Skólablaðið - 01.02.1961, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.02.1961, Blaðsíða 6
-110 NUTIIÍRTDNL15T ESSI nutímatonlist. Það er ekki hlustandi á hana. í" nú- tímatónverkum er ekkert, sem kalla má fallegt. Þau eru ekkert annað en eilífir mis- hljómar." Þetta er efalaust algeng um- sögn fólks um tónlist okkar aldar. Menn geta haft gaman að tónverkum hinna gömlu meistara, en jafnframt megnustu andúð á ötlu, sem nefnt er nú- tímatónlist. Svo virðist sem nemendur skólans séu að einhverju leyti undir sömu sök seldir, hvað þetta snertir. Að því er forráðamenn plötusafnsins segja, eru hljómplötur með nutímatónlist síður fengnar að láni en aðrar plötur. En mér finnst, að þetta þurfi að breytas. Af þessari ástæðu hef eg ráðizt í að rita þessar hugleiðingar um samtímatónlist okkar, þó að eg viti, að mig skorti þekkingu til þess að gera efninu næg skil. Verða menn því að taka viljann fyrir verkið, NÚ ber ekki að skilja orð mín svo, að ég amist við því, að gömlu meistar- arnir séu mikils metnir. En ég tel, að samtíminn megi ekki hverfa í skuggann fyrir fortíðinni. Sjálfsagt er það ekki nýtt, að sam- tímalist njoti lítilla vinsælda. Fortíðin hefur ávallt yfir sér blæ frægðar. Það hefur jafnan verið svo, að heyrzt hafa mótmæli og talað er um afturför, þegar tónskáld hafa rutt nýjar brautir. Má til dæmis benda á viðtökur þær, er þriðja sinfónía Beethovens, Hetjusinfónían, hlaut, þegar hún var frumflutt, enda hefst með þessu verki nýtt tímabil í tónsmíðum snillingsins. Segja má, að "modernisminn" sé fremur sprottinn af nauðsyn en^nokkur önnur tónlistarstefna. Romantíska stefn- an náði hámarki tignar sinnar á ofan- verðri síðustu öld. Lengra varð ekki haldið á sömu braut. Það varð því að marka nýjar stefnur, ef stöðnun átti ekki að blasa við. Tónskáldin reyndu að finna einhverja nýja leið, nýja stefnu. Tjr þessu varð hálfgerð ringulreið, sem segja má að ríki enn. Það er því ekki unnt að skilgreina "modernismann" sem heil- steypta stefnu eins og rómantíkina. Þo má segja, að einkum séu það tvær kenn- ingar, sem orðið hafa ofan á. Á ég þar við tólf tona kerfi Schönbergs og "neo- klassik" Stravinskis. Skilin eru þó of ógreinileg á milli þeirra. Schönberg var Austurríkismaður. Hann kom fyrst fram á sjónarsvið tón- listarinnar um síðustu aldamót. Samdi hann í fyrstu mikið í anda Wagners, þ6 að ymsum athyglisverðum nýjungum í hljómsveitarútsetningu brygði fyrir. Brátt fór hann að færa sig upp á skaftið, og verk hans fjarlægðust meira og meira rómantísku stefnuna. Á árunum 1920-30 h6f hann að semja undir þeirri stefnu eða rétt- ara sagt kerfi, tólf tóna kerfinu. sem borið hefur frægð hans sem föður nútíma tón- listar. Schönberg hefur ritað bækur um þetta kerfi sitt, þar sem hann setur fram tónfræðilegar kenningar um það, hvernig semja skal eftir því. Eins og nafnið bendir til, byggist tólf tóna kerfið á því, að allir tólf tónar áttundarinnar eru notaðir jöfnum höndum. Þetta hefur að sjálfsögðu í för með sér, að dúr- og mollkerfinu er á glæ kastað. Ýmsar reglur eru um niðurröðun tónanna, t. d. það, að engan tón má endurtaka, fyrr enn allir aðrir tónar áttundarinnar hafa verið leiknir. Verk þau, sem Schönberg samcli samkvæmt þessu kerfi, þykja erfið a- heyrnar. Starf hans er fyrst og fremst fólgið í myndun fræðisetningar, sem í verkum nemenda hanS hefur breytzt í list. Á síðustu árum hafa arftakar Schönbergs þó ekki fylgt tólf tóna kerfinu bókstaflega. Schönberg naut fremur lítilla vin- sælda í lifenda lífi. Má til gamans geta þess, að árið 1905, þegar nýtt sinfóniskt Ijóð eftir tónskáldið var frumflutt, skrif- aði gagnrýnandi einn í Vínarborg um

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.