Morgunblaðið - 22.12.2009, Page 30

Morgunblaðið - 22.12.2009, Page 30
30 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009 ÉG BÝ í gjaldþrota sveitarfélagi og það er ekki góð tilfinning. Tilraunir Álftanes- hreyfingarinnar til að byggja upp glæsilegt sveitarfélag, sem væri stolt af sögu sinni, náttúru og menningu, brotlentu harkalega í hruninu með fyrr- greindum afleiðingum sem þjóðin hefur fylgst með í fjölmiðlum. Ég kaus Á-listann í síðustu sveitar- stjórnarkosningum, því að í fyrsta sinn eftir að ég flutti á Álftanes árið 1997 var í framboði listi sem hafði einhverjar hugsjónir og sýn á hvernig sveitarfélagið gæti þróast og blómstrað. Eftir hrunið á haustmánuðum 2008 blasti við skelfilegur fjár- hagsvandi sveitarfélagsins, þegar mestallt lausafé tapaðist. Meiri- hluti Álftaneshreyfingarinnar reri lífróður til að halda sveitarfé- laginu á floti. Í haust kom svo hvellurinn mikli og meirihlutinn féll, þegar Margrét Jónsdóttir söðlaði um og yfirgaf Álftanes- hreyfinguna og myndaði nýjan meirihluta með Sjálfstæðisfélag- inu. Fyrsta verk þeirra var hinn langþráði draumur Sjálfstæð- isfélagsins að reka Sigurð Magn- ússon úr stóli bæjarstjóra. Eftir það tók við ákaflega sérstakur tími í stjórnmálasögu Álftaness, því hinn nýi meirihluti hvarf hreinlega af yfirborðinu og hefur vart sést síðan. Þegar fólk stendur frammi fyrir því að missa aleiguna gerir það allt sem í þess valdi stendur, berst um á hæl og hnakka og leitar allra mögu- legra leiða til þess að koma í veg fyrir þrot. Hinn nýi meirihluti gerði ekkert, reyndi ekkert. Nýi sveitar- stjórinn hljóp sveittur á milli fjármálastofn- ana til þess að skrapa saman fé fyrir launagreiðslum, á meðan meirihlutinn hafði hægt um sig og gerði góðlátlegt gys að minnihlutanum fyrir að vera enn að berjast fyrir leiðréttingu á út- hlutun jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og vera yfirleitt enn að reyna að koma sveitarfélaginu til hjálpar. Meirihlutinn leiddi einnig hjá sér umleitan PrimaCare að lóð fyrir einkasjúkrahús, sem hefði getað fært sveitarfélaginu millj- ónatekjur. Þegar hin svarta skýrsla Eftirlitsnefndar með fjár- málum sveitarfélaganna, EMFS, barst fór meirihlutinn með hana líkt og hún væri kosningaplagg frá honum sjálfum. Nákvæmlega eng- ar athugasemdir voru gerðar við þessa skýrslu og engar tilraunir gerðar til að leiðrétta rangtúlkanir eða uppspuna í fjölmiðlum. Eng- inn áhugi var á því að koma íbúum sveitarfélagsins til varnar. Allar hugmyndir um niðurskurð sem birtust í skýrslunni, um lokun tón- listarskólans og niðurskurð í grunnskólanum, voru notaðar til að magna upp reiði gagnvart nú- verandi minnihluta. Athugasemdir fulltrúa minnihlutans voru dæmd- ar léttvægar, útúrsnúningar eða hreinar lygar. Allt var gert til þess að mála myndina af ástand- inu sem dekksta fyrir íbúafundinn sem haldinn var 17. desember sl. Ástæðan fyrir þessum kaldhæðn- islega leikþætti meirihlutans er því miður nokkuð augljós. Það hefur lengi verið æðsti draumur margra sjálfstæð- ismanna að sameinast Garðabæ. Þeir hafa gert tvær tilraunir til að nálgast nágranna okkar, en íbúar Álftaness fellt tillöguna í bæði skiptin. Eftir að nýr meiri- hluti náði völdum og hörmulegt efnahagsástand sveitarfélagsins komst í hámæli sáu sameining- armenn hér nýtt tækifæri sem gat hreinlega ekki brugðist: Sveitarfélagið