Skólablaðið - 01.03.1960, Blaðsíða 13
101
löngun. Hann las allt, sem hann komst
höndum yfir.
Eitt skáld varö honum sérlega hug-
stætt. Það var Kristján Jónsson.
Mörg af Ijóðum hans voru sem ort fyrir
munn Jóhanns.
Er hann kynntist frænda sínum Lárusi
Halldórssyni, sem fékkst við skáldskap og
varð síðar prestur og þekkt Ijóðskáld,
vaknaði þrá hans til skáldskapariðkana.
Fyrstu Ijóð hans voru barnaleg og klaufa-
leg í sniðum, en bentu þó ótvírætt til
þess, sem í honum bjó.
2.
Árið 1897 var tímamótaár í lífi Jó-
hanns í tvennum skilningi.
Þá lézt faðir hans eftir erfiða sjukdóms-
legu. Dauði hans er sem reiðarslag fyr -
ir hinn unga son. Harmurinn sviptir
hann allri hugarró, og hver dagur er
skelfileg martröð. Hann á í tilefnislausu
hugarstríði, sem er táknrænt fyrir hina
ofur-viðkvæmu lund hans.
Hann ásakarsjálfan sig fyrir, hve slæmur
sonur hann var föður sínum. Hann tekur
sárt dugnaðarleysi sitt til líkamlegra
starfa og minnist þess, hve atorkumann-
inum, föður hans, féll það þungt, þó ekki
hefði hann mörg orð um það.
Hann kvelst einnig af þeirri sjálfsásökun,
að framkoma sín í garð föður síns hafi
ekki verið mótuð af þeirri hlýju, sem
hann verðskuldaði. Faðir hans, sem
hafði borið hann á höndum sér og unnað
honum framar öllu, er horfinn með skjótri
svipan úr lífi hans, - eftir eru aðeins
minningarnar, margar Ijúfar, en margar
eins og þær ættu ekki að vera.
Sonurinn stendur yfir moldum föður síns
með þakklætisorðin ósögð, ástúðina ósýnda.
En dagarnir lækna sálarmein hans,
eins og flestra annarra.
Ef til vill hefur honum tekizt að gera
föður sínum skiljanlegar tilfinningar þær,
sem hann ber í brjósti til hans, er hann
sat við rúmstokk hans hinar hinztu
stundir.
Hann tjáir þessar hugrenningar í Ijóði:
"Augun brostnu ástarnóg
á mér síðast hvíldu þó. "
í þessum orðum finnur hann sálu sinni
frið og sættist við sjálfan sig.
Og minningin um föður hans verður einn
af dýrgripunum, sem hann lætur aldrei
frá sér fara.
Um hann yrkir Johann ein óbrotgjörnustu
eftirmæli íslenzkra bókmennta:
"Þú varst aldrei hafinn
í heldri manna stétt.
En aumt gaztu aldrei vitað
og vildir gera rétt.
Þú varst aldrei með þeim,
sem mest kveður að,
en aldrei var þar autt,
sem þú áttir þér stað."
Þetta Ijóð er jafnframt verðugur minnis-
varði um hina óþekktu, íslenzku alþýðu-
menn, sem langar og myrkar aldir hafa
varðveitt það, sem þjóðinni er dýrmæt -
ast, bæði af ytri og innri menningu.
- Önnur mikil umskipti urðu á högum
Jóhanns haustið 1897.
Þá hóf hann nám í Stykkishólmi undir
handarjaðri séra Sigurðar Gunnarssonar.
Johann hugði á langskólanám og bjó
sig undir það af kappi.
Hann þreytti próf upp í Latínuskólann að
vori og stóðst það með ágætum, því að
hann var námsmaður í bezta lagi.
í skóla gerðist hann skjótt eitt bezta
og mikilvirkasta skáldið og reit bæði í
bundnu máli og óbundnu.
Hann birti ritsmíðar sínar í blöðum
skólapilta, en þau voru tvö um þessar
mundir.
"Skinfaxi" nefndist annað þeirra og
flutti óbundið mál.
Hitt kallaðist " Kolbrún", og birtist þar
allt, sem til féll í bundnu máli.
Jóhann lagði einkum af mörkum til "Kol-
brúnar".
Jóhann lét sig miklu skipta menningar-
og stjórnmál jafnframt skáldskapnum,
og reyndist raunsær og þjoðhollur í hví-
vetna.
Þó að Johann kynni vel hinum miklu
umbrotum í andlegum efnum með skóla-
piltum, varð skólavistin honum ekki til
gleði að öllu leyti. Námið veitti honum
ekki þá svölun, sem hann hafði vænzt.
Því voru settar þröngar skorður.
Kennslan var oft og tíðum staglsöm og
leiðinleg. Margir kennaranna voru
kreddufullir og íhaldssamir, en ekki þeir
frjálslyndu menntamenn, sem hann hafði
vænzt.
3.
Á námsárunum komst Johann í tæri