Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1961, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.02.1961, Blaðsíða 4
- 108 - Ð því hefur oft veritS fundið, aÖ listfræösla í þessum skóla sé allt of lítil, menn geti hæg- lega orðiG stúdentar án þess _________aö vita nokkurn skapaöan hlut um listir. Þetta er vissulega alveg rétt. Á stundaskránni er ekki gert ráö fyrir neinni slíkri fræöslu, nema í söng, og allir vita hvernig þaö er framkvæmt. Menn buröast heilan vetur við aö læra nokkur lög fjorrödduö, og þykir undur mikiö, ef tekst aö koma þeim saman í kór fyrir voriö. Og eftir þetta eru menn jafn ófróðir um söng og þegar þeir byrjuöu, aö því undanskildu, aö beztu menn kunna kannske eina rödd úr honum "Árna í Leiru" - Einstöku kennarar reyna að vísu aö bæta úr þessu, en það veröur varla annaö en hálfkák, meöan hvorki eru hér sýndar skuggamyndir af málverkum né leikin verk hinna miklu meistara, utan þaö, sem nemendur sjálfir gera af eigin rammleik. Og vafamál er, hvort þeir geta með sanni kallaö sig stúdenta, sem utskrifast héöan án nokkurrar þekkingar á listum. II, Réttur vettvangur fyrir kennslu í listum er auövitaö máladeildin, sem á aö ala upp hugvísindamenn framtíöarinn- ar. Kennslu hér er svo háttað, aö í stærðfræðideild er kenndur sá húman- ismi, sem nauösynlegur er hverjum þeim, er teljast vill sæmilega menntaöuív, en auk þess eðlisfræöi og stæröfræöi fyrir tilvonandi vísindamenn. t máladeild er kenndur þessi nauösynlegi húmanismi en lítiö meira. Af þessu leiöir, aö nokkru meira er kennt í stæröfræöideild en máladeild. Yfirvöldum skólans hefur löngum veriö þaö þyrnir í augum, hve margir fara nú í s tæröfræöideild. Kennarar hafa því lagt áherzlu á þaö í viöræöum sínum viö nemendur, aö stæröfræðideildin sé svo ógnarlega þung, aö þaö sé eiginlega aöeins fyrir úrvalsnámsmenn aö fara þangaö. Árangurinn veröur aö sjálfsögöu sa, aö í stæröfræöideild fara allir fram- gjarnir nemendur, sem vilja læra, jafn humanistar sém raunví sindamenn. Þess vegna er máladeild nú í mikilli niöurníöslu og margir, einkum þriöja- bekkingar, sem eiga fyrir höndum aö velja um deild, álíta, aö hún sé einungis fyrir þá, sem ekki geta eða nenna aö læra og vilja veröa stúdentar á billegan hátt. III. Hér er þörf mikilla úrbóta. En retta leiðin til aö endurreisa máladeild er ekki sú, að útmála fyrir mönnum ógnir stæröfræöideildar og vísa lakari náms- mönnum á hinn breiöa veg, heldur þvert á móti sú, aö þyngja máladeild, gera hana jafn húmaníska og hin deildin er matematísk. Brýna nauösyn rekur til aö taka upp aukna listfræöslu, því aö án hennar er enginn stúdent nema aö nafninu til. Aukin listfræösla mundi gera máladeild aö því, sem hún á aö vera, hún gæti unnið gegn hinum sívaxandi plebejisma, sem sízt er vanþörf á að kveöa niöur, og auk þess upprætt þetta yfirboröskennda nafna- og ártala snobberí, sem mjög er hér útbreitt. En listfræöslan er ekki einhlýt, og sakna ég auk hennar námsgreina, sem telja veröur hverjum húmanista nauösynlegar, Á ég þar viö rökfræöi og heimspeki og einn- ig mætti auka eitthvaö kennslu í hreinni stæröfræöi, sem reyndar hefur fremur tal- izt til hugvísinda en raunvísinda Því aö á þessari raunvísindaöld er ekki síöur þörf á góöum húmanistum en vísinda- mönnum. ^í.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.