Skólablaðið - 01.03.1960, Síða 28
- 116 -
Ég ætlaði í sakleysi mínu að ganga
örna minna og opnaði hurðina á klósett-
inu. Allt í einu snarstanzaði ég.
Fyrir framan þvottaskálina stóð feita
kerlingin, ber að ofan. Hun var að þvo
ser undir höndunum. Við það hristist
fituskvapið á henni á viðbjóðslegan hátt.
Ég stóð höggdofa í svo sem tvær sek-
úndur og starði á þessa ógeðslegu mann-
eskju. Svo snarsneri ég mér við, þaut
út og skellti á eftir mér hurðinni.
Ég get enn þann dag í dag brugðið
þessari óhugnanlegu mynd upp í huga
mér, nákvæmlega eins og ég sá hana í
þessar tvær> eða þrjár sekúndur. Ég á
engin orð til að lýsa þessu fyllilega.
Ég fór burt af bænum þegar næsta dag.
Ég gat ekki hugsað mér að vera lengur
undir sama þaki og þessi manneskja.
Gamlar, feitar kerlingar eru það hræði-
legasta, sem ég veit. Og það er eins
og þær viti af þessu og leggi sig þess
vegna í líma við að ofsækja mig. Ég
get varla hreyft mig án þess að einhver
kerling sé komin og farin að spyrja mig,
hvað klukkan sé, eða hvar Kleppurhrað-
ferð stoppi eða eitthvað svoleiðis.
Mig langar oft til að gefa þeim duglegt
spark í aíturendann, þegar þær kjaga
burt.
Ég var búinn með sígarettuna, svo ég
henti henni í nærliggjandi drullupoll, oj*
stóð upp. Ég var glorhungraður, svo eg
fór inn á Hressó, til að fá mér að éta.
Maturinn var sæmilegur, og ég borðaði
hægt til að drepa tímann. Þegar ég var
búinn með hann, fékk ég mér kaffi og
sígarettu, og hugsaði um hvað ég ætti að
gera um kvöldið. Ég vissi, að það
mundi verða fullt af fólki úr skólanum á
Borginni, svo ég tók það ráð að fara
þangað um níuleytið.
Það var náttúrulega hræðilega leiðinle^t
þar.eins'og venjulega, en maður fékk þó
eitthvað að drekka.
Ég var þarna í tvo tíma. Þá var ég
búinn að fá nóg og gekk út. Það var
byrjað að hellirigna, þegar ég kom út á
götuna, svo ég bretti upp kragann á
frakkanum til að vatnið rynni ekki niður
hálsinn á mér. Ég gekk í stefnuleysi
eftir Austurstræti og var staddur ein-
hvers staðar í grennd við ísafold, þegar
slegið var þéttingsfast á bakið á mér.
Ef það er eitthvað, sem ég hata, þá
eru það menn, sem slá á bakið á manni.
Svo ég bjóst við því versta, þegar ég
snéri mér við, til að kynna mer hver
hér væri á ferð. Jesús, hugsaði ég með
sjálfum mér, alltaf er ég jafn djöfull
óheppinn. Aí hverju þurfti ég endilega
að rekast á einmitt þenna.n mann. Ég
hefði viljað skipta á honum og næstum
því hverjum sem væri. Ég hefði getað
þolað alla, nema hann. Þennan mann
hataði ég. Mér varð óglatt.
Hann hét Þormóður. Það er einmitt
nafn, sem hæfir honum. Þormóður.
Einmitt nógu asnalegt og óþolandi. Ég
get ekki hugsað mér, að nokkur skemmti-
legur maður heiti Þormóður. Það getur
verið, að þeir séu til, en mér finnst það
ólíklegt. Þormóður var horaður náungi,
á að gizka þrír metrar á hæð, með gler-
augu og allt. Hann var með hræðilega
magrar hendur, fingurnir langir og beina-
berir. Hann kallaði þetta listamanns-
hendur. Mér fannst þær hræðilegar.
Hann var með listakomplex. Hann hélt
sig vera sjení. Mér er svosem alveg
sama um það, en hann var sérstakt til-
felli. Ég meina, mér er sama þó menn
haldi þeir séu rithöfundar, eða málarar,
eða eitthvað svoleiðis, þó þeir geti ekk-
ert. En Þormóður, helvítis fíflið, helt
hann væri kompónisti. Hann var alger-
lega óþolandi. Eins og ég sagði, er
mér sama um málara og rithöfunda.
En ekki kompónista. Þormóður gekk um
flautandi temu úr sinfóníum eftir sjálf-
an sig. Þau voru öll hörmuleg og ílest
stolin. Stundum gekk hann um með
klarinett. Hann kom einu sinni með það
heim til mín og spilaði einhverja fúgu a
það. Það endaði með því að ég henti
honum út, og hann talaði ekki við mig í
mánuð. Ég var bara feginn. Svo gekk
svínið um og breiddi það út, að ég væri
barbari og kynni ekki að meta list.
Og ég sem fer á alla konserta.
"Nei, komdu blessaður, " sagði Þor-
móður.
"Sæll, " sagði ég, stuttur í spuna.
"Hvað segirðu gott? " sagði Þormóð-
ur. Ef það er eitthvað, sem fer í taug-
arnar á mér, þá er það þessi spurning.
í hvert skipti, sem ég heyri hana, sortn-
ar mér fyrir augum og magavöðvarnir
taka kipp.
"Ekkert gott, " sagði ég. Ég var ein-
mitt í skapi til að segja eitthvað ægilegt,
svo ég hélt áfram : "Allt slæmt að