Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1960, Síða 12

Skólablaðið - 01.03.1960, Síða 12
jhiHflMN GUNNflR SIEURB5SDN □ <=• Á stæðan til þess, að mér kom í hug að skrifa nokkur orð um skáldið Johann Gunnar Sigurðsson, eru einkum tvær. t fyrsta lagi virðist svo sem minn- ingu þessa ágæta skálds sé lítt á loft haldið og er það miður. Veldur því lík- lega hinn skammi skáldferill hans og einnig það, hve verk hans eru lítil að vöxtum, en þau rúmast öll í einu litlu kveri. í öðru lagi er nafn Jóhanns tengdara Menntaskólanum en flestra annarra ís- lenzkra skálda, þar sem flest Ijóð hans eru ort á námsárum hans þar. Tvær utgáfur á bók Johanns ,tKvæði og sögur" hafa komið ut. Hin síðari árið 1943 x umsjá. Helga Sæmundssonar. Er hún þrotin á markaðnum. Loks birtust allmörg beztu ljóð Jóhanns fyrir skömmu í bókinni "Fjögur ljóð- skáld", sem gefin var ut á vegum Menn- ingarsjóðs. Er sú bók enn fáanleg og kynnu einhverjir að fá áhu.ga á verkum skáldsins eftir lestur þessa pistils, gætu þeir eflaust orðið sér úti um hana. 1. Skáldið Jóhann Gunnar Sigurðsson er fæddur að Miklaholtsseli í Miklaholts- hreppi á Snæfellsnesi 2. febrúar 1882. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Sigurðsson bóndi og Guðríður Jónasdóttir. Eignuðust þau hjónin sex börn og var Jóhann þeirra yngstur. Öll fimm syst'kinin voru látin, er Jóhann fæddist, og aldrei hafði foreldrum hans auðnazt að eiga, nema eitt barn á lífi. í einu. Sú von, sem kviknaði í brjóstum foreldr- anna við fæðingu þessa sonar, hefur því að líkindum verið kvíða blandin. Kvíða fyrir því, að þau fengju ekki að halda honum frekar en hinum börnunum fimm. Reyndar varð þó önnur. Sveinninn, sem að vísu var veill fyrir brjósti og ekki heilsuhraustur, óx úr grasi. Er hann var um það bil tveggja ára, fluttu foreldrar hans búferlum frá Mikla- holtsseli að Svarfhóli í sömu sveit. Þar lifði hann bernsku- og uppvaxtarár sín. Hann naut einstakrar umhyggju og ástúðar, eins og nærri má geta. Bæði faðirinn og móðirin kepptust um að gera honum til geðs og voru vakin og sofin að gæta velferðar hans. Þetta fór ekki framhjá hinum skarp- skyggna syni. Hann rninnist þessara ára í Ijóðinu "Minning’1. Þar minnist hann hinna mörgu síunda, er hann sat við fótskör móður sinnar og hlustaði á söngva hennar og sögur. Öðrum stundum studdist einkabarnið við styrka hendi föður síns. Um það segir hann : "Kæran föður man ég minn margþreyttan og lúinn, er liann leiddi angann sinn óx mér vinatrúin. " Myndin, sem hann bregður hér upp er einkennandi fyrir bernskuár hans. Aldrei er hinn ötuli verkmaður svo mæddur á aggi og amstri dægranna, að hann sýni ekki syni sínum vinarhót. - Mör|um stundum undi drengurinn úti í nátturunni. Margt var þar, sem tók hug hans fang- inn. Fossaómurinn og lóuhljóðið vöktu hjá hon- um hugboð um stóra og víða veröld. Hann undi sér vel hjá "hömrum og foss- um, blómum í brekku, berjum í laut". Þarna sá hann margar sögur "sólar- augum barnsins með", eins og hann seg- ir sjálfur. Og hann gerðist smám saman einrænn og innhverfur. Er hann óx að vitsmunum og þroska vaknaði fróðleiksfýsn hans og lestrar-

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.