Morgunblaðið - 22.12.2009, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.12.2009, Qupperneq 22
22 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009 Tilkynning til viðskiptavina Rúmfatalagersins Rúmfatalagerinn vill vekja athygli viðskiptavina sinna á því að NIKA kojur sem seldar voru í verslunum félagsins eru með of lágu öryggishliði sem þarf að lagfæra. Þeir viðskiptavinir sem hafa keypt þessa gerð af koju eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við starfsmenn Rúmfatalagersins í síma 510-7055, eða með því að koma við í verslunum okkar að Korputorgi eða Glerártorgi, til að fá nánari upplýsingar. Rúmfatalagerinn vill vekja athygli viðskiptavina sinna á því að ATLANTIS kojur sem seldar voru í verslunum félagsins eru með gölluðum festingum sem þarf að lagfæra. Þeir viðskiptavinir sem hafa keypt þessa gerð af koju eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við starfsmenn Rúmfatalagersins í síma 510-7055, eða með því að koma við í verslunum okkar að Korputorgi eða Glerártorgi, til að fá nánari upplýsingar. TIL átaka kom milli lögreglumanna og mótmælenda eftir að klerkurinn Hoseyn Ali Montazeri var borinn til grafar í borginni Qom í Íran í gær. Fregnir hermdu að tugir þúsunda manna hefðu safnast saman á götunum til að fylgja Montazeri til grafar. Ekki var vitað hversu alvarleg átökin voru eða hversu margir tóku þátt í mót- mælum eftir útförina þar sem erlendum fréttamönnum var meinað að fylgjast með útförinni. Reuters ÁTÖK EFTIR ÚTFÖR MONTAZERIS Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ÍRANSKI klerkurinn Hoseyn Ali Montazeri, sem var borinn til grafar í gær, var einn af áhrifamestu mönn- unum í sögu Írans eftir íslömsku byltinguna árið 1979 og virtasti and- ófsmaðurinn úr röðum íranskra klerka. Hann hafði verið tilnefndur arftaki Ruhollah Kkomeinis erki- klerks sem æðsti leiðtogi Írans áður en hann féll í ónáð skömmu áður en erkiklerkurinn lést árið 1989. Montazeri, sem var 87 ára þegar hann lést á laugardag, var einn af helstu höfundum stjórnarskrár ísl- amska lýðveldisins og var formlega tilnefndur eftirmaður Khomeinis 1985. Samband þeirra tók þó að versna síðar þegar andstæðingar Montazeris litu á hugmyndir hans um þróun íslamska lýðveldisins sem gagnrýni á Khomeini. Montazeri hvatti m.a. til þess að stjórn- málaflokkar yrðu heimilaðir með ströngum skilyrðum og að fram færi opinská umræða um það sem miður hefði farið í stjórnmálum landsins eftir byltinguna. Khomeini var lítt hrifinn af þessum hugmyndum en það sem réð úrslitum var gagnrýni Montazeris á klerkastjórnina fyrir að taka þúsundir pólitískra fanga af lífi í júlí 1988 þegar stríðinu við Írak var að ljúka. Seinna gagnrýndi Montazeri trúarlega tilskipun erki- klerksins, svonefnda „fatwa“, þess efnis að rithöfundurinn Salman Rushdie skyldi teljast réttdræpur vegna skrifa hans um Múhameð spá- mann í bókinni „Söngvar satans“. Í stofufangelsi í hálft sjötta ár Khomeini reiddist þessari gagn- rýni og lýsti því yfir í mars 1989 að Montazeri hefði sagt af sér. Þegar Khomeini dó í júní sama ár varð Ali Khamenei fyrir valinu sem æðsti leiðtogi klerkastjórnarinnar í Íran. Montazeri naut þó alltaf mikillar virðingar í landinu og fylgismenn hans hafa dregið í efa að Khamenei sé verðugur þess að vera æðsti trúarleiðtogi sjíta. Deilur Khameneis og Montazeris náðu hámarki í október 1997 þegar Montazeri var dæmdur í stofufang- elsi fyrir að gagnrýna mikil völd æðsta leiðtogans. Hann var í stofu- fangelsi í hálft sjötta ár, eða þar til í janúar 2003, þegar hann var 81 árs. Talið var að klerkastjórnin hefði lát- ið hann lausan af ótta við að