Morgunblaðið - 22.12.2009, Side 34
34 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009
✝ Magnús PéturGuðmundsson
pípulagningameistari
fæddist í Reykjavík 3.
ágúst 1946. Hann lést
11. desember sl. For-
eldrar hans voru
Fjóla Norðfjörð
Reimarsdóttir hús-
móðir, f. 24.3. 1915, d.
22.10. 1984, og Guð-
mundur Björgvin
Jónsson pípulagn-
ingameistari, f. 21.6.
1917, d. 2.9. 1996.
Systkini Magnúsar
eru: 1) sammæðra, Sverrir Kr.
Bjarnason, f. 1940, maki Sóley
Björk Ásgrímsdóttir. Þau eiga fjög-
ur börn og þrjú barnabörn. 2) Gunn-
ar Eggert, f. 1945, maki Lisbeth
Glittum, þau eiga tvo syni. Fyrri
kona Gunnars (skilin) er Torild Joh-
ansen. Dætur þeirra eru tvær og
barnabörnin fjögur, öll búsett í Nor-
egi. 3) Kristinn Karl, f. 1951, maki
Þuríður Guðmundsdóttir. Saman
eiga þau tvær dætur og fyrir átti
Þuríður einn son. Af fyrra hjóna-
bandi með Oktavíu Guðmunds-
dóttur á Kristinn tvo syni og þrjú
barnabörn. 4) Kristín Jóna, f. 1952.
Með fyrrum eiginmanni, Helga
Björnssyni, á Kristín einn son og
dóttur sem lést 2007 frá ungum
syni. 5) Sigríður Jenny, f. 1956,
maki Ragnar Sigurðs-
son, þau eiga þrjá
syni.
Magnús kvæntist
Britt Fagén árið 1978.
Bjuggu þau í Svíþjóð.
Þau skildu árið 1982.
Þótt Magnús ætti
ekki börn, hændust
þau að honum, eink-
um systkinabörnin og
var það gagnkvæmt.
Magnús ólst upp í
miðbæ Reykjavíkur
og gekk í Miðbæjar-
skólann og í Hlíð-
ardalsskóla í Ölfusi. Hann fór nokk-
ur sumur í Vatnaskóg og var auk
þess kappsamur skáti. Hann byrjaði
sinn starfsferil sem sendill í verslun
Náttúrulækningafélagsins, en síðan
lá leið hans á sjó, þar sem hann var
m.a. háseti á skipum Eimskipa-
félagsins. Inn á milli vann hann svo
við pípulagnir með föður sínum.
Hann starfaði um tíma við byggingu
Búrfellsvirkjunar en 1969 lá leiðin
til Stokkhólms og síðar til Noregs.
Magnús fluttist síðan heim til Ís-
lands eftir rúmlega 20 ár á erlendri
grund. Hann lærði iðn sína í Svíþjóð
og stundaði hana til hinsta dags.
Útför Magnúsar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, þriðju-
daginn 22. desember 2009, og hefst
athöfnin kl. 13.
Elsku Maggi bróðir, ég vil þakka
fyrir allt, einkum fyrir að fá að
hafa þig hjá mér síðustu 6 mánuði
sem var bæði létt og ljúft þrátt fyr-
ir að við værum bæði döpur í
hjarta en við gátum sýnt hvort
öðru ást og umhyggju í orði og
verki og ég veit að þér var mjög
annt um mig.
Þú léttir mér lífið mikið og þessi
tími okkar saman gefur birtu sem
varir, þú varst mér ljúflingur.
Ég veit að þú saknaðir fólksins
þíns og hugsaðir hlýtt til allra. Þú
tókst mistökin öll á sjálfan þig en
eygðir ekki von um endurreisn,
sagðist gamall og lúinn og róðurinn
þungur.
Við Nelson söknum þín og ég
veit að margir aðrir gera það en ég
þakka Guði fyrir þig, elsku bróðir
minn.
Ég veit að Drottinn er þinn hirð-
ir og í hans húsi, þar sem ríkir
kærleiki, gleði, fyrirgefning og
friður, munt þú búa langa ævi með
ástvinum þínum.
Ég kveð þig með þessu broti úr
passíusálmum:
Gegnum Jesú helgast hjarta
í himininn upp ég líta má.
Guðs míns ástar birtu bjarta
bæði fæ ég að reyna og sjá.
Hryggðarmyrkrið sorgar svarta
sálu minni hverfur þá.
(Hallgrímur Pétursson.)
Þín systir,
Kristín Jóna (Stína.)
Þremur árum eftir að ég eign-
aðist Magga frænda tók pabbi
mynd af eldri bróður sínum í Sig-
öldu. Bræðurnir unnu langar tarnir
og þénuðu mánaðarlaun mömmu á
sólarhring. Í kjölfarið var hægt að
fjárfesta í eigin húsnæði og Maggi
ákvað að reisa hús handa ungri ís-
lenskri stúlku sem hann hafði
kynnst í Svíþjóð og bjó þar enn. Á
þeim tíma var hann mikið hjá okk-
ur á Eiríksgötunni. Maggi var álit-
legur maður, sjarmerandi, smart
klæddur og gladdi ófá kvenmanns-
augu. Væru menn hins vegar að
gefa ástkonu Magga auga var hann
ekki lengi að hjóla í þá. En áður en
húsið var fullklárað hafði stóra ást-
in í lífi hans kynnst öðrum manni.
Maggi fluttist aftur til Svíþjóðar og
mig rámar í fagran sumardag árið
1978 þegar hann og Britt héldu
brúðkaupsveislu í garði nokkrum í
Stokkhólmi. Maggi, sem gat ekki
sjálfur eignast börn, gekk fimm ára
syni hennar í föðurstað og var góð-
ur við hann eins og öll önnur börn
sem hann umgekkst. Hjónabandið
varði þó ekki lengi og þegar við
heimsóttum Magga í Malmö nokkr-
um árum síðar sagði hann mér þær
sorgarfréttir að hjónin á bak við
fyrstu plötuna sem ég eignaðast,
ABBA, væru líka skilin. Maggi
hughreysti mig með því að elda
makalausa rússneska rauðrófusúpu
og kenna mér að skjóta með tívol-
íriffli.
Og ég man eftir annarri heim-
sókn til Málmeyjar þegar pabbi var
að hjálpa Magga úr einhverju
klandri sem hann hafði komið sér í,
enda víngefinn. Eftir að við vorum
öll flutt aftur til Íslands og ég var
að íhuga að læra ljósmyndun gaf
Maggi mér atvinnumyndavél og sá
til þess að myrkraherbergið í Þing-
holtsstrætinu fengi vatnslögn. Á
þessum árum var afi farinn að eld-
ast nokkuð og ég man að Maggi var
mikið hjá honum. Einhvern tíma
fór svo sambandið hjá systkinunum
af ólíkum ástæðum í hnút og í kjöl-
farið hitti ég hann ekki í rúman
áratug. Það þurfti fjölskylduharm-
leik til þess að aftur gæfist tæki-
færi til að hitta Magga frænda. Ég
heyrði síðan aftur í honum símleið-
is í sumar þegar ég bauð honum að
koma að fagna nýjum frænda, en
fjölskylduflækjurnar voru sem fyrr
til staðar og Maggi lét því nægja að
senda gjöf.
Þegar mér varð fyrir skömmu
ljóst