skyldi keyrt í þrot og eftir einhvern tíma í hreins- unareldinum yrði paradísarvistin í Garðabæ tryggð. Í það minnsta gullu við húrrahróp og ham- ingjustunur líkt og á trúar- samkomu þegar Garðabær var nefndur á nafn á áðurnefndum íbúafundi. Ég er einnig þess full- viss að þegar reynt verður að lokka Garðbæingana til þess að taka við sveitarfélaginu okkar verður rykið pússað af at- hugasemdum Álftaneshreyfing- arinnar þess efnis að skýrsla EMFS sýni kannski ekki alveg rétta mynd af skuldastöðu sveit- arfélagsins, skuldbindingarnar séu sennilega nær fjórum milljörðum en þeim 7,4 sem hentaði svo af- skaplega vel á íbúafundinum. Ég sjálfur er alls ekkert á móti sameiningu við annað sveitarfélag og held að flestir íbúar Álftaness hafi fyrir nokkru verið búnir að átta sig á að rekstur á þessu barnmarga samfélagi gengi ekki til frambúðar. Sameining við stærri einingu væri besti kost- urinn. Á sama tíma vilja flestir íbúanna fá að taka sjálfstæða ákvörðun um það hvort eigi að stefna að sameiningu og þá með hverjum, en vera ekki þvinguð til sambýlis við eitthvert af þeim ágætu sveitarfélögum sem eru hér í nágrenninu. Það er mjög líklegt að Álftaneshreyfingin hefði á end- anum siglt skútunni í strand líkt og nú er orðið staðreynd. Núver- andi meirihluti, sem stundum hef- ur verið kallaður kamikaze- meirihlutinn, rak hins vegar skip- perinn úr brúnni þar sem hann barðist við að halda skipinu frá svörtum klettaveggnum, stillti sér síðan stoltur upp í brúnni og gerði ekki nokkra tilraun til að afstýra hinu óumflýjanlega. Þessi hróp- andi þögn og áhugaleysi um fram- tíð sveitarfélagsins og íbúa þess var fyrir mér það sorglegasta við að sjá á eftir sveitarfélaginu mínu inn í myrkrið. Eftir Tryggva M. Baldvinsson » Athugasemdir full- trúa minnihlutans voru dæmdar léttvægar, útúrsnúningar eða hreinar lygar. Tryggvi M. Baldvinsson Höfundur er tónskáld á Álftanesi. Að sökkva sveitarfélagi Framundan eru dagar sem skipta miklu máli fyrir fjárhagslega undirstöðu björg- unarsveita í land- inu. Flug- eldasalan er hafin og hvet ég þig til að kaupa flugeldana af þeim. Vel þjálf- aðar og vel búnar björgunarsveitir eru okkur nauðsynlegar. Það gera hin miklu og fjölbreyttu öfl náttúr- unnar. Óvíða í heiminum þurfa íbú- ar að glíma við óveður, jarðskjálfta, eldgos, snjóflóð, sjó- og vatnsflóð, jafnvel allt á sama árstíma. Ég, í mínu starfi, þarf mikið að leita til björgunarsveita til aðstoðar við landsmenn og eins fyrir hina er- lendu ferðamenn sem fara um landið og rata í vandræði. Þó svo að fjöldi verkefna sem þeir sinna rati í fjölmiðla þá eru mörg verk- efni sem aldrei koma fyrir almenn- ingssjónir. Það vitum við lög- reglumenn því oft á tíðum er um að ræða öryggisviðbúnað, þ.e. björg- unarsveitir eru ræstar út til örygg- is en síðan afturkallaðar. Eins er um verkefni þar sem harmleikur hefur átt sér stað, sem ekki er fjallað um í fjölmiðlum. Allt eru þetta verkefni er snerta ein- staklinga, fjölskyldur, vinahópa. Enginn dagur er undanskilinn þeg- ar leita þarf aðstoðar. Mér er það minnisstætt þegar ég þurfti að kalla eftir aðstoð tuga eða hundraða björgunarsveitarmanna á aðfangadagskvöld. Á sama tíma og landsmenn voru að taka upp jóla- gjafir var mikill fjöldi björgunar- sveitamanna að leita að einstaklingi sem hafði farið út í óveður, í ölæði, og fáklæddur. Það mátti ekki miklu muna