Morgunblaðið - 22.12.2009, Qupperneq 14
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009
www.noatun.is
Opið til kl. 22.00 í kvöld
Allt fyrir
skötu-
veisluna
STELLU
RÚGBRAUÐ
KR./STK.
187
ORA, 630 G
JÓLASÍLD
KR./STK.
678
STÓRUVALLA
HAMSATÓLG
KR./STK.
335
SALTFISKS-
HNAKKASTYKKU
KR./KG
1798
F
ÚRFISKBOR
ÐI
ÚR
FISKBORÐI
ERSKIR
Í FISKI
FS
KÆST SKATA
KR./KG
1395
Morgunblaðið birtir fram til jóla
upplýsingar um einhverja þeirra
viðburða sem eru á dagskrá vítt
og breitt um landið.
2 dagar til jóla
Á aðfangadag
kl. 15 verður
haldin dönsk
hátíðarguðs-
þjónusta í
Dómkirkjunni
í Reykjavík.
Prestur er sr.
Þórhallur
Heimisson og
organisti Marteinn H. Friðriksson.
Danska sendiráðið á Íslandi hef-
ur veg og vanda af guðsþjónust-
unni. Danska jólaguðsþjónustan
hefur um langt árabil verið fjöl-
sótt. Hana sækja gjarnan Danir og
aðrir Norðurlandabúar hér á
landi, en einnig fjölmargir Íslend-
ingar sem eiga tengsl við Norð-
urlönd og þá Danmörku sér-
staklega. Allir eru hjartanlega
velkomnir.
Dönsk guðsþjónusta
á aðfangadag
Bókaforlagið SALKA og versl-
unir Eymundssonar stóðu fyrir
vettlingasöfnun fyrir mæðra-
styrksnefndir í haust. Viðbrögðin
létu ekki á sér standa og vettling-
arnir streymdu inn. Og enn eru
þeir að berast. Nýlega komu í
Sölku leikskólakennarar úr leik-
skólanum Reykjakoti í Mosfellsbæ
með alls 55 gullfalleg vett-
lingapör. Þeir höfðu hist utan
vinnutíma og prjónað fyrir söfn-
unina. Þá lögðu foreldrar nokk-
urra leikskólabarna þeim lið við
prjónaskapinn.
Enn eru að berast
fallegir vettlingar
Orkuveita Reykjavíkur hefur að
vanda verulegan viðbúnað til þess
að tryggja góða þjónustu við við-
skiptavini um jólin.
Vakt er á Varðstofu Orkuveit-
unnar allan sólarhringinn alla daga
ársins, en um hátíðarnar er fjölgað
á vöktunum og fleiri í viðbragðs-
stöðu.
Á aðfangadag og fram á jólanótt
verður vakt í kerfisstjórn Orkuveit-
unnar og sjö viðbragðsteymi úti í
hverfum tilbúin að grípa inn í ef
eitthvað kemur upp á.
Teymin verða á Kjalarnesi og í
Mosfellsbæ, í Árbæjarhverfi, í
Kópavogi og Garðabæ, í Breiðholts-
hverfi, í Grafarvogi, í Vesturbæ og
á Seltjarnarnesi og í Sunda- og
Vogahverfi.
Þá eru bakvaktir um jólin fyrir
heitt og kalt vatn á athafnasvæði
Orkuveitunnar á Suðurlandi og
Vesturlandi og bakvaktir fyrir raf-
magn á Akranesi.
Sími á bilanavakt Orkuveitu
Reykjavíkur er 516 6200.
Morgunblaðið/ÞÖK
Fjölgað á vöktum
Orkuveitunnar
Eftir Albert Kemp
Fáskrúðsfjörður | Nemendur Grunn-
skóla Fáskrúðsfjarðar hafa frá því í
haust æft leiksýningu undir stjórn
Ástu Hlínar Magnúsdóttur, sem
jafnframt samdi verkið.
Ásta er tvítugur Fáskrúðsfirð-
ingur og lauk hún námi úr mennta-
skóla síðastliðið vor, en hefur starf-
að á heimaslóðum síðan. Leikritið
byggist á sögu frönsku sjómann-
anna og lífi þeirra.
Megintilgangur verksins er að
tengja nám og sögu byggðarinnar
á Fáskrúðsfirði við þá menningu
sem hér var á nítjándu öldinni. Upp
úr þessari vinnu spratt svo fram
leikritið, sem heitir Fagur fiskur úr
sjó.
Inn í sýninguna fléttast tónlist og
gamlar ljósmyndir frá því um 1910.
Nemendur fengu aðstoð við fram-
burð á frönskum orðum hjá frönsk-
um gestakennara sem starfað hef-
ur við skólann frá því í haust.
Að sýningunni koma tuttugu
nemendur auk starfsmanna grunn-
skólans og tónlistarskólans. Leik-
ritið er tilraun til að gera sögulær-
dóm skemmtilegan fyrir bæði
áhorfendur og leikara og að kynna
þá sögu sem tengd er Fáskrúðsfirði
og hefur skapað skemmtileg tengsl
við Frakkland.
Námið tengt
við menningu
Fáskrúðsfjarðar
Yfir hafið Verkið Fagur fiskur í sjó fjallar um líf frönsku sjómannanna sem
komu til veiða við Íslandsstrendur á skútum.
Morgunblaðið/Albert Kemp
Sögumaðurinn Í verkinu rifjar afi upp árin við Ísland með barnabörnunum.
Í HNOTSKURN
»Búnaður hins nýja salar ískólamiðstöðinni er vel
fallinn til leiksýninga.
»Valdimar Másson, skóla-stjóri tónlistarskólans, sá
um tónlist og ljósabúnað.
»Sagan gerist í Frakklandiárið 1970 þar sem gamall
sjómaður er að tala við barna-
börn sín um veru sína á
franskri skútu við Ísland.
»Verkið er frumraun ÁstuHlínar, en hún vann verkið
í sjálfboðavinnu.
Tvítug stúlka samdi leikverk og leikstýrði
LÖGREGLUMÖNNUM sem lokið
hafa lögregluskólanum og eru við
störf á höfuðborgarsvæðinu hefur
ekki fækkað frá því embættin á
svæðinu voru sameinuð árið 2007. Á
hinn bóginn verður enginn lögregl-
unemi við störf á næsta ári og því er
heildarmannafli liðsins minni.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á
höfuðborgarsvæðinu, segir að auð-
vitað muni um lögreglunemana. Á
hinn bóginn verði að líta til þess að
þeir hafi aðeins verið við störf hluta
ársins og séu ekki fullþjálfaðir. Sú
fækkun sem hafi orðið í liðinu sé
m.a. vegna þess að yfirmönnum
fækkar því ekki er ráðið í stöður
þeirra þegar þeir láta af störfum.
Á næsta ári fækki yfirmönnum um
fimm sem spari um 32 milljónir á
ársgrundvelli. Stefán segir að öll
hagræðing miði að því að viðhalda
grunnþjónustunni og það hafi tekist.
runarp@mbl.is
Fámennara lið en meiri menntun
Fækkar í lögregluliðinu þegar yfirmenn láta af störfum Á næsta ári verða
jafnmargir menntaðir lögreglumenn og árið 2007 en nemarnir eru horfnir á braut
Fjöldi lögreglumanna hjá LRH (lok árs)
2007 2008 2009 2010
(áætl.)
Alls lögreglumenn 347 333 315 304
Þar af nemar -36 -6 -12 0
Þar af fæðingarorlof -16 -6 -8 -9
Þar af veikindi -17 -4 -4 -4
Fullmenntaðir lögreglumenn að störfum 278 317 291 291