Morgunblaðið - 22.12.2009, Side 29

Morgunblaðið - 22.12.2009, Side 29
ÞAÐ ER sjálfsagt ekki ofsögum sagt að þjóðin hafi verið alger- lega niðurlægð í yfir- standandi bankahruni. Engu er líkara en að aðdragandinn sé ára- tuga langur. Um þetta er fjallað í nýlegri bók Rogers Boyes blaða- manns en bókin er gef- in út af Bloomsbury ISBN13: 9781408802335. Útlendingi tekst ekki að næla sér í öll smáatriðin en heildarfrasinn er ef til vill hvort sem er það sem er merkilegt. Höfundurinn rekur í nokkuð ítar- legu máli hvernig íslensku samfélagi hefur verið nauðgað í gegnum tíðina af fámennri klíku og er mjög merki- legt hvernig honum tekst að rata áfram í þessum texta. Nokkurn veginn í sama streng tek- ur Njörður P. Njarðvík í grein sinni Hrunið í Fréttablaðinu 26. október 2009 nema að Njörður sem Íslend- ingur hefur meira á hreinu ýmis smá- atriði sem breyta þó ekki sögunni neitt sem skiptir máli. Þessi 30-40 ára kafli í íslenskri sögu er eiginlega aðdragandi fjármála- hrunsins og endaði í algeru mannlegu og fjárhagslegu hruni sem enn stend- ur yfir. Það gengur nefnilega ekkert að moka flórinn. Ennþá situr í stofnunum og úti um allt stjórnkerfið fólk sem var ráðið inn í kerfið af mjög þröngri hagsmuna- klíku og þó að þessir einstaklingar hafi ekki beint á sinni könnu að hafa orsakað hrunið eru tengsl þessa fólks við hrunamennina svo mikil að það getur ekki hugsað sér að leiðrétta neitt eða leggja hönd á plóginn við að koma hlutunum aftur í lag. Við sitjum því í sömu súpunni ennþá núna ári eftir að fjármálahrunið átti sér stað. Mannlega hrunið er enn í gangi og ekki farið að leggja nein drög að endurreisn íslenska stjórnkerfisins sem hefur vaðið í spillingu um ára- tugi samkvæmt bók Boyes og grein Njarðar P. Njarð- vík. Alþingismenn hafa rök- stutt fyrir okkur sem höf- um horft á þessa niðurlægingu, hvers vegna þurfi að afskrifa allar skuldir þeirra sem töpuðu fjármunum með glæfraspili í peningabólunni en þeir eru í hópi fallinna í hinu mannlega hruni og geta ekki hugsað rökrétt. Engar eignir útrásarvíkinga hafa verið kyrrsettar og enginn af þeim hefur enn verið sóttur til saka. Þvert á móti eru þeir í alvarlegum samræðum við íslenska ríkisbankakerfið um að endurfjármagna sig með nýju fjár- magni svo þeir geti haldið áfram á sömu braut. Gömlu skuldirnar afskrif- aðar og ný lán lögð fram af ríkinu. Ekki er minnst orði á að þeir sem græddu á peningabólunni eigi að skila peningum eða eignum inn í ríkissjóð á móti skuldum sem á að afskrifa hjá þessum hópi fólks og koma skuldum þeirra yfir á hina sem ekki tóku þátt í þessu með því, eins og félagsmálaráð- herra hefur greint frá mjög skilmerki- lega, að taka af öllum almenningi allar eignir umfram það að fólk hafi „hóf- legt“ húsnæði og einn bíl. Allt annað á að hirða og ef fólk hefur peninga umfram áætlun Ráðgjaf- arstofu heimilanna þá á að taka þá peninga líka. Til viðbótar þessari niðurlægingu á íslenskum stjórnmálum og stjórnkerf- inu í heild þurfa Íslendingar að glíma við uppgjör skulda svo sem Icesave- pakkann sem nú á að deila yfir alla þjóðina en ekki virðist koma til greina að raka saman fé af þeim sem græddu á bólunni og nota það fé til að greiða fyrir Icesave-vandamálið. Hugsun hinna föllnu í hinu mann- lega hruni hefur ekkert breyst og þessi hópur er enn við stjórnvölinn og heldur áfram að þjarma að samfélag- inu sem nú horfir upp á allar eignir sínar brenna upp og allt sem