Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.03.1960, Page 14

Skólablaðið - 01.03.1960, Page 14
102 við ástina. Hann fellir hug til stúlku og hún endur- geldur ást hans. Nýr tími rennur upp í lífi skáldsins og fyllir hann hugmóði og bjartsýni. Nýr, áður óþekktur tónn, kemur í Ijóð hans. Þau eru yljuð ást og aðdáun á konunni óviðjafnanlegu, sem skáldið nefnir Huldu. Hún er sannkölluð huldumær, því að hún kemur hvergi fram í skýru Ijósi í Ijóð- um skáldsins. Skáldið sér hana í því Ijósi, sem allir menn sjá konurnar, sem þeir elska. Hún á fegurstu faðmlögin og blíðustu ástarhótin. Kvæðin til hennar, sem upprætir "efann úr hjarta" með yndisleik sínum, eykur "bjartsýni í brjósti" og léttir "þreytunni þungu", streyma úr penna hans. Annað veifið er hinn veikbyggði, þung- lyndi maður orðinn að ástþyrstum elsk- huga, sem yrkir : "Kysstu mig. Eldheita ástin í augum þér logar." Hitt veifið er hann lágróma og angurvær og kveður : "Þig hef ég ungur augum leitt ástar minnar stjarna. Þú hefur hug minn hrifið, seitt hjarta mitt og frið mér veitt og stráð með blómum brautu mína farna. " í þessu sama kvæði, sem hann nefnir : "Ad meam stellam - puellam", biður hann : "Hættu ekki Ijúfa Ijós að lýsa á vegum mínum". En honum verður ekki að þessari bón sinni, fremur en svo mörgum öðrum. Jafnvel hún bregzt honum. Hið draum- lynda, ístöðulausa skólaskáld þokaðist úr huga hennar fyrir öðrum, sem býður meiri veraldleg gæði. Tryggðarof henn- ar verða til að vekja aftur sálarkvalir skáldsins, beiskari og þungbærari en nokkru sinni áður. Hann kveður í hyldjúpri sorg : "Sárt er að ganga á hinn svala beð einn frá óunnu ævistarfi. ÞÓ er mér þyngra að þurfa að lifa án þín ást mín og unun ljúf. " Sorgin verður að máttvana reiði. Hann ásakar himnesk máttarvöld og spyr: "Hvort hefur guð hinn góði gaman af heitum tárum er hann okkur vakti ást, er veldur harmi? " Hin gamla, beizka sjálfsásökun, sem er svo sterkur þáttur í eðli hans, kem- ur enn upp í hugann. Hann svarar spurningunni sjálfur með þessum orðum: "Ef til vill þá á ég ekki betra skilið." Nú yrkir hann flest ljóð sín "með dauðann í hjartanu", eins og komizt hef- ur verið að orði um hinn spænska skáldbróður hans Federico Garcia Lorca. Hin ógnþrungnu, óumflýjanlegu örlög, sem hann hefur ávallt hugboð um, að séu á næstu grösum, standa honum skýr- ar fyrir hugskots sjónum en áður. Þessar tilfinningar finna útrás í mögnuðum og nöprum stemningaljóðum í ætt við þjóðkvæðin gömlu, Ijóðum, sem ein myndu nægja til að halda nafni JÓ- hanns á lofti xim ókomin ár. Þekktast þessara ljóða er perlan "Kveðið í gljúfrum". Þar stendur JÓ- hann á hátindi listar sinnar. 4. Er Jóhann hafði beðið þetta skipbrot, fór heilsu hans smám saman hrakandi. Yeturinn 1903 lá hann löngum rúmfastur, en lauk þó stúdentsprófi 30. júní 1904. Næsta sumar var Jóhann vestra hjá ættingjum sínum, en þar var hann jafn- an á sumrum. Virtist svo sem hann mundi komast til sæmilegrar heilsu á ný, og hóf hann nám í prestaskólanum. Var hann þar við nám hinn næsta vetur og lauk prófi í heimspeki um vorið. En þar með var skólagöngu hans lokið. Síðla í nóvembermánuði á sama ári lajjðist hann á sjúkrahús. Þá var öllum Ijost, að hann mundi ekki eiga þaðan afturkvæmt. Jóhann gekk þess heldur eigi dulinn. En hann bíður dauða síns hughraustur og Frh. á bls. 99.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.