Morgunblaðið - 22.12.2009, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 22.12.2009, Qupperneq 20
20 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009 HEILDARKRÖFUR í þrotabú Milestone nema um 100 milljörðum króna, en á skiptafundi í gær var ekki tekin afstaða til þeirra krafna, sem borist hafa. Ástæðan er sú að enn er beðið eftir skýrslu frá Ernst og Young um fjárhagslega stöðu fé- lagsins. Þar til skýrslan er tilbúin verður því ekki tekin afstaða til krafna. Stærstu eignir Milestone voru Sjóvá, Askar Capital og Avent, en þær voru allar seldar til dótt- urfélags Milestone, Moderna. Skilanefnd Glitnis tók svo yfir allt hlutafé í Moderna fyrr á þessu ári og hefur þar með áðurnefnd félög á sinni könnu. Þegar hefur hluti eigna Moderna verið seldur. bjarni@mbl.is Milljarða kröfur Morgunblaðið/Jim Smart  Kröfur í Milestone um 100 milljarðar  Beðið eftir skýrslu Ernst og Young ● GENGI evrunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum er 7-8% of hátt skráð. Þetta kemur fram í skýrslu fram- kvæmdastjórnar ESB um evrusvæðið á þriðja ársfjórðungi. Fram kemur í skýrslunni að það gæti valdið hinum opnari hagkerfum evrusvæðisins mikl- um vandkvæðum ef gengið styrkist enn frekar. Evran hefur styrkst gagnvart Banda- ríkjadal frá því í mars en hinsvegar hef- ur hægt á þeirri þróun vegna ótta fjár- festa um áhrif efnahagsástandsins á Grikklandi á evrusæðið. Evran ofmetin ÞETTA HELST ... ● JÓN Kr. Sólnes hefur látið af stjórnarstörfum fyrir Byr á meðan rannsókn á mál- efnum Exeter Holdings stendur yfir, en þar hefur hann fengið rétt- arstöðu grunaðs manns. Í frétta- tilkynningu segist Jón telja sig hafa hreinan skjöld í málinu. „Tildrög þeirrar stöðu sem nú er komin upp eru þau að hinn 19. desem- ber 2008 var ég kallaður inn á stjórn- arfund í Byr sparisjóði sem varamaður. Á fundinum voru meðal annars til um- fjöllunar málefni Exeter Holdings (Tæknisetur Arkea) þar sem samþykkt var að framlengja yfirdráttarlán félags- ins, sem sagt var í eigu MP fjárfesting- arbanka og lánamörk hækkuð til þess að mæta vaxtagreiðslum. Í umræðum kom skýrt fram að ekki væri ætlunin að nýta þennan reikning í bráð en atburða- rás næstu vikna leiddi í ljós að við það var ekki staðið,“ segir Jón m.a. í til- kynningunni. ivarpall@mbl.is Jón lætur af stjórn- arstörfum fyrir Byr Jón Kr. Sólnes ● TÍTAN fjárfestingafélag, Hilmar Gunnarsson og Bru II Venture Capital Fund hafa í sameiningu keypt meiri- hluta hlutafjár í tölvuteiknimyndafyr- irtækinu CAOZ, sem nú vinnur að fram- leiðslu tölvuteiknimyndarinnar Þór – í Heljargreipum. „Auk þess að fjárfesta í félaginu leggja fjárfestarnir til hluta af verkefnafjármögnun myndarinnar, sem er nú fjármögnuð að fullu. Heild- arverðmæti samnings þessa nemur um 300 milljónum króna. Fram- leiðslukostnaður myndarinnar um Þór er um 7,2 milljónir evra eða sem nemur um 1,3 milljörðum króna miðað við nú- verandi gengi og er Þór því stærsta kvikmyndaverkefni sem ráðist hefur verið í hérlendis til þessa,“ segir enn- fremur í fréttinni. ivarpall@mbl.is Kaupa í CAOZ Í tekjutillögum fjármálaráðu- neytis fyrir þetta ár var gert ráð fyrir því að Arion banki greiddi ríkinu 6,5 millj- arða króna í arð en Ríkisendur- skoðun taldi það fyrirkomulag ekki ganga upp. Var ætlunin að ríkið myndi strax lána umrædda 6,5 milljarða aftur til bankans í formi víkjandi láns. Fyrsti minnihluti fjárlaganefnd- ar gagnrýndi þessi áform ráðu- neytisins, m.a. á þeim forsendum að ákvörðun um arðgreiðslu þyrfti að taka á