Morgunblaðið - 22.12.2009, Qupperneq 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
KOSTNAÐUR Reykjavíkurborgar
vegna afnota af Egilshöllinni, gervi-
grasvöllum norður af Egilshöll og af
Íþrótta- og sýningahöllinni í Laug-
ardal er samtals 430 milljónir á þessu
ári.
Leigan á Egilshöll er mun hærri
eða 265,2 milljónir á ári en leigan á
Laugardalshöll er um 164,4 milljónir.
Innifalið í þessum kostnaði er öll þjón-
usta, þrif, rafmagn, hiti, fast-
eignaskattar, viðhald og fleira.
Íþróttastarf var í hættu
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks og formaður íþrótta-
og tómstundaráðs, segist ekki viss um
að samningurinn um Egilshöll hafi
verið borginni hagstæður. „Ég held að
það hefði verið hagstæðara að byggja
Egilshöll og reka hana sjálf heldur en
að leigja með þessum hætti,“ segir
hann. Á þessum tíma, á árunum 2000-
2001, hafi R-listinn breytt stefnu
borgarinnar sem fram til þessa hafði
byggt sjálf og farið meira út í að leigja
byggingar af einkaaðilum. Meirihluti
D- og B-lista framlengdu í sumar
samning við eigendur Egilshallar en
Kjartan segir að borgin hafi í raun
ekki haft annan kost því ella hefði öllu
íþróttastarfi sem fram fer í höllinni
verið stefnt í stórhættu. Samning-
urinn var gerður til eins árs og því
þarf að semja að nýju í sumar.
Laugardalshöllin, bæði sú nýja og
gamla, eru í eigu félags í eigu Reykja-
víkurborgar og Samtaka iðnaðarins.
Kjartan segir að sá samningur, sem
einnig var gerður í tíð R-listans, sé
mun betri en samningurinn um Egils-
höllina.
Tónlistarhúsið versta dæmið
En þótt samningurinn um Egilshöll
sé slæmur segir Kjartan að versta
dæmið um slíkt sé þó samningurinn
um Tónlistar- og ráðstefnuhúsið.
Heildarskuldbinding Reykjavíkur og
ríkis vegna þess stefni nú í um 30
milljarða króna.
Samkvæmt upplýsingum frá
Íþrótta- og tómstundasviði borg-
arinnar koma um 4-5.000 manns á æf-
ingar og mót í Egilshöll í viku hverri
og 14 íþróttafélög fá þar aðstöðu.
Í fyrra komu 250.000 gestir í Laug-
ardalshöll, þar af 190.000 á íþrótta-
æfingar, sýningar og fundi, 12.000 á
íþróttaviðburði og 48.000 á tónleika.
Tæplega 20 íþróttafélög halda æfing-
ar í Höllinni.
Tvær hallir
kosta 430
milljónir á ári
Morgunblaðið/ÞÖK
Hált Skautamenn í Egilshöll hafa
um annað að hugsa en leiguna.
Hefði verið hagstæðara að byggja
UMSÓKNIR um úthlutun frá jólaaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar, Reykja-
víkurdeildar RKÍ og Mæðrastyrksnefndar, eru nú orðnar um 500 fleiri en í
fyrra og er áætlað að þær verði um 3.900 í ár. Ef miðað er við að meðal-
fjölskyldustærð sé 2,7 einstaklingar gæti úthlutun nú náð til yfir 10.000
einstaklinga eða um 3% þjóðarinnar. Í fréttatilkynningu segir m.a. að
miklu fleiri karlar en konur séu meðal umsækjenda.
Morgunblaðið/Ómar
3.900 SÆKJA UM AÐSTOÐ
Íþrótta- og tómstundasviði Reykjavík-
urborgar er ætlað að hagræða um
303 milljónir á næsta ári og á lang-
stærstur hlutinn að nást með því að
lækka ferðastyrki, hætta að verðbæta
húsaleigustyrki og hagræðingarkrafa
er gerð á þjónustusamninga, íþrótta-
sali, íþróttamannvirki og skóla. Þá
verða byggingastyrkir lækkaðir.
Frímann Ari Ferdinandsson, fram-
kvæmdastjóri Íþróttabandalags
Reykjavíkur, segir erfitt að segja til
um hvaða áhrif þessi hagræðing hafi
á íþróttafélögin í borginni. Í fyrra hafi
borgin hætt að verðbæta samninga
við íþróttafélögin, en í samningum
við félögin hafi verið kveðið á um
verðbætur. Skerðingin á næsta ári
leggist ofan á þau áhrif sem verð-
bólgan hafi. Íþróttafélögin verði að
sníða sér stakk eftir vexti. Einhver
félög hafi skorið niður launakostn-
að. Félögin reyni eftir mætti að
halda í horfinu varðandi barna- og
unglingastarf. Mjög hafi dregið úr
framlögum til afreksflokka og laun
leikmanna lækkuð. „Það er allt
gert til að halda áfram sömu starf-
seminni. Auðvitað munar mikið
um þetta,“ segir hann.
ÍTR er ætlað að hagræða um 303 milljónirGEORG JENSEN DAMASK
Àrmùla 10 108 REYKJAVIK Sími 5 68 99 50
www.duxiana.is
www.damask.dk
SJÓSUNDSFÉLAG sem verið er
að stofna í Reykjavík vill lagfæra
og byggja áfram upp aðstöðuna í
Nauthólsvík. Framtíðarmarkmiðið
er að byggja þar upp alþjóðlega
sjósunds- og sjóbaðsaðstöðu.
