Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1961, Blaðsíða 25

Skólablaðið - 01.02.1961, Blaðsíða 25
129 - VÖ smásagnasöfn eru allt og sumt, sem eftir DavítS Þor- valdsson liggur, enda var hann ekki langlífur. Hann fæddist 1901, nam við læröa skólann x Reykjavík og varö þaöan student 1925. Þá fór hann utan, fyrst til Hafnar, þar sem hann stundaöi jaröfræöinám í eitt ár, síöan til Parísar, þar sem hann las bókmenntir viö Sorbonne. Áriö 1929 varö hann aö hverfa heim vegna veikinga og lézt 1932. Bókin "Björn formaöur og fleiri sögur" kom út 1929 , og "Kalviöir" 1930. Smásögur Davíös eru flestar þjóöfé- lagslegs efnis, ritaöar af næmri mann- þekkingu og ríkri samuö. Söguhetjurnar eru margvísle^ar og ólíkar, t. d. íslenzk- ir sjómenn, russneskir utlagar, pólskur málari, skóari frá Villefranche-sur-Mer, íslenzkur miöaldamunkur, blómasali í París, bókhaldari, gamlar, einmana kon- ur, námuhestur x Belgíu. Dvölin erlendis hefur haft mikil á- hrif á þennan unga rithöfund. Hann kynnist fólki, ólíku því, sem hann hefur áöur þekkt, og sér framandi borgir. Hann lærir aö meta íslenzka mannkosti, um þaö ber sagan "Björn formaður" vitni. Hann leitar aö sannleikanum, reyn- ir aö komast aö því, hver sé tilgangur- inn í lífinu. En í síöari bók hans koma í Ijós mikil og sár vonbrigði, þar deilir hann á grimmd Jpjóðfélagsins og óréttlæti. Sagan um polska málarann gæti aö nokkru leyti veriö ævisaga Davíðs. Hún fjallar um ungan listamann, sem lifir í örbirgö, óstuddur af þjóöfélaginu, en veit aö hann er fæddur "til þess aö túlka tilfinningar og líf þessara nafnlausu, óþekktu skara, sem höföu elskaö sömu fjöllin, sömu dalina og sömu bæina og hann". Þegar hann er í þann veginn aö sigra í list sinni deyr hann úr hungri. Prófessor á sjúkrahúsinu, þar sem hann deyr, telur afdrif hins gæfusnauöa manns "aöeins eina sönnun í viöbót" til styrktar þeirri skoöun sinni, "aö öllu mannlífinu mætti líkja viö heljarstórt vitfirringa- hæli, þar sem þeir fáu menn, sem eru meö fullu viti, séu drepnir fyrr eöa síö- ar". Þættirnir "Úr dagbók vinar" er fagur skáldskapur. Þar lýsir Davíö sjálfum sér sem "áhorfanda á yzta bekk" og segir : " í gegnum blátt tjald drauma minna horfi ég á þig, líf. " "Rússneskir flóttamenn" segir frá ungum manni, sem flæmzt hefur frá fööurlandi sínu í byltingunni. Hann hat- ar kommúnista, sem hafa ''tælt fjöldann og æst hann á móti okkur, sem áttum einhverjar eignir". Hann hatar einnig fööur sinn, vísindamann, sem hefur orö- iö eftir í Rússlandi og starfar fyrir kommúnista. En ungi útlaginn er óham- ingjusamur. "Hann elskaöi of mikiö gamla Rússland til þess aö geta fest nokkurs staöar rætur. Hvergi voru skógar sem hann gat sagt um : þessir skógar eru x ættlandi mínu. ViÖ engan læk gat hann sezt og sagt : þessi lækur er í sveitinni minni. Hann átti hvergi heima. " Davíö segir víöar frá útlögum, ör- lög þeirra viröast hafa snortiö hann djúpt. í sögunni "Léttfeta" lýsir hann heim- þrá íslenzka námuhestsins. Léttfeti brýzt undan okinu og hleypur út x busk- ann, leitandi aö "grænum hlíðum og lyng- grónum heiðum" Skagafjaröar. En flótt- inn er honum um megn, og hann deyr á sléttum Flandern. "Ekkert getur bund- iö, jafnvel þrautpíndan námuhest, þegar heimþráin seiöir..... þegar átthagarnir kalla. " Skemmtilegt er aö veita því athygli, aö víöa bregöur fyrir samlíkingum, þar sem Davíö líkir rammíslenzkum fyrir- bærum viö ýmislegt, sem hann hefur heyrt og séö ytra. Þar kemur heims- borgarinn fram í honum. Til dæmis er hann lýsir logni á undan ofviöri : "Þaö var þögn, svipaö og í stórri söng- höll, rétt áöur en spilað er frægt lag. "

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.