Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1951, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.05.1951, Blaðsíða 9
Svo mikil er þessi lífsmagnan, að mönnum finnst þeir þá fyrst hafa lifað, er þeir hafa hana reynda. Það sýnir skyldleika svefnsins og ástarinnar, að menn þurfa mun minna að sofa, þegar menn njóta ástarmagn- anarinnar. IV. Á síðustu árum eru erlendir stjarnfræðingar farnir að gera ráð fyrir lífi á öðrum hnöttum fsbr. Hoyle og Darlington), og er það gleðilegt tímanna tákn. En grunlausir eru þeir um aðferð, sem duga mun til sam- bands við þær verur. Þar verða því íslenzk vísindi að koma til, þau, að draumar eru sambandsástand tveggja skyldra heila þannig, að draumur eins er vaka annars, ýmislega lituð af hugmyndum og endurminningum dreymanda. Þótt þetta virðist nokkuð ótrúlegt fyrst í stað, þá mun ])eim, sem af alúð reynir að skilja þessa stórfurðulegu uppgötvun, ekki þykja hún neitt ótrú- legri en t. d. sjónvarpið. Sjá sönnun draumakenning- arinnar í Nýal bls. 449—70 og dæmin í Framnýal bls. 94, þau taka af allan vafa, ef menn slaka aðeins á nokkrum fyrirframsannfæringum. V. Ráðning draumgátunnar veitir stórkostlega og furðu- lega yfirsýn yfir lífið. Þar er ráð til að kynnast líf- heimi annarra hnatta, og þar er lykillinn fenginn að eðli allra trúarbragða, sem eru bersýnilega ekkert ann- að en misskilinn innblástur frá mannkynjum eða rétt- ara sagt goðkynjum, sem aðra hnetti byggja. Fjölgyðis- trúin ber þannig langt af eingyðistrúarbrögðunum, að hún er miklu nær sannleikanum, enda er ekki einleikið. hve vel Grikkjum, Rómverjum og íslendingum vegnaði, þegar þeir höfðu náið samband við þessi goðkyn og mögnuðust af þeim og hve mikið hrap það var, þegar þær sifjar rofnuðu (á íslandi að fullu á 13. öld), og er það niðurfall menningarinnar sízt að furða, þar sem þar á ofan var tekinn upp júðskur átrúnaður, sem verri var miklu en ekki neinn. Einnig er nú ljóst orðið, hvernig í vitrunum liggur og sjúkdómum þeim, sem hystería og paranoia nefnast. Vitrun er afbrigði venju- legs draums, og það sama er að segja um miðilssvefn- inn, þar sem hinn dreymandi (miðill) getur lýst því, sem hann er að dreyma þá og þá stundina. Hystería og ]>aranoia eru íleiðsluveikindi, þannig að hinn hyster- íski er samvita manni, sem hefur hinn „ímyndaða“ á- verka í raun og veru. Slíkt byrjar oft með draumi, þar sem draumasambandið slitnar ekki alveg, þegar mað- urinn vaknar. Hér opnast áður óþekktar dvr fvrir læknisfræðina. VI. Ofróðir menn ímynda isér, að hinir ágætu guðir for- feðranna séu ekki annað en höfuðórar trúgjarnra ein- feldninga, að baki þeirra búi ekki annað en lækjar- niðurinn, skógarþyturinn, þrumur, eldingar o. s. frv. Er slík trú ófarsæl mjög og það því fremur, sem þeir telja margir hverir hina júðsku dulrænu innblástur frá hinum eina sanna guði, en hjá öllum öðrum en Júðum sé ekki um annað að ræða en barnaskapinn eintóman í sambandi við annað líf. Með uppgötvun draumsambandsins er nú Ijóst orðið, að trúarbrögðin eiga alveg án undantekninga uppruna s'inn á öðrum hnöttum og þeim jafnvel í öðrum vetrar- brautum. Menn verða að hætta að líta á tilveruna með hjátrú- araugum eins og kemur fram núna síðast og skýrast í andatrúnni, þar sem menn, sem finnst sjálfsagt, að framlífið þurfi að vera svipað einhverri óskiljanleika- blæju, hafa gripið til hinnar eldfornu fávizkuskýring- ar, að þessir heimar, sem þeir hafa ófullkomið sam- hand við, séu ýmist úti í hinum helkalda, líflausa geimi eða jafnvel hér á jörðu og samt ósjáanlegir okkur. Guðir æðri trúarbragðanna eru þannig verur, sem eiga menn fyrir forfeður, eins og menn eiga a])a fyrir for- feður. Skal nú bent á nokkra sannleiksbletti í norrænti goðafræðinni: guð = hinn bjarti (sbr. Guðbjartur = bjartur sem guð), því að guðirnir eru svo lífi þrungir, að birtu stafar út frá þeim; álfur eða albus = hvítur; Heimdallur = svo hjartur, að sést um all- an 'heim; Baldur .= hinn bjarti (sbr. bál = það bjarta); Skaði skylt d. Skade (skjór), sem dregur nafn af glæsileika sínum, Frigg eða Friðig = sú, sem frið- ar (ástarþrá), Sjöfn og Sif heita svo, af því að þær sefa (hina miklu þrá). Jötnar eru mjög rómsterkir og draga margir nafn af því: Hrungir skylt rungende stimma í sæ-, en Þrymr, Hymir, Gymir og Ymir af ómur. Meðal lífstefnumannkynja er komin á margfalt betri samstilling en við þekkjum. Að slíku orkusam- bandi milli guðanna er vikið, þar sem segir af megin- gjörðum Þórs, þar sem einn getur sótt afl til hinna. Hæfileiki guðanna til að stækka eftir vild kemur m. a. fram í vísunni „Vaxattu nú, Vinur.“ Slíkt hættir að vera ótrúlegt, þegar kunnugt er orðið, að líkamar okk- ar eru ekkert annað en atóm, sem haldið er saman af lífsmagninu, sem við „dauðann“ geislar til annars hnattar og líkamnast þar, og einnig þar sem oft er frá slíku sagt í ritum andartrúarinnar. Loki, djöfull einn. sem æsir höfðu reynt að breyta í guð, mun réttara að rita Logi ,enda stunda djöflarnir á hinum dimmu hnöttum helvítanna það að sjúga til sín lífmagn ann- SKÓLABLAÐIÐ 9

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.