Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1961, Blaðsíða 27

Skólablaðið - 01.02.1961, Blaðsíða 27
- 131 - (. n MWÍMl H~RYGGVI Karlsson hefur löng- um þótt furðulejjur maður. Strax í landsprofi öðlaðist hann frægð fyrir frammistöðu á _________ málfundum, en er í mennta- skóla kom, tók hann þegar til við að láta Ijós sitt skína. Tok hann iðulega til máls á málfundum og öðrum manna- mótum, og í marz hlaut hann mikla við- urkenningu, er SKÓL.ABLAÐIÐ birti um hann litla klausu, "Spekingur þriðja- bekkjar. " Að vísu var Tryggvi ekki nafngreindur þar, en allir skildu, við hvern var átt. Urðu nu afrek Tryggva brátt svo mörg, að engri tölu varð á komið. Á útmánuðum söng hann á sviði Sjálfstæðishussins, hann var kjörinn gjaldkeri Framtíðarinnar og enn fremur hóf hann frækilega baráttu fyrir skíðhýs- isbygging menntlinga, og hafði Tryggvi betur. Um haustið gáfu hann og Andrés Indriðason út dægurlagatextarit. Að lok- um var svo komið, að Sverri Holm?rs- syni var nóg borið og hóf hann að rita níðgrein um Tryggva. Var hann hálfn- aður með greinina, er andinn kom allt í einu yfir hann, og hann ákvað að rita einungis um gení. Hefur hann þegar skrifað eina grein um skáldið Lindsay og aðra um sjálfan sig. Tekið skal fram, að klausa þessi er ekki ætluð til kynningar á Tryggva. Tryggva þekkja allir. En þetta getur komið sér vel fyr- ir síðari tíma, þvx að hætt er við að þessi afrek Tryggva þyki brátt tilkomu- lítil I samanburði við hin síðari. Kjörorð Tryggva er : "Ég kom, söng og sigraði. " Það er því ekki að ástæðu- lausu, að Tryggvi fær að láta í Ijós skoðanir sínar á ýmsum málum. "Vildir þu ekki fræða mig nokkuð um þennan svokallaða Menntaskála ? Hver er tilgangur skálabyggingarinnar ? " "Tilgangur skálans er fyrst og fremst að veita menntlingum tækifæri til þess að njóta útivistar. Það vita allir, hvílík nauðsyn er að hrista af sér inni- seturykið. Nú - og Selið er að ýmsu leyti misheppnað fyrirtæki. Þangað er ekki farið nema einstöku sinnum og þá í gífurlega stórum hópum, og skemmti- atriðin miðast öll við inniveru. Og svo er færð oft slæm. - En skálinn yrði að líkindum opinn um hverja helgi, og ferð- irnar yrðu alls ekki skipulagðar en mið- uðust við áhuga. í skálanum yrði svefn- pláss fyrir 100 sálir og svo eldhús með öllum græjum. Það er satt að segja lágkúrulegt til afspurnar, að nemendur í einum fremsta skóla landsins eiga ekki í neitt svona hús að venda, meðan háskólar í Bandaríkjunum eiga allir skála á sínum snærum. Mér finnst, að menn eigi að nota snjó- inn og sólskinið, svo að ég breyti kjör- orði Benna Waage dálítið. Og ég vona, að latneska spakmælið "mens sana in corpore sano" eigi eftir að sannast á Menntaskálanefndinni. " "Hvað hefur þú að segja um störf Framtíðarstjórnar? " "Ja - sko, það hefur verið aðalvið- fangsefni okkar að drífa upp félagið, en í fyrra lá starfsemin alveg í láginni. Það hefur verið deilt á okkur fyrir að seilast inn á starfssvið annarra félaga, en ég held, að það sé bara af því, að við erum að færa út kvíarnar. Og félagslífið er greinilega fjörugt, fyrst deilt er á okkur fyrir annað en starfsleysi. Annars þá gegnir Fram- tíðin þörfu hlutverki í félagslífinu, því að það er nauðsynlegt, að tilvonandi menntamenn og landsfeður hljóti sína frumraun snemma í mælskulist. "Hvað hefurðu um starfsemi Lista- félagsins að segja? " "Sumar deildir þess keppa eða starfa á röngum grundvelli. Ýmsir

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.