aðalfundi bank- ans eftir lok reikningsárs og því væri ekki hægt að skuldbinda verðandi eigendur með þessum hætti. Kemur þetta fram í nefnd- aráliti fyrsta minnihluta nefnd- arinnar, sem samanstendur af þeim Kristjáni Þór Júlíussyni, Ás- birni Óttarssyni, Ólöfu Nordal og Höskuldi Þórhallssyni. Þá taldi minnihlutinn að ekki lægju fyrir upplýsingar sem stað- festu að rekstrarafkoma Arion á árinu leyfði arðgreiðslu sem þessa. Taldi minnihlutinn áform um greiðslu arðsins óljós og lítt rök- studd. Það að ekki komi til arðgreiðsl- unnar þýðir að tekjur ríkissjóðs á þessu ári lækka sem nemur 6,5 milljörðum og vaxtagjöld sömu- leiðis. bjarni@mbl.is Arðgreiðsla frá Arion gengur ekki upp Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is SEÐLABANKI Íslands horfir meðal annars til þess að selja lífeyrissjóðum ríkistryggð skuldabréf í skiptum fyr- ir erlendan gjald- eyri eftir að sam- komulag við Seðlabanka Evr- ópu í Lúxemborg (ECB) næst. Þetta segir Gylfi Magnússon við- skiptaráðherra í samtali við Morg- unblaðið. Um er að ræða skuldabréf sem ECB á veð í eftir endurhverf við- skipti við hinn fallna Landsbanka. Ekki hefur verið gengið að veðunum, en nú hyggst Seðlabanki Íslands hafa milligöngu um að kaupa þessi bréf gegn greiðslu í evrum með útgáfu skuldabréfs. Þarna er því verið að skipta út ríkisskuldabréfum fyrir rík- isskuldabréf, nema að eftir skipt- inguna er skuld- binding Seðlabankans í erlendum gjald- eyri. Takist síðan að selja þetta til- tekna eignasafn í skiptum fyrir evr- ur, mun breyt- ingin fyrir ís- lenska ríkið verða sú að skuldbindingin vegna bréfanna í eignasafninu verður gagnvart inn- lendum aðilum. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins verður miðað við gengisskráningu Seðlabankans í samkomulagi sem snýr að færslu eignasafnsins til Íslands. Veðin verðmætari en krafan „Miðað við eðlilegt gengi krónu gagnvart evru heldur ECB á veðum sem eru talsvert verðmætari en krafan sem hann hefur á hendur Landsbankanum. Vandi ECB er að þetta er eign í krónum sem er í sjálfu sér ágætt en til langs tíma vill bankinn vinna með evrur,“ segir Gylfi Magnússon í samtali við Morgunblaðið. „Jafnvel þó að ECB gengi að veðunum og hefði þessi bréf á sínum bókum, myndi það liggja yfir íslenska gjaldeyrismark- aðnum, þegar og ef höftunum verð- ur aflétt, að þá ætti eftir að leysa þetta vandamál. Betra er að vinna úr þessu strax.“ Ætla að selja fyrir evrur  Fyrirhugað að Seðlabanki Íslands kaupi ríkistryggð skuldabréf af ECB með út- gáfu evruskuldabréfs  Lífeyrissjóðir kaupi eignasafnið í skiptum fyrir evrur Fyrirhugað er að selja meðal ann- ars lífeyrissjóðum ríkistryggð skuldabréf í krónum í skiptum fyrir evrur, ef af samkomulagi Seðlabanka Íslands við evrópsk peningamálayfirvöld verður. Gylfi Magnússon ● VÍSITALA kaupmáttar launa hækkaði um 0,7% í nóvember frá fyrri mánuði, að því er fram kemur í frétt frá Hag- stofu Íslands. Vísitalan, sem stendur í 105,2 stigum, hefur lækkað um 4,3% síðustu tólf mánuði. Launavísitala var 365,4 stig og hækkaði um 1,5% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 4,0%. Hækkunin nú er rakin til kjarasamninga en lágmarkstaxtar verkafólks og af- greiðslufólks í Alþýðusambandi Íslands hækkuðu um 6.750 krónur 1. nóv- ember. Á sama tíma hækkuðu lág- markskauptaxtar iðnaðarmanna og skrifstofufólks um 8.750 krónur. Þá kom almenn 3,5% launaþróunartrygg- ing til framkvæmda. ivarpall@mbl.is Laun hækkuðu í nóvembermánuði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.