Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.03.1960, Page 18

Skólablaðið - 01.03.1960, Page 18
Áöur en Scriabin hneigðist til dul- spekia samdi hann fjölda stuttra píanó- verka, sem gefa beztu verkum Chopins e'kkert eftir og eru meðal þess ágætasta, sem samið hefur veriö fyrir píanó. Tcnlist Scriabins tók samt fljótt stakka skiptum. Hann fór aö fást við tru- arheimspeki, sem hann kallaði nMyster- ium", og reyndi aö gera tónlistina að tulkun og tjáningu heimspeki sinnar. Hann nota.ði eigiö samhljómakerfi, sem byggðist ekki á stórum og litlum þríund- um heldur ferundum. Verk hans urðu stöðugt óljósari, flóknari og fjarrænni, þangað til áheyrendum varð um megn að fylgja skáldinu í dularfullum og dulrænum draumum hans. Um alda.mótin var hann einn tíðasti gesturinn á fundum Heimspekifélagsins í Moskva, og höfðu margir fundir mjög mikil áhrif á hann. Tveimur árum síðar aðhylltist hann helzt heimspeki Nietzsches og viðurkenndi sjálfan sig sem nÚber- mensch". Hann hafði jafnvel á prjónun- um óperu um hetju, sem lagði heiminn undir sig með listina eina að vopni. Frá kenningum Nietzsche laðaðist hann að guðspeki og þannig liðu árin. Hann sökkti sér dýpra og dýpra niður í þokukenndan heim dulspekinnar, unz hann komst að eigin innsýni. Hún birtist ekki eingöngu í nýrri tegund tónlistar heldur í nýrri lífsskoðun: sameining allrar þjóðfélagslegar, trúarlegar, heimspeki- legar og listrænnar hugsunar í nýtt kerfi. "Listin," segir Scriabin, "verður að sam- einast heimspeki og trú í órjúfanlegri heild og mynda nýtt guðspjall, sem kem- ur í stað hinna gömlu og úreltu. .Mig dreymir um að skapa slíkt myster- ium". Hann vildi að þetta "Mysterium" gæfi yfirlit yfir alla mannkynssöguna frá upphafi vega til alþjóðabyltingar, sem hann íaldi vera á næstu grösum og mundi hreinsa heiminn og ryðja braut nýjum og göfugri kynstofni. í verkum Scriabins á að vera dans, tónlist, Ijóð, litir oj* jafnvel lykt. Hann vildi semja nytt mál fyrir þetta "Mysterium", sem átti frekar að saman- standa af andvörpum, upphrópunum og ýmsum hljóðlíkingum heldur en orðum. Bækistöð "Mysteriums" sá hann fyrir sér í hnattlaga hofi, sem reist s'kyldi á ákveðnu vatni í Nor ður-Indlandi, því að heimurinn var ekki reiðubúinn að taka við kenningum hans. Mannkynið var fordæmi og "Mysterium" hans var loka- átak deyjandi tegundar og arfleifð hennar til hins nýja kynstofns. Þegar Heimsstyrjöldin fyrri brauzt út var Scriabin fullviss um, að hún væri hreinsun sú, sem hann hafði beðið eftir. Ekki efaðist hann um, að hann væri Messías, sem leiðbeina mundi mannkyn- inu. Scriabin fæddist í Moskva 1872. Faðir hans, sem var kunnur píanóleikari, kom honum snemma til tónmennta. Sextán ára fór hann í Tónlistarháskólann og fékk gullverðlaun þar þremur árum síðar. Á þeim tíma samdi hann ýmis stutt píanóverk undir áhrifum Chopins, sem vöktu talsverða athygli. Þau urðu til þess, að hann íerðaðist til Vestur-Evrópu og lék í stórborgum þar sem honum var alls staðar vel tekið. Árin 1898-1903 kenndi hann píanóleik við Tónlistarháskólann í Moskva, en kennsla féll honum ekki, svo að hann helgaði sig algjörlega tónsmíðum og einleik. 1906 ferðaðist Scriabin um Bandaríkin við geysi vinsældir. Verk hans höfðu tekið miklum breyt-

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.