götu- mótmæli blossuðu upp ef hann bæri beinin í stofufangelsi. Átti að verða eftir- maður Khomeinis  Montazeri var virtasti andófsmaðurinn úr röðum klerka í Íran  Var um tíma þekktasti pólitíski fangi landsins Reuters Andófsmaður Montazeri árið 2003 þegar hann losnaði úr stofufangelsi. Í HNOTSKURN » Montazeri hafði lengigagnrýnt mikil völd æðsta leiðtoga landsins og beitt sér fyrir breytingum á stjórn- arskránni til að minnka þau. » Klerkurinn gagnrýndi oftstefnu Mahmouds Ahmad- inejads forseta, meðal annars framgöngu hans í deilunni við Vesturlönd um kjarnorku- áætlun Írana. » Montazeri hélt því framað yfir 30.000 pólitískir fangar hefðu verið teknir af lífi í Íran í júlí 1988. lögur hans um breytingar á heilbrigðiskerf- inu verði að veruleika en þær miða að því að tryggja að allir njóti lágmarkstrygginga, eins og reglan er í Vestur-Evrópu. Nú eru um 30 milljónir Bandaríkjamanna án allra sjúkra- trygginga. Hljóti hugmyndirnar brautargengi þarf að samræma þær svipuðum tillögum sem þegar hafa verið samþykktar í fulltrúadeildinni. Gæti það tekið nokkurn tíma en gera þurfti margvíslegar málamiðlanir áður en meiri- hluti náðist í fulltrúadeildinni. kjon@mbl.is BARACK Obama Bandaríkjaforseti vann mikilvægan áfangasigur í öldungadeild þings- ins snemma í gærmorgun þegar samþykkt var með 60 atkvæðum gegn 40 að ljúka um- ræðum um heilbrigðistillögur stjórnarinnar. Eykur það líkurnar á að tillögurnar verði bornar undir atkvæði fyrir jól. Repúblikanar óttast að með tillögunum sé verið að þenja út ríkisumsvif í anda sósíalisma og höfðu sumir hótað að beita málþófi en þeirri hótun virðist nú hafa verið hrundið. Obama hefur lagt geysilega áherslu á að til- Tillögur Obama þokast áfram Talið að atkvæðagreiðsla um heilbrigðistillögur forsetans geti farið fram fyrir jól í öldungadeildinni Barack Obama Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is HART er nú deilt á forsætisráð- herra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen, og ráðgjafa hans vegna frammi- stöðu hans á lofts- lagsráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna. Er ráð- herrann einkum sakaður um að hafa verið illa undirbú- inn en einnig er hann sagður hafa gengið erinda Bandaríkjamanna. Rasmussen tók við stjórninni af Connie Hedegaard, fráfarandi lofts- lagsmálaráðherra, síðustu daga ráð- stefnunnar, að sögn vegna þess að við hæfi þótti að stjórnmálaleiðtogi væri í forsæti þegar yfir hundrað leiðtogar komu saman í Kaupmannahöfn undir lokin til að reyna að leysa hnútinn. En ljóst var að Rasmussen ruglaðist Gagnrýna Rasmussen Danski forsætisráðherrann sagður hafa staðið sig illa á loftslagsráðstefnunni stundum í ríminu og var ekki nógu vel að sér um verklagsreglur á fundunum. Ljóst er að útspil Dana sem gekk út á að ná fram lausn á deilunum um sam- drátt í koldíoxíðslosun þar sem ekki var minnst á Kyoto-bókunina frá 1997 [sem Bandaríkin eiga ekki aðild að] misheppnaðist. Fóru tillögurnar illa í talsmenn margra þróunarríkja sem fannst Danir hugsa aðallega um hags- muni ríkra þjóða. Svefnlaus og þreyttur Ráðherrann varði sig í sjónvarpsvið- tölum, viðurkenndi að hann hefði stundum verið afar þreyttur enda ekki náð að sofa nema fimm stundir síðustu þrjá sólarhringana. Og sagðist hefðu fengið betri einkunn ef hann hefði ver- ið hlýlegri við Stanislaus Lumumba, sendiherra Súdans hjá SÞ, sem var harðskeyttur aðalfulltrúi þjóðar sinnar í viðræðunum. En margir álíta að Lumumba hafi með óbilgirni sinni í reynd verið að reka erindi Kínverja sem eiga geysimikil viðskipti við Súd- ana. Lars Løkke Rasmussen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.