Morgunblaðið - 22.12.2009, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009
Faxafeni 5
S. 588 8477
• Hitajöfnun 37°C
• Hannað af NASA
• 100% hreinn gæsadúnn
• Astma- og ofnæmisprófað
• Hægt að þvo á 60°C
Mjúkir pakkar !
Hitajöfnunarsæng
140x200 cm
Kr. 29.900,-
FRÉTTASKÝRING
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
ICESAVE samningurinn er hvorki
skýr né sanngjarn að mati bresku
lögfræðistofunnar Mishcon de Reya,
sem telur þó ekki heillavænlegt að
hafna honum alfarið. Slíkt geti vald-
ið frekari deilum, málaferlum með
ófyrirséðri útkomu, eða kröfu
breskra og hollenskra yfirvalda um
tafarlausa endurgreiðslu Icesave
skuldarinnar.
Heillavænlegra sé væntanlega
fyrir íslensk stjórnvöld að taka aftur
upp viðræður við hollensk og bresk
stjórnvöld um Icesave saminginn, á
þeim forsendum að verið sé að fá á
hreint þau atriði sem ekki eru skýr.
„Þetta mætti kynna (og vera séð)
sem nánari útskýringar ýmissa
smærri atriða samningsins og væri
þannig ekki jafn umdeilt og pólitískt
viðkvæmt og bein synjum eða til-
raun til að hefja umræður að nýju
frá grunni,“ segir í skýrslunni.
Skýr takmörk, verkskrá og mark-
mið séu nauðsynleg í slíkum samn-
ingaviðræðum – sérstaklega eigi
niðurstaðan að vera skýr, pólitískt
ásættanleg og efnahagslega raun-
hæf.
Hafni Bretar og Hollendingar því
að taka upp viðræður að nýju getur
komið upp erfið þráteflisstaða sem
kunni að hafa pólitískar, diplómat-
ískar, efnahagslegar og lagalegar af-
leiðingar. Dómsmál geti sömuleiðis
reynst tímafrek, auk þess sem
ómögulegt sé að spá fyrir um niður-
stöðuna. Það gæti því reynst tvíeggj-
að sverð að vísa málinu til dómstóla.
Byggt á miskilningi?
Mishcon de Reya mælir því með
að stjórnvöld fái „lagalega vissu á
nákvæmri merkingu og áhrifum
þeirra hugtaka sem nú eru á borðinu
í ljósi þeirrar óvissu og ósamkvæmni
sem sé í samningnum.“
Lögfræðistofan geti ekki lagt mat
á það hvað sé pólitískt viðunandi fyr-
ir Alþingi, en rök séu færð fyrir því í
lögfræðiálitinu, að samkomulagið
sem Alþingi er nú að fjalla um, sé
hvorki skýrt né réttlátt. Það sé
sömuleiðis skilningur lögfræðistof-
unnar, þótt hún hafi ekki gert sér-
staka útreikninga, að samkomulagið
kunni einnig að verða Íslendingum
ofviða. Leggja þurfi mat á greiðslu-
getu og áhrif afborgana á aðrar
skuldbindingar Íslendinga og þarfir
þjóðarinnar.
Gera megi ráð fyrir að bresk og
hollensk stjórnvöld hafi tekið þessa
þætti með í reikninginn er þau hófu
viðræðurnar við Íslendinga.
Segir lögfræðistofan að ef þessar
ályktanir séu réttar þá megi draga
þá ályktun að núverandi Icesave-
samningur, eða a.m.k. hlutar hans,
byggist á einhverjum misskilningi.
Slíkt stangist hins vegar á við þá
ályktun lögfræðistofunnar að bresk
og hollensk stjórnvöld líti á samn-
inginn nú sem endanlega niðurstöðu.
Líka viðkvæmt í Bretlandi
Mishcon de Reya segir viðkvæma
stöðu Icesave málsins á Íslandi bæði
pólitískt og efnahagslega vel kunna.
Málið búi hins vegar einnig yfir
möguleikanum á að verða að póli-
tískt viðkvæmu máli í Bretlandi.
Opnar pólitískar deilur hjálpi þó í
engu við að ná lendingu í málinu.
