Morgunblaðið - 22.12.2009, Side 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009
Hágæða gólfbón fyrir flest gólfefni
- einfalt og fljótlegt í notkun!
Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Áfangar - Vélaleiga Húsavíkur - Nesbakki -
Skipavík - SR byggingavörur - Eyjatölvur - Miðstöðin - Óskaþrif Hólmavík -
Pottar og prik - Núpur - Litaver - Byggt og búið
Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf - Sími 567 4142 - www.raestivorur.is
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
MIKLAR breytingar urðu á skatta-
málum í gær þegar Alþingi sam-
þykkti bandorm um ráðstafanir í
skattamálum og tekjuöflun ríkisins.
Í breytingunum felst m.a. að á tug-
ir gjalda af ýmsu tagi munu hækka,
þ. á m. á áfengi og tóbak um 10%.
Sömuleiðis mun bifreiðagjald hækka
um 10%, olíugjald um 3% og bensín-
gjald um 4%.
Helsta breytingin er þó sú að virð-
isaukaskattur mun um áramótin
hækka um eitt prósentustig, úr
24,5% í 25,5%. Þar með eiga Íslend-
ingar þann heiður að hafa hæsta
virðisaukaskatt heims, en í staðinn
var samþykkt að hætta við fyrirætl-
anir um milliskattþrep með 14%
vaski á veitingastarfsemi og sykr-
aðar vörur.
„Það var fallið frá því og í stað þess
er efra þrepið hækkað um hálft pró-
sent umfram það sem gert var ráð
fyrir áður,“ segir Indriði H. Þorláks-
son, aðstoðarmaður fjármálaráð-
herra. Hækkunin upp í 25,5% skilar
ögn lægri tekjum í ríkissjóð en þriðja
skattþrepið hefði gert, en við endur-
skoðun á tekjuáætlun var talið að
tekjurnar væru meiri en áætlað var
og breytir það því ekki heild-
arniðustöðum um hvað áætlað er að
náist inn að sögn Indriða.
Samtök verslunar og þjónustu
fagna því að fallið hafi verið frá hug-
mundum um nýtt virðisaukaskatt-
þrep. „Það var sama hvar borið var
niður í þessu, okkar sjónarmið var
alltaf að það bæri að falla frá [þrep-
inu] og sem betur fer var það gert
enda voru mjög sterk rök gegn því,“
segir Andrés Magnússon, fram-
kvæmdastjóri SVÞ. Hann er hins-
vegar þeirrar skoðunar að ráðlegra
hefði verið að hækka lægra þrepið,
sem er 7%, í stað þess hærra.
Þá segir Andrés það alveg ljóst að
þær breytingar sem verði á tekju-
skatti muni leiða til aukinnar skatt-
byrði einstaklinga og þar af leiðandi
minnki ráðstöfunartekjur almenn-
ings. „Fyrir atvinnugreinar eins og
verslunina hefur það augljóslega
mikil áhrif og er áhyggjuefni.“
SVÞ gjalda líka varhug við fjöl-
þrepaskattkerfinu sem samþykkt
var með lögum í gær og telja að með
því sé verið að eyðileggja stað-
greiðslukerfið. „Það sem við höfum
sérstakar áhyggjur af er að það er
verið að færa ábyrgðina á því að vera
í réttu skatthlutfalli af launagreið-
andanum yfir á launamanninn. 30.-
40.000 einstaklingar þiggi nú laun frá
fleiri en einum launagreiðenda. „Ég
er hræddur um að það verði freisting
hjá sumum að gefa upp lægra hlutfall
og síðan kemur bakreikningurinn
með uppgjörinu.“
Gjörbreytt skattkerfi
Virðisaukaskattur verður sá hæsti í heimi Fjölmörg opinber gjöld hækka
Ráðstöfunartekjur lækka Launþegi ábyrgur fyrir réttu skatthlutfalli
Aðeins eru sex vinnudagar, að Þor-
láksmessu og gamlársdegi með-
töldum, þar til hæsta þrep virð-
isaukaskattsins hækkar úr 24,5%
í 25,5% auk þess sem ýmsar
breytingar verða á öðrum gjöldum
og sköttum til ríkisins. Eydís Huld
Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri
hugbúnaðarfyrirtækisins Hug-
lausna, segir að fyrirtæki séu afar
misvel í stakk búin til að breyta
upplýsingum í tölvukerfum sínum.