fólk hef- ur unnið inn um ævina er hirt í þessu hruni og millifærslu eigna yfir til fárra útvalinna. Um 50% af verðmæti bankanna voru fjármagn sem þeir sjálfir lánuðu tengdum aðilum til að kaupa bréf í sjálfum bankanum gegn veði í bréf- unum. Ekkert utanaðkomandi fjár- magn. Þetta var að sjálfsögðu ekki í samræmi við lög um bankastarfssemi og því hefði tafarlaust átt að svipta bankanna leyfi til að stunda banka- rekstur. Þessi fyrirtæki voru því ekki bank- ar heldur svikamyllur sem þóttust vera bankar, eins konar glæpastarf- semi sem var undir verndarvæng ís- lenskra eftirlitsstofnana og stjórn- málamanna enda fjármögnuðu þessir sömu „bankar“ ómælt starfsemi þeirra stjórnmálamanna sem einka- væddu þá á sínum tíma. Bankarnir voru því í reynd einka- væddir eða tæknilega færðir yfir til stjórnmálamannanna í gegnum nána vini þeirra. Enn alvarlegra var að þessi þrír bankar voru svo tengdir að í reynd var um einn aðila að ræða og sem gerði það að verkum að íslenski hlutabréfamarkaðurinn var um 80% í höndum eins aðila, íslensku bank- anna sem voru 50% í eigu þeirra sjálfra. Það var sem sagt enginn hlutabréfamarkaður heldur svika- mylla. Þegar kom að uppgjöri og samn- ingum um Icesave-ruglið blasti það við að íslensku bankarnir voru glæpa- stofnanir og ég efast um að inni- stæðutryggingasjóður beri ábyrgð á slíkum fyrirtækum. Sjóðurinn bætir eingöngu tap vegna falls banka sem eru reknir samkvæmt lögum. Um var að ræða hryðjuverkaárás á íslenska fjármálalífið og Íslendinga í heild sem fellur ekki undir lög um innistæðu- tryggingar sem á bara við um fall banka sem var ekki tilfellið í þessu fjármálahruni á Íslandi. Þetta staðfestu Bretar með setn- ingu hryðjuverkalaganna. Fjármálahryðjuverk gegn íslensku þjóðinni Eftir Sigurð Sigurðsson » Icesave var og er hryðjuverkaárás á íslenska fjármálalífið og Íslendinga í heild sem var staðfest af Bretum með setningu hryðju- verkalaganna. Sigurður Sigurðsson Höfundur er cand. phil. byggingaverkfræðingur Umræðan 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009 Saga Capital Fjárfestingarbanki hf. | Sími 545 2600 | sagacapital. is Landsnet hf., kt. 580804-2410 hefur birt lýsingu, sem samanstendur af út- gefandalýsingu og verðbréfalýsingu, vegna skuldabréfa félagsins sem tekin verða til viðskipta á NASDAQ OMX Iceland hf. Skuldabréf að fjárhæð ISK 5.000.000.000 voru gefin út þann 22. október síðastliðinn en flokkurinn er opinn að stærð. Auðkenni flokksins á NASDAQ OMX Iceland hf. er LNET 09 1. Áætlað er að skuldabréf að fjárhæð ISK 5.000.000.000 verði tekin til viðskipta á NASDAQ OMX Iceland hf. þann 23. desember 2009. Skuldabréfin eru í ISK 10.000.000 nafnverðseiningum. Skuldabréfin eru verðtryggð með grunngildi vísitölu neysluverðs október mánaðar 2009 sem er 346,9 stig. Skuldabréfin eru jafngreiðslubréf til 25 ára með afborgana- og vaxtagreiðslum á sex mánaða fresti, í fyrsta sinn 15.04.2010 og með lokagjalddaga 15.04.2034. Skuldabréfin bera 5% fasta árlega vexti. Lýsinguna er hægt að nálgast á heimasíðu útgefanda www.landsnet.is eða á skrifstofu Landsnets hf., Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík í 12 mánuði frá dagsetningu tilkynningar þessarar. Umsjónaraðili með töku bréfanna til viðskipta á NASDAQ OMX Iceland hf. er Saga Capital Fjárfestingarbanki hf. Reykjavík, 22. desember 2009 Skráning skuldabréfa Birting lýsingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.