Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1951, Blaðsíða 15

Skólablaðið - 01.05.1951, Blaðsíða 15
eina í hægri jakkavasanum. Hvar voru þá eldspýturn- ar? Jú, þær fann hann í buxnavasanum, Djöf . .. hvað það var kalt. Hann a'tlaði aldrei að geta kveikt í bölv- aðri sígarettunni. Að lokum tókst honum það, en þá voru líka næstum allar eldspýturnar búnar úr stokkn- um. Mikill bölvaður grasasni gat hann verið. Hvers vegna hafði hann ekki dansað við hana og verið við hana eins og áður? Hann hafði verið í slæmu skapi, þegar hann fór að heiman, hafði lent í orðasennu eða réttara sagt svæsnu rifrildi við bróður sinn. Var ekki von, að hon- um gremdist að sjá nýja „style“-bindið sitt um hálsinn á honum, einmitt þegar hann var búinn að leita að því alls staðar. Bróðir hans þóttist jafnvel eiga það og sagði svo marga bölvaða vitleysu, að þeir höfðu háðir orðið öskuvondir. Þá hafði bróður hans dottið í hug að minna hann á fimmtíukallinn, sem hann var nýbúinn að fá hjá honum. Hann henti peningunum í hann í fússi og rauk út. Já, hann var reiður, reiður við sjálfan sig, reiður við allt og alla. — Nei, ekki hana Hvað hafði hún gert til að stríða honum? Jú, hún hafði brosað og verið svo elskuleg, þegar hún var að dansa við Bjössa, en var það nokkuð nema eðlilegt? Vildi hann ekki að fleirum litist á hana en honum einum. Hafði þeim kannske ekki þót vænt um hvorl annað? Jú, ltonum þótti sannarlega vænt um hana. vænna en nokkru sinni fyrr, og nú hafði hann misst hana. Hann hafði orðið að leita uppi vin sinn til að slá hann um peninga fyrir innganginum. Hann vissi, að hún hafði átt von á því, að hann hringdi, en nú var það um seinan. Hann vissi, hvert hún mundi hafa far- ið, og þangað fór hann. Hann kom strax auga á hana, þar sem hún var að dansa við langan, ljóshærðan, sno])])ufríðan náunga. Bjössi hét hann víst. Hún virt- ist leika á als oddi og ekki sakna hans vitund. Hann settist út í horn hjá nokkrum kunningjum sínum, sem áttu flösku, en það var lítið eftir, því að þeir höfðu setið þarna lengi, svo að hann varð ekkert fullur. Ekki mundi hann vaxa í augum hennar við það. Fyrr mátti nú vera, hve þessi sláni passaði vel upp á hana. Þau voru farin að dansa, áður en hann var staðinn upp. Jæja, nú var sá ljóshærði farinn að dansa við aðra. Hann drattaðist af stað. En hvert í þó heitasta, þarna tók annar hana svona rétt við nefið á honum. Hún hló og sendi honum fingurkoss, en hann blíðkaðist ekkert við það. Hann fór að dansa við gamla vinkonu sína og eftir dansinn kom hún að borðinu með honum. Hann dansaði líka við hana næsta dans. Hún skyldi sjá, að hann gæti líka skemmt sér. Skömmu síðar tók hann eftir því, að hún var horfin. Hafði Bjössi farið með henni? Hann kom hvergi auga á hann heldur. Honum fanns óbærilegt að hanga þarna lengur. Loftið var svo þungt, hann sundlaði næstum. Hann sagðist hafa höfuðverk. Vinir hans hlógu og svo rauk hann út. En hve þessi rigning var andstyggileg. Hvað mátti hún eiginlega halda um hann? Af hverju hafði hún farið, áður en ballið var búið? Hann var reiður og því reiðari, sem hann hugsaði lengur. Átti hann að hringja til hennar á morgun? Nei, hún mundi sjálfsagt ekki vilja tala við þennan grasasna. Hann henti sígarettu. stubbnum á stéttina fyrir framan húsið heima hjá sér og stappaði fast og frekjulega ofan á hann. Síðan fór hann inn. Hann henti frá sér blautum frakkanum og sparkaði skóhlífunum út í horn. Svo hlammaði hann sér ofan í djúpan hægindastól, 'hengdi hægri fótinn á stólbríkina og teygði sig eftir sígarettu. Trítill. Svo einmana, þreyttur, svo umkornulaus og snaufiur einn ég hátta í köldu rekkjunni minni. Mín vissa er sú, ef væri ég núna dauSur, þá væri mér eflaust talsvert léttara í sinni. Því aö hátta einn og hugsa um þaS, sem er lifiifi og hitt, sem aS er og verSur í framtíS minni. er svo óráSin gáta; í hillingu sé ég hliSiS, þetta heilaga, gullna — og mér verSur léttara í sinni. Og draumur míns hjarta er svo djarfur og reginsterkur, aS þótt dapurleg mynd vilji birtast í hugskoti inni, er ég slaSráSinn í því aS standa sem trúaSur klerkur í stólnum, og halda ræSur um léttara sinni. Því uS milli blýs og stæltasta stáls er ég gerSur, svo aS stefna mín reynist hvikul á veraldarlínum. Og hringinn í kringum allt, sem aS er og verSur, er andi minn fullur af gáska í danurleik sínum. „V andráSur'. SKÓLABLAÐIÐ 15

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.