Skólablaðið - 01.03.1960, Page 17
- 105 -
þessa félagslífs-þjarka, sem eru alveg
staðraGnir í því, að hér skuli vera mik-
ið félagslíf án nokkurs tillits til að-
stæðna. "
"Álítur þú það ohjákvæmilegt, að
sjöttubekkingar dragist út úr félagslíf-
inu? "
"Ja, sjöttubekkingar í ár eru löglega
afsakaðir, því að þeir hafa víst flestir
verið útilokaðir frá íþöku. En annars
held ég, að það sé talsvert til í því, sem
ýmsir hafa sagt, að busar boli þeim
burt. Þegar negrarnir í Ameríku undir-
leggja heil hverfi, flýja hvítu mennirnir
venjulega þaðan fljétt. "
"En hvað álítur þú um þá viðleitni,
að stofna listafélag hér í skóla?"
"Ég álít eiginlega ekkert um það.
Þetta er félag listsnobba. Annars sýnir
forsetinn þrautseigju mikla. "
"Álítur þú, að listunnendur skólans
séu snobbar ? "
"Það er kannske full mikið að segja
svo. Þetta eru ekki snobbar, heldur
menn fullir af viðleitni. Þeir vilja verða
listunnendur á þessari öld listanna, og
sumir reiða plötur heim í þverpokum
hvern miðviku- og laugardag. Tonlistin
er auðveldust viðureignar, almennust og
tekur minnstan tíma. Annars er sjálf-
sagt. hægt að ala músikalitet upp í sér."
"Hvað heldur þú að valdi því, hve
fáir sækja listkynningar ? "
"Tónsmekkur vors ágæta "forseta" er
langt fyrir ofan smekk almennings og
nöfn sumra tónskáldanna, sem kynnt eru,
virðast heldur fælandi. Svo verða menn
latir, þegar þeir hafa lítið að gera.
Vinnan fyllir út í tímann, eins og sá vísi
Parkinson segir. Menn nenna því ekki
að sækja listkynningar, þótt góðar séu. "
"En fyrst við erum nú komnir inn á
þessar brautir, vildir þú ekki segja
nokkur orð um jassinn í tilefni af því að
hér er búið að stofna jassklúbb?"
"Mér finnst of mikið úr viðurkenndum
verkum gert. Tónlistin er til þess gerð,
að hún hafi áhrif á menn á einhvern hátt,
og Hound dog getur eins vel þjónað því
markmiði og fimmta symfónía Beethov-
ens. Stöðnun er sama og afturför.
Þess vegna er jassinn ájjætur, hann get-
ur þróast og haft áhrif a "æðri" tón-
skáld, samanber t. d. Rhapsody in Blue
eftir Gershwin. Það er hættulegt, þegar
menn staðna og hætta loks að greina
kjarnann frá hisminu, listaverkið frá
rammanum. jónas Hallgrímsson vann
því þarft verk, þegar hann hristi upp í
rímnaskáldunum, þótt Sigurður Breið-
fjörð væri hið bezta þeirra. "
"Hvað heldur þú um menningaráhug-
ann hér í skólanum? "
"Ég held, að hann sé hvorki meiri
né minni en annars staðar. "
"En borið saman við skóla eins og
verzlunarskólann? "
"Maður spyr ekki um menningaráhuga
í dýragarði. "
HEREANÖTT, frh, af bls. 92.
bróður hennar geti átt við hana.
Hin mæðusama og vesala þjónustu-
stúlka Bessie, var hér leikin af Guðrúnu
Friðfinnsdóttur. Leikur hennar er mjög
skemmtilegur á köflum, en svipbrigði
nokkuð ýkt og framsögn óskýr.
Síðast en ekki sízt ber að geta frá-
bærs leiks Steindórs Haarde sem Mr.
Cleghorn. Hann er sannarlega réttur
maður á réttum stað í þessu hlutverki,
þéttur á velli, valdsmannslegur og hrjúf-
ur en þó viðfelldinn, og ýkir í engu.
Skyldi enginn trúa, að þetta væri fyrsta
viðfangsefni hans á leiksviði.
Leikstjórn annaðist Helgi Skúlason að
þessu sinni, og er það í fyrsta sinn, sem
hann stjórnar Herranótt. Helgi er mjög
góður leiðbeinandi og lagar sig vel eftir
hæfni hvers einstaks leikanda.
Heildarsvipur leikritsins er því mjög
góður, staðsetningar hnitmiðaðar, en
framsögn sums staðar nokkuð ábótavant,
og fyrir vikið misstu margar hnyttnar
setningar marks.
Leiktjöld eru góð undir öruggum
pensli Lárusar Ingólfssonar og jafnör-
uggum smíðatólum þeirra Brynjólfs
Ingvarssonar og Tómasar Zoega.
Andlitsförðun Haraldar Adólfssonar var
yfirleitt góð.
Þýðinguna gerði okkar ágæti söng-
kennari Hjörtur Halldórsson, og var hún
ágætlega af hendi leyst, svo sem væntamátti.
Starfsmenn og leikarar Herranætur,
ykkar scarf hefur verið ómetanlegt og hefur
ugglaust veitt ykkur jafnmikla ánægju og
okkur, sem á hlýddum. Ég óska ykkur til
hamingju og þakka kærlega fyrir skemmtun-