Trúnaður gefist oft betur. „Við telj-
um að trúnaður hvað varðar aðkomu
og innihald gæfist vel og sé mögu-
lega nauðsynlegur eigi að enduropna
viðræður við bresk og hollensk
stjórnvöld.“
Óskýr og ósanngjarn
Breska lögfræðistofan Mishcon de Reya telur heillavænlegast að Icesave-samningurinn
verði hafður skýrari Tímafrekt að vísa málinu til dómstóla og gæti líka reynst tvíeggjað sverð
Morgunblaðið/Kristinn
Upphaf Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir
forsætisráðherra og Páll Þórhallsson lögfræðingur kynntu Icesave-samkomulagið á blaðamannafundi 18. október.
Mishcon de Reya mælir með að
stjórnvöld fái lagalega vissu á
nákvæmri merkingu og áhrifum
hugtaka í samningnum.
Í HNOTSKURN
»Skýr takmörk, verkskráog markmið eru nauðsyn-
leg í frekari samninga-
viðræðum um Icesave málið,
eigi niðurstaðan að vera skýr,
pólitískt ásættanleg og efna-
hagslega raunhæf.
»Ómögulegt er að spá hverniðurstaða dómsmála yrði.
„Það er ekki hægt að líta framhjá þeim alvarlegu varn-
arorðum sem þarna eru sett fram,“ segir Steingrímur J.
Sigfússon forsætisráðherra um hugmyndir lögmanns-
stofanna Ashurst og Mishcon de Reya um hvað gerist ef
Alþingi hafnar Icesave-samningunum. „Þegar menn
heyra þetta frá einhverjum öðrum en mér, sem hefur
verið sakaður um hræðsluáróður og hótanir, þá kannski
leggja menn við hlustir.“
Hann segir álitin tvö ekki breyta neinu um grundvall-
aratriði málsins. „Það má halda því fram að þau styrki allt eins málflutning
þeirra sem telja þetta ásættanlega samninga eins og hinna sem gera það
ekki.“
Steingrímur segir að athugasemd Mishcon de Reya þess efnis að samn-
ingurinn sé ekki nægilega skýr, stafi að sögn lögfræðinga ráðuneytisins að
hluta af því að lögmannsstofan hafi ekki skoðað hliðarsamninga í málinu.
hlynurorri@mbl.is
Ekki hægt að líta framhjá varnarorðunum
„Það sem stendur upp úr í áliti Mishcon de Reya er að
fyrirvarar Alþingis frá því í sumar eru að engu orðnir,
það hallar gríðarlega á hagsmuni Íslands, það er ekkert
jafnvægi á milli samningsaðila, og það er fjallað um hina
lagalegu skyldu á þann veg að hún sé í reynd ekki til
staðar,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokks. Álitið staðfesti því málfutning stjórnarand-
stöðunnar í meginatriðum.
Um álit Ashurst segir Bjarni að aðdragandinn að því
sé heldur einkennilegur. „Þegar ljóst var að þingið ætlaði að kalla eftir
áliti, rýkur ríkisstjórnin til og kallar eftir öðru áliti. En málið er á forræði
þingsins, ekki ríkisstjórnarinnar.“ Álitunum tveimur verði ekki heldur
saman jafnað. „Álit Ashurst er pólitískt og fjallar um að menn eigi enga
aðra valkosti en að ganga frá þessum samningum. Við þurfum ekki lög-
fræðilegt álit til að segja okkur hverjir pólitískir valkostir okkar séu.“
hlynurorri@mbl.is
Staðfestir málflutning minnihlutans
„Ég hef verið þeirrar skoðunar að það sé eðlilegt að
ljúka þessu máli og afgreiða það og að kostirnir séu
ásættanlegir. Það er ekkert í þessu áliti frá Mishcon
de Reya sem breytir þeirri skoðun minni og alls ekk-
ert í álitinu frá Ashurst,“ segir Guðbjartur Hannesson,
formaður fjárlaganefndar.
