Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1961, Blaðsíða 16

Skólablaðið - 01.02.1961, Blaðsíða 16
- 120 - Goethes og Heines á manninum, segði ég helzt, aG tulkun Goethes væri háleitari og ppersonulegri. Goethe lýsir ævi mannsins, Heine hinum daglegu örlögum hans. Meðan Goethe er í háspeki, lýsir Heine viðbrögðum venjulegs manns við venjulegum hlutum. í hrifningu köllum við Goethe snilling, en Heine snertir hjartastrengi okkar. Heine hefur einkum ort um ástina. Stíll hans er þróttmikill og hrífandi, meinfyndinn og ljúfsár. Verk, sem tví- mælalaust á erindi til Menntlinga og alls félks á þeirra aldri, er "Buch der Lieder". Einkum þo "Lyrisches Inter- mezzo" og "Junge Leiden". Þar er sem skáldið opni hverjum manni djúp hjarta hans sjálfs , á undurfagran hátt. Síðari Ijóðum Heines treystist ég því miður ekki til að lýsa. Ég veit, að þar kemur fyrir skörp ádeila og sting- andi háð - hann virðist hafa hatað allt prússneskt - en í heild þekki ég þau ekki enn. Aö lokum vil ég benda á, aö þessi lýsing mín á tveimur góðskáldum Þjóð- verja er víösfjarri gæðum. Það getur aldrei orðið hið sama að kynnast ein- hverju skáldi sjálfur og aG kynnast því af lýsingu annars. En þessi grein hefur náð tilgangi sínum, verði hún til þess, að einhverjir geri sér þann heiður og ánægju að lesa verk þessara skálda. Örn Ólafsson. U M JAFNALDRA QKKAR f AMERfKU frh. af bls. 118. inn verklegur, og kennslan fer fram á rannsóknarstofu. Hver nemandi fær sinn eigin frosk og svín, þó aö ást hvers og eins á þessum skepnum vilji nú. verða misjafnlega heit. Ég fyrir mitt leyti varð sérlega hrifin af mínu svíni,og gret fögrum tárum, þegar ég var búin að búta það niður. Það eina, sem ég kann ekki að meta, er þessi kennara-nemenda-náins-sam- bands-kenning, sem á svo upp á pall- borðið hjá þeim. Þessar elskulegu kennslukonur, sem allar vildu ganga mér í móðurstað, voru vissulega yndislegar á sinn hátt, en ég átti harla eríitt með að fara að trúa þeim fyrir vandamal - um mínum, eins og þær komust svo fagurlega að orði. Annað hvert laugardagskvöld voru haldnir dansleikir í skólanum með sam- kvæmisklæðnaði og pomp og pragt. Margt gott mætti um þá segja, en mer leiddist alltaf að dansa við sama herr- ann allt kvöldið, en það er alger hneisa að svo mikið sem gjóta augunum til næsta herra. Ameríkanar viðhafa þann skemmtilega sið að gefa stúlkum blom við slík tækifæri. Þessi riddaramennska vekur að sjálfsögðu feikna lukku meðal stúlknanna, og sú, sem kemur heim af ballinu með velktustu og verst útleiknu rósina, á að hafa skemmt sér bezt. Auðvitað eru unglingarnir í Banda- ríkjunum eins misjafnir og þeir eru hér. Engu að síður bera þeir heildar- svip, sem ég mun ætíð minnast með aðdáun. Hið eina í fari þeirra, sem mér fellur verulega illa er ( að mínu áliti ) óheilbrigður íþróttaáhugi, fram úr hófi lélegur kvikmyndasmekkur og full mikil forvitni þeirra og þátttaka í einka- málum náungans. Þetta ætti samt engan veginn að hindra þá stúlku, sem kann að meta rauðan brjóstsykur eða þann pilt, sem er veikur fyrir græneygðum, gáskafull- um íþróttadísum, frá því að bregða sér yfrum hafið. Þuríður jónsdóttir. SAMKEPPNI Velunnari Skólablaðsins kom nýlega að máli við ritnefnd og gaf henni 200 kr. er sá getspaki maður hlýtur, er þekkir alla bragarháttu á Þorleifs rímu Hauks - sonar í síðasta Skólablaði. DÓmnefnd skipa þeir Böðvar Guðmunds- son og Lárus Blöndal kennari. Frestur til að skila ráðningum er til 31. marz. Ritnefnd.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.