst verið að spila at. hyglisvert spil. Hún fann fljótlega lykilinn í tösku sinni. Nú tók hún fyrst eftir því, að hendur hennar voru ískaldar. Hún hafði ekki hirt um að setja á sig hanzkana, — alls ekki tekið eftir jiví, að henni væri neitt kalt. Mamma hennar kom á móti henni í gang- inum. „Hvernig skemmtir þú |)ér. vina mín?“ „Dá- samlega,“ svaraði hún og reyndi að brosa um leið og mamma hennar kyssti hana blíðlega á vangann. En hve mamma var alltaf góð og elskuleg og heit hylgja af ást til móðurinnar fór um hana. Hún fór inn í her- bergi sitt. Mamma hennar var búin að búa um hana. Á borðinu við rúmið hennar lá bók, sem hún hafði verið svo sj)ennt að Iesa. Hún vissi, að hún gæti fest hugann við hana núna. Hún tók dagbókina sína og las það síðasta, sem hún hafði skrifað. Ó, það var svo •andstætt-tilfinningum hennar núna. 1 kvöld: gæti hún ekki skrifað neitt. Þetta var alltof hræðilegt. Hann var bara eins og allir aðrir karlmenn og ekki vitund skárri. Hún lokaði augunum, beit saman tönnunum og kreisti bókina með báðum höndum, þannig sat hún nokkra stund, meðan hún var að ná valdi yfir tilfinn- ingum sínum. í hinum enda bæjarins gekk annað ungmenni heim af þessu sama balli. Hann þurfti ekki að forðast nein- ar lekar þakrennur, því að við þessar götur voru garð- ar kringum húsin. Hann bölvaði samt hátt og í hljóði, þegar bíll fullur af fjörugu ungu fólki ók fram hjá og jós aurslettum á sparibuxurnar hans, því að vissu- lega var hann í þeim svona á laugardagskvöldi. Hann bölvaði, um leið og hann sj)arkaði í smásteinana á götunni. Hann langaði að gera hávaða og læti. Hann leitaði, að sígarettu í vasa sínum. Að lokum fann hann 14 SKÓLABLAÐIÐ

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.