Morgunblaðið - 22.12.2009, Page 2

Morgunblaðið - 22.12.2009, Page 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is „RÁÐAMENN verða að sjá ljósið og setja af stað arðbærar framkvæmdir. Á bak við þann fjölda vinnuvéla sem íslenskir verktakar eiga eru til dæmis fjölskyldur sem eiga afkomu sína undir því að hafist verði handa við mikilvæg verkefni,“ segir Hilmar Konráðsson, framkvæmdastjóri Verktaka Magna. Fjöldi verktaka ók í gær úr Hafn- arfirði til Reykjavíkur þar sem efnt var til mótmæla á Austurvelli. Þar var fjárlaganefnd Alþingis afhent áskorun um að ráðast þegar í stað í arðbærar framkvæmdir. Um 18 þúsund manns unnu við verktakastarfsemi þegar best lét en í dag aðeins um fjögur þúsund. Að sögn Hilmars er mikilvægt að bregð- ast við þessu og það hafi Reykjavík- urborg gert á árinu með 920 millj. kr. framlagi til gatnabóta. Vegagerðin ráðgeri hins vegar engin útboð. Hilmar segir hagstætt fyrir ríkið að fara í stórframkvæmdir nú, enda megi vænta hagstæðra tilboða. Bend- ir Hilmar á að sitt fyrirtæki vinni nú að framkvæmdum við Hlíðarfót í Vatnsmýri og vinni verkið fyrir 380 milljónir eða aðeins 69% af kostn- aðaráætlun. Íslenskir verktakar horfa nú í vax- andi mæli til þess að hasla sér völl er- lendis. Nokkrir hafa þegar haldið yfir höf með vélar sínar og mannskap og aðrir eru í startholunum. Minnst fimm verktakar hafa sent inn gögn í forval vegna lengingar flugbrautar í Vogum í Færeyjum. Mikilvægt er þó að hafa í huga, segir Hilmar, að útrás- in er komin til af því einu að verk- efnastaðan hér heima sé bág og það verði að breytast. sbs@mbl.is Verktakar í útrás  Kreppa á verktakamarkaði  Hávær mótmæli  Starfsmönnum fækkar mikið  Leita verkefna ytra Morgunblaðið/Ómar Áfram Verktakar messuðu yfir fjárlaganefnd Alþingis og vilja framkvæmdir. SNÖRP törn er nú á Alþingi en ráðgert er að þingmenn komist í jólaleyfi um miðjan dag. Tíu mál voru samþykkt sem lög í gær og í dag verða fjárlög tekin til afgreiðslu. Þing kemur svo aftur saman milli hátíða til lokaafgreiðslu á Icesave. Mikil fundahöld voru í þingnefndum og fámennt í þingsal þegar Unnur Brá Konráðsdóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokks, var í pontu og flokks- bróðir hennar Pétur H. Blöndal eini áheyrandinn. FÁMENNI Í FUNDARSALNUM Morgunblaðið/Golli „ÞETTA er sama óvissa og áður,“ segir Gunnþór Ingva- son, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaup- stað. Ekki er hægt að gera tillögu um upphafskvóta loðnu, segir Hafrannsóknastofnun. Bergmálsmælingum er nýlokið og fannst ungloðna vestan Kolbeinseyjar- hryggjar að Grænlandsgrunni. Lóðningarnar voru þó gisnar. Í fyrrahaust fannst mikið af loðnuseiðum og var vonast til að sá árgangur myndi skila sér sem fyrsta árs fiskur í mælingunum sem var að ljúka. Sú varð þó ekki raunin, ungloðnan er langt undir því að hægt sé að mæla með upphafskvóta fyrir vertíðina 2010 til 2011. Stórrar loðnu varð vart í litlu magni við og uppi á land- grunninu norðan við landið. Veiðistofninn, tveggja til þriggja ára fiskur, mældist um 140 þúsund tonn en 400 þús. tonn á að skilja eftir til hrygningar. „Við höfum áður haldið jólin í svona óvissu. Fyrri mæl- ingar hafa vissulega ekki gefið tilefni til að búast við stórri vertíð á nýju ári en við reiknum með einhverri loðnu þó,“ sagði Gunnþór. sbs@mbl.is Lóðningar gisnar og loðnuvertíðin í uppnámi Morgunblaðið/Árni Sæberg Loðnuskip Hér er fallegt þegar vel veiðist er stundum sagt en núna er óvissa um hvort einhver verði vertíðin.  Erum óvissunni vanir, seg- ir forstjóri Síldarvinnslunnar Í GÆR var fyrsti hluti láns frá Norðurlöndunum greiddur til Ís- lands í tengslum við efnahags- áætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Kemur þetta fram í tilkynningu frá Seðla- bankanum, en um er að ræða 300 milljónir evra. Ísland hefur heim- ild til að nýta alls 444 milljónir evra fram að annarri endurskoðun efnahagsáætlunarinnar sem áætl- að er að fari fram um miðjan jan- úar 2010. Í tilkynningunni kemur fram að ekki hafi verið talin þörf á frekari notkun á lánsheimildinni að sinni og flytjast því 144 milljónir evra til næsta tímabils sem hefst að lokinni annarri endurskoðun. And- virði lánsins verður ávaxtað sem hluti af gjaldeyrisforða Seðla- banka Íslands. Gjaldeyrisforði bankans er nú um 458 milljörðum króna eða sem nemur 2.495 milljónum evra. Enn eru ódregin umsamin lán að fjárhæð tæplega 2,3 milljarðar evra frá Norðurlöndunum, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Pól- landi. bjarni@mbl.is Fyrsti hluti lánanna greiddur Seðlabankinn tekur 300 milljónir evra ANNAR mannanna sem létust í um- ferðarslysi á föstudagsmorgun á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnes hét Björn Björnsson. Hann var á sex- tugasta og þriðja aldursári og bú- settur í Hafnarfirði. Hann lætur eft- ir sig tvö börn og tvö uppeldisbörn. Ekki er tímabært að greina frá nafni hins mannsins sem lést. Sá þriðji, sem var farþegi í öðrum bíln- um, liggur enn á gjörgæsludeild Landspítalans og er honum haldið sofandi í öndunarvél. Lést í um- ferðarslysi ALÞINGI samþykkt í gær frum- varp fjármálaráðherra sem heim- ilar einstaklingum að taka samtals 2,5 millj. kr. út af séreignarlífeyr- issparnaði sínum. Áður var hægt að fá 1,0 millj. kr greidda út en nú verður hægt að fá 1,5 milljónir kr. í viðbót. Útgreiðslutímabilið er allt að 23 mánuðir og þeir sem vilja nýta sér heimildina þurfa að sækja um fyrir 1. apríl 2011. Séreign er áfram í boði KOSTNAÐUR utanríkisráðuneyt- isins vegna verktaka, styrkja og sendinefnda í ár er orðinn 163,6 millj. kr. Þetta er umtalsvert meiri kostnaður en undanfarin ár, en í fyrra var þessi liður í rekstrinum upp á tæplega 142 millj. kr. Í ár hef- ur heimssýningin EXPO verið all- stór liður, en til hennar hafa farið rúmlega 40 milljónir króna. Eyða miklu í EXPO

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.