að illa færi en það endaði farsællega, þökk sé björg- unarsveitum. Þær hafa einnig verið til staðar á hálendi landsins, ferða- mönnum til aðstoðar, yfir sum- artímann. Björgunarsveitirnar þurfa að sinna mann- og tímafrek- um verkefnum og þó svo að nánast allt starf sé unnið í sjálfboðavinnu er ljóst að mikill kostnaður hlýst af. Þeir forðast þá umræðu hvað hver leit kostar, þeir eru bara boðnir og búnir að bregðast við. Við, lögreglan, um land allt njótum starfskrafta og reynslu björgunar- sveita í æ ríkara mæli. Við erum fagmenn á okkar sviðum og þurf- um að vinna náið saman og treyst- um hver á annan. Við þurfum að leita í meira mæli eftir aðstoð þeirra vegna aðstoðarbeiðna borg- aranna þegar aðstæður eru slíkar að venjuleg farartæki komast ekki um. Þeir ganga til slíkra verka með bros á vör því slík verkefni, þar sem líf liggur kannski ekki við, eru ágætis æfing og þjálfun. Ein- staklingurinn leggur ekki bara fram tíma sinn í sjálfboðavinnu. Hann þarf að búa sig út með ákveðinn búnað og hver og einn leggur út fyrir slíkum búnaði. Það er því ekki bara blóð, sviti og tár sem hver og einn leggur fram, heldur einnig fjármunir. Þegar kemur svo að far- artækjum, sérhæfðum búnaði og rekstrarkostnaði er eðlilegt að hinn venjulegi björgunarsveitarmaður geti treyst á okkur, mig og þig. Við vitum ekki hvenær kemur að okkur að þurfa að treysta á þá. Um leið og ég hvet ykkur til að versla við björgunarsveitirnar þegar þið kaupið flugelda þá hvet ég ykkur einnig til að nota þá ykkur og öðr- um til skemmtunar og ánægju, ekki til að valda skaða eða skapa samfélaginu tjón með skemmd- arverkum Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri á fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra. Flugeldasala björgunarsveitanna Frá Guðmundi Fylkissyni Guðmundur Fylkisson – meira fyrir áskrifendur ÍS L E N S K A /S IA .I S /S A L 48 08 9 11 .0 9 Vááá, krakkar!! Andrés og Mikki og Jóakim og Gúffi og allir hinir koma með Disneyblaðinu um hverja einustu helgi! Nýtt blað fyrir börnin, DISNEYBLAÐIÐ, fylgir með Sunnudagsmogganum sem borinn er út með laugardagsblaði Morgunblaðsins. Myndasögur, leikir, þrautir og skemmtun. Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122 RÍKISSTJÓRNIN vill veita Björgólfi Thor Björgólfssyni sérstaka ríkisaðstoð að fjár- hæð um 250 milljónir króna. Fyrirtæki sem ætlar að reisa gagnaver á Suðurnesjum fær 670 milljóna króna eftirgjöf af sköttum og gjöldum. Novator, fyrirtæki Björgólfs, á þar 40%. Mér er fyrirmunað að sjá hvað maðurinn hefur unnið þjóð- félaginu til gagns sem rétt- lætir sérstakt framlag úr rík- issjóði til hans í viðurkenningarskyni. Ábyrgð- arleysi, óráðvendni, ófyr- irleitni og jafnvel sviksemi undanfarinna ára koma fram í þungum klyfjum sem verða lagðar á herðar almennings á næstu árum. Óumdeilanlega á Björgólfur Thor stóran þátt í þessari ógæfu. Hann á vissu- lega þann rétt að dómstólar og aðrir til þess fengnir aðilar meti ábyrgð hans og sekt. En ríkissjóður hefur engar skyld- ur við Björgólf, sérstaklega ekki að veita honum verðlaun fyrir að ávaxta fé sitt hér á landi. Nóg hefur hann fengið. Það kemur ekki til mála að veita eina krónu í umrætt verkefni með hann innan- borðs. Kristinn H. Gunnarsson Ekki eina krónu Höfundur er fv. þingmaður. BRÉF TIL BLAÐSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.