Mikil aukning hefur verið í sjó-
sundinu undanfarin tvö ár. Nokkur
hundruð manns stunda sjósund
reglulega í Nauthólsvík yfir vet-
urinn. Mjög hefur fjölgað í hópnum.
Skráðir gestir í vetrarsjósundi voru
3.300 á síðasta ári en nú er útlit fyr-
ir að um tólf þúsund verði í ár. Al-
mennir gestir Ylstrandarinnar sem
þangað koma til að njóta veðurblíð-
unnar og umhverfissins á sumrin
eru ekki taldir með.
Aðstaða í þjónustumiðstöðinni
„Þessi mikla aukning hefur gert
það að verkum að aðstaðan er að
springa utan af okkur. Svo finnst
okkur tími til kominn að setja eitt-
hvert andlit á hópinn,“ segir Árni
Þór Árnason sem unnið hefur að
undirbúningi Sjósunds- og sjóbaðs-
félags Reykjavíkur. Stofnfundur
félagsins verður haldinn á Rúbín í
Keiluhöllinni á nýársdag, þegar
menn hafa lokið við að þreyta hið
víðfræga Nýárssund.
Heiti potturinn í Nauthólsvík er
þétt setinn þá daga sem opið er yf-
ir veturinn. Árni segir að áhugi sé
á því að stækka pottinn eða útbúa
annan. Þá þurfi að bæta búnings-
aðstöðu. Það megi gera í ónýttri
aðstöðu í þjónustumiðstöðinni. Þar
væri einnig upplagt að koma upp
gufubaði að finnskri fyrirmynd.
„Draumurinn er að gera þarna
virkilega flotta aðstöðu til fram-
tíðar,“ segir Árni Þór og vísar til
hugmynda sem hafa komið upp um
að dýpka sjóinn við enda grjót-
garðsins og koma þar upp betri að-
stöðu til sjósunds. helgi@mbl.is
Nýr pottur og gufubað á óskalista
Sjósunds- og sjóbaðsfélag Reykjavíkur vill koma upp alþjóðlegri sjósundsaðstöðu í Nauthólsvík
Morgunblaðið/Ómar
Heilsurækt Þátttaka í vetrarsjósundinu í Nauthólsvík hefur margfaldast.
ÍBÚAR í Húna-
þingi vestra og
Bæjarhreppi sem
keyptu stofnfé í
Sparisjóði Húna-
þings og Stranda
fyrir sameiningu
við Sparisjóðinn í
Keflavík hafa fengið frest fram í
maí til að greiða lán sem tekin voru
í Landsbankanum og átti að greiða
eða endurfjármagna í þessum mán-
uði. Verða lánin þá á gjalddaga á
svipuðum tíma og lán Sparisjóðsins
í Keflavík sem fjármagnaði hinn
hluta stofnfjárkaupanna.
Talið er að um fimmta hvert
heimili í Húnaþingi vestra og Bæj-
arhreppi standi frammi fyrir alvar-
legum fjárhagsvanda eða persónu-
legu gjaldþroti vegna kaupa á
stofnfjárbréfum þar sem skuldirnar
hafa hækkað en bréfin orðið lítils
virði. Algengt er að einstaklingar
skuldi frá fimmtán og upp í 40
milljónir kr. og dæmi um að fjöl-
skyldur skuldi á annað hundrað
milljónir.
Stofnuð hafa verið Samtök stofn-
fjáreigenda í fyrrum Sparisjóði
Húnaþings og Stranda. Reimar
Marteinsson formaður segir að
reynt verði að ná samningum við
Sparisjóðinn í Keflavík um að koma
til móts við íbúana þannig að fólk
verði ekki gert eignalaust eða
gjaldþrota. helgi@mbl.is
Reynt að semja
um stofnfjárlánin
Fá frest á
greiðslu
fram í maí
UMFERÐARSLYSUM á höfuðborg-
arsvæðinu hefur fækkað mikið milli
ára, að sögn Kristjáns Óla Guðnason-
ar, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lög-
reglu höfuðborgarsvæðisins. Hann
segir að umferðarslysum á höfuðborg-
arsvæðinu fyrstu sjö mánuði ársins
hafi fækkað um 34% og sú þróun hafi
haldist áfram.
„Við erum mjög sáttir við það
hvernig umferðin hefur gengið á höf-
uðborgarsvæðinu núna síðasta árið,“
segir Kristján en bætir við: „Hins
vegar var þetta afleitleg helgi, bæði
þessi eftirför og svo banaslysið á
Hafnarfjarðarvegi sem var hörmu-
legt.“
Umferðaróhöpp sem rakin eru til
ölvunaraksturs það sem af er árinu
eru rúmlega 26% færri en á sama
tímabili í fyrra. Ef skoðuð eru þau til-
felli þar sem lögregla stöðvar öku-
mann vegna gruns um ölvun á fyrstu
tuttugu dögum desembermánaðar allt
aftur til ársins 2006 kemur þó í ljós að
þeim fjölgar um rétt rúm 17%.
Mikil fækkun
umferðarslysa
í höfuðborginni