Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1951, Blaðsíða 20

Skólablaðið - 01.05.1951, Blaðsíða 20
hinna. Hún teknr næringu frá þeim og skyggir á þær svo sólin nær ekki að skína á þær. En áður var það öfugt, þá skýldi hún jurtunum, sem nú eru orðnar fullþroska og miðlaði þeim af naaringu sinni. En nú er henni ofaukið og ekkert annað að gera en að fleygja henni sem öðru rusli. Hann hló ofurlítið um leið og hann kastaði blóm- inu í körfuna. — Jæja, auðvitað er ég að tefja yður á þessu kjaft- æði og vitleysu. Við skulum koma upp og líta á sjúklinginn. Hann stóð á fætur og dustaði moldina af höndun- um. Við gengum upp breiðan stiga og inn í dimmt og loftlítið herbergi, sem angaði af meðalalykt. Við sáum óljóst móta fyrir sjúklingnum í horninu: gömul kona, sem hafði legið í kör í mörg ár. Ég tók eftir meðalapakka, sem lá á borðinu. Hann hafði aldrei verið opnaður. — Hafið þér ekki geíið henni tvarr töflur á dag eins og ég ráðlagði? Pakkinn er ósnertur. Hann varð vandræðalegur á svip. — Konan mín er vön að sjá um liana þegar vinnu- konan á frí, svaraði hann dræmt, en nú eru báðar úti. Ég gekk yfir að rúminu og þreifaði á slagæð gömlu konunnar. En það var of seint. Stunan, sem við höfð- um heyrt áðan hafði líklega verið seinasta andvarp hennar. Við veittum henni nábjargirnar og ungi maðurinn horfði nokkra stund á byrgt höfuð líksins. — Hún var móðir mín, sagði hann loks og rödd- in var hás. Ég vissi það. Þessi gamla kona, sem var búin að visna upp og skrælna eins og laufblað á liausti var móðir hans. Andlitið var heiðgult og skor|)ið. Og samt hvíldi yfir því dásamleg fegurð og órannsakanleg ró. sem hvergi annars staðar er að finna. Hún var af fátæku fólki, en hafði brotizl áfram og komizt í töluverð efni. Úr knýttum höndunum mátti lesa langa sögu: bær í afdal, harðir vetur, barátta við náttúruöflin, svita úthelll við að koma upp gripunum, fellivetur, börnin bætast við, andvökunætur yfir veik- um börnum, brotist áfram gegn skorti, kulda. áþján og erfiði, og sigur að lokum. Síðan .... eins og hvert annað rusl. Ungi maðurinn var orðinn óþolinmóður og rödd hans vakti mig upp úr draumórum mínum. — Er nokkuð meira að gera? Hann hafði horfl stjörfum augum á miðstöðvarofninn allan tímann. Við gengum út úr herberginu og niður. Hann and- aði léttar. Hallucinations hypnogogiques .... dúp, dúp, dúp, dúp, ég fann, hvernig þetta nálgaðist og skyndilega hrundu tveir veggir og ég sat uppréttur í rúminu og horfði út yfir rústirnar ógn- (jrungnar í flöktandi skímunni, hálfhrundir veggir standa hér og þar í ömurlegum einmanaleik. Þá vissi ég að hann var kominn. Ég sá hann ekki, hafði hann aðeins á tilfinningunni, heyrði djú[)an, rólegan andar- drátt hans — komdu, sagði hann, (vilji minn var lam- aður, ég liafði engan mátt til að andæfa) —- komdu, og ég kom og skildi líkamann eftir: augun galopin, horfandi á ekki neitt, neðri kjálkinn myndaði 30° horn við hinn efri. Hann fór á undan yfir sléttuna. Það var nótt. Krækl- ótt tré teygðu naktar greinarnar út í myrkrið — yfir sléttuna, yfir sléttuna, ekkert líf. Þá fór liann að tala. Röddin var mjúk en þó sterk, róleg og ástríðulaus með þungri hrynjandi: sjáðu, sagði hann. þetta eru konur. Á grænni kringlu dönsuðu þær trylltan dans í kringum töluna 3, sem stóð á rauðum upphækkuðum stalli i brenni[)unkti hennar. Þær teygðu út handleggina í æð- islegum ofsa til að snerta táknið, og við snertinguna virtist takmarkinu náð; hún var vatnið, sem slökkti funann, unz eldurinn kulnaði út. Hann hóf nú máls á ný í sama rólega tóninum sem sa»fði þjáningu mína. Þetta eru konur, en talan 3 er kyntákn karlmanns. Karlmaður er konu tæki til að ná markmiði sínu, frjóvgun. Til að ná valdi yfir karlmanninum notar konan kynfegurðina sína. en hún orkar sem olía á girndabál karlmannsins. Kynhvöt karlmannsins, það er konan í honum, konan, það er kvnhvötin holdi klædd. Konan ber því ábyrgð á harmleik þeim, er vér köllum líf. Ég stóð skjálfandi af kulda og horfði á líkið við fætur mér. Epimeþevs. — Það vildi ég að konan mín færi að koma. Ég þarf á áríðandi fund eftir hálftíma. Auðvitað er hann áríðandi, annars færi ég ekki. Verkfall vfirvofandi hjá starfsfólkinu. — Er annars ekki bezt við gerum upp strax. bætti hann við. Hve mikið? Ég reiknaði saman í huganum. — Ellefu vitjanir, sexhundruð. Hann rétti mér tvo seðla og opnaði fyrir mig dyrnar. Síðan gekk hann inn, og ég heyrði, að hann var byrjaður að dútla við plönturnar aftur. Jökull Jakobsson. 20 SKÓLABLAÐIÐ

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.