Skólablaðið - 01.03.1960, Síða 3
Hinn 8. febrúar síðastliðinn frumsýndi Herranótt enn í Iðnó.
að þessu sinni gamanleikinn "Óvænt úrslit" ( The Chiltern
Hundreds ) eftir William Douglas Home. Margir hafa deilt á
val þessa leikrits, og ber komandi leiknefndum að sjálfsögðu að
taka það til athugunar. Á hinn bóginn verður þessi sýning fyrir-
sjáanlega góð tekjulind til þess að standa straum af tapi á nokkr-
um klassiskum leiksýningum, og er því mjög æskileg og nauðsynleg.
William Douglas Home er mjög þekkt leikritaskald í heima-
landi sínu og víðar. Hann er af gamalli og gróinni skozkri aðals-
ætt, bróðir Robins þess Douglas Home, píanóleikara, sem árangurs-
laust gerði hosur sínar grænar fyrir Margreti Svíaprinsessu forðum
daga. En nóg um það. Verk hans bera vott um mikla ( enska ) kýmni,
hugmyndaauðgi og góða þekkingu á þeim stéttum, sem hann tekur tilmeð-
ferðar. Leikrit Home hafa engan sérstakan boðskap að flytja, þau eru
létt, þægileg og skemmtileg - og þar með er tilganginum nað. Margir
hafa séð frægasta leikrit hans "Tengdasonur óskast" ( The^ Reluctant Debu-
tante ) í Þjóðleikhúsinu, sem er öðrum þræði kýmin satíra á lifnaðarhætti og
lífsviðhorf brezkrar yfirstéttar. Hið sama má segja um "Óvænt úrslit".