Eydís Huld bendir m.a. á að
mörg fyrirtæki séu með afar um-
fangsmiklar vöruskrár. Ekki séu
þær í öllum tilvikum svo einfaldar
að hægt sé að breyta virðisauka-
skattþrepinu með einföldum
hætti. Oft séu kerfin þannig að
fara verður inn í þau og breyta
upplýsingum fyrir hverja og eina
vöru sem geti verið tímafrekt.
Hennar fyrirtæki er að smíða bók-
haldskerfi og þar er gert ráð fyrir
hærri virðisaukaskatti, eins og ný-
samþykkt lög gera ráð fyrir.
Einar Ingi Ágústsson, sölu- og
markaðsstjóri Kerfisþróunar, sem
selur viðskiptahugbúnaðinn
Stólpa, segir að fyrirtækið hafi
verið búið að gera ráð fyrir að
virðisaukaskattsþrepin yrðu þrjú,
þ.e. að 14% virðisaukaskattsþrepi
yrði bætt við. Nú væri búið að
samþykkja einfaldara kerfi.
„Breytingarnar koma seint en ég
hugsa að flest hugbúnaðarhúsin
hafi verið búin að undirbúa sig,“
segir hann. Það sé reyndar ekkert
nýtt við að breytingar á sköttum
komi seint fram.
Breytingar samþykktar seint en það er ekki nýtt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dýrara Hækkun leggst á flest.
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
GERT er ráð fyrir því að áfengi og
tóbak hækki í verði um næstu ára-
mót eftir að Alþingis samþykkti í
gær hærri álögur á þessar vöruteg-
undir.
ÁTVR hefur reiknað út hverjar
hækkanir verða um áramótin. Sam-
kvæmt þeim útreikningum mun al-
geng rauðvínsflaska hækka um
rúmar 100 krónur, eða 5,3%.
Þriggja lítra rauðvínskassi mun
hækka um 381 krónu, eða 7,8%,
hálfs lítra bjórdós um 19 krónur eða
5,7% og þriggja pela vodkaflaska
um 373 krónur eða 8,5%.
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, að-
stoðarforstjóri ÁTVR, segir að
þessir útreikningur geri ráð fyrir að
aðfangaverð frá birgjum verði
óbreytt, þ.e. einungis verði breyting
vegna áfengisgjalds og virð-
isaukaskatts.
ÁTVR kaupir áfengi frá inn-
lendum birgjum en í innkaupsverði
til ÁTVR eru áfengisgjöld innifalin.
„Við sjáum ekki heildarbreyt-
inguna fyrr en birgjar hafa tilkynnt
til okkar ný aðfangaverð sem verður
alveg á næstu dögum,“ segir Sigrún
Verð á áfengi hefur áður hækkað
tvívegis síðustu 12 mánuði. Fyrri
verðhækkunin var í desember í
fyrra þegar Alþingi samþykkti
12,5% hækkun á áfengisgjaldi.
Seinni hækkunin varð í maí sl. þeg-
ar Alþingi samþykkti 15% hækkun
á gjöldum á áfengi og tóbaki.
Kassi af rauðvíni mun
hækka um 381 krónu
Hækkanir á áfengi
Núverandi Nýtt Hækkun Hækkun
verð verð í kr. í %
Rauðvín
Magn: 750 ml Áfengi (%): 13,5% 1.898 1.999 101 5,3%
Rauðvín / kassavín
Magn: 3 ltr Áfengi (%): 13,5% 4.898 5.279 381 7,8%
Bjór
Magn: 500ml Áfengi (%): 5,0% 326 345 19 5,7%
Vodka
Magn: 700 ml Áfengi (%): 37,5% 4.394 4.767 373 8,5%
25,5%
Almennur virðisauka-
skattur eftir hækkun um
eitt prósentustig. Virðis-
aukaskattur á Íslandi er
þar með sá hæsti í heimi.
14%
Milliskattþrepið sem
leggja átti á sykraðar
vörur og veitinga-
starfsemi.
4%
Hækkun bensíngjalds um
2,50 kr. á hvern lítra.
3%
Hækkun olíugjalds um
1,65 kr. á hvern lítra.
10%
Hækkun bifreiðagjalds.
10%
Hækkun áfengis- og tób-
aksgjalds. Áætluð áhrif á
smásöluverð eru mest á
bjór en minnst á sterka
drykki.
12,5%
Rýrnun kaupmáttar launa
frá því í janúar 2008.