Hann segir að sumt af því sem fram kemur í áliti
Mishcon de Reya hefði verið gott að vita áður og að ef
verið væri að hefja samningaviðræður í dag yrði ef-
laust margt gert öðruvísi – án þess að vera tilbúinn að sinni að nefna
dæmi um slík atriði. Þá segir hann annað sem fram kemur í álitinu vera
byggt á misskilningi, svo sem það að ósamræmi sé á milli samninganna
við Breta annars vegar og Hollendinga hins vegar og eins það að samn-
ingarnir séu óskýrir. Loks skipti sumt sem kemur fram í álitunum engu
máli. hlynurorri@mbl.is
Álitin breyta engu um skoðun Guðbjarts
„Það eru náttúrlega ekki boðleg vinnubrögð,“ segir Þór
Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, um þann tíma sem
fjárlaganefnd fær til að fjalla um álit lögmannsstofanna.
Fundur var í nefndinni í gærkvöld og er ætlunin sú að
afgreiða Icesave-málið úr nefndinni í dag. „Það hefði
þurft að fara miklu betur yfir þessi álit. Þetta er breskur
lagatexti, og hann er mjög tyrfinn. Best hefði náttúrlega
verið að fá hann þýddan yfir á íslensku.“
Þór segir álitin ekki breyta miklu um heildarmyndina.
Ýmislegt sé í báðum álitum sem mæli með Icesave-
samningunum og ýmislegt sem mæli gegn þeim. Mishcon de Reya virðist
heldur mótfallið samningunum eins og þeir eru, segir Þór, og álit stof-
unnar styrkir ekki málflutning ríkisstjórnarinnar. „Álit Ashurt gerir það
hins vegar kannski að vissu marki, en þeir hafa náttúrlega verið ríkis-
stjórninni til ráðgjafar í þessu máli. Þannig að það er kannski ekki við öðru
að búast frá þeim.“ hlynurorri@mbl.is
Óboðlegt að ræða ekki álitin í nefnd
„Við vorum öll furðu lostin þegar þetta Ashurst-álit
kom því við töldum okkur hafa samið sérstaklega um
að ekki yrði leitað til Ashurst,“ segir Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Ástæð-
an fyrir því að stjórnarandstaðan vildi ekki álit frá As-
hurst var sú að lögmannsstofan hafði komið að gerð
Icesave-samningsins, og hljóti því að áliti Sigmundar
að teljast vanhæf. „En þetta er ekki í fyrsta skipti sem
stjórnin fer þessa leið því þegar bent var á að [Icesave]
frumvarpið kynni að stangast á við stjórnarskrá var
leitað til þeirra sem sömdu frumvarpið til að kanna hvort sú væri raun-
in.“
Þá segir Sigmundur að það verði forvitnilegt að sjá hvað ríkisstjórnin
geri í sambandi við stofnun nýs innistæðutryggingasjóðs, enda kemur
fram í áliti Mishcon de Reya að samkvæmt Icesave-samningnum megi
ekki stofna nýjan sjóð. „Það var gríðarlegt áhersluatriði hjá ríkisstjórn-
inni að stofna nýjan sjóð fyrir áramót en nú hefur komið fram að það væri
samningsrof. Þannig að ég veit ekki hvernig hún ætlar að leysa það.“
hlynurorri@mbl.is
Ríkisstjórnin leitar álits vanhæfra aðila
„MÉR finnst að
lögfræðilegt álit
frá aðila, sem ver-
ið hefur að vinna
að samningsgerð-
inni með fulltrú-
um íslenskra
stjórnvalda, hafi
ekki sama vægi og
álit sem aflað er
frá aðilum sem
hafa verið ótengd-
ir málinu,“ segir Ragnar Hall hæsta-
réttarlögmaður um álitið frá Ashurst.
Ýmsir hafa bent á að álit stofunnar
sé heldur vinsamlegra Icesave-
samningnum en álit Mishcon de
Reya, en Ashurst hafði komið með
beinum hætti að málinu á fyrri stig-
um þess.
Jafnframt segir Ragnar að sér
finnist „spurningarnar sem lagðar
voru fyrir Ashurst, eins og þeim er
lýst í álitinu, ekki vera mjög bein-
skeyttar“.
Álit Ashurst
hefur ekki
mikið vægi
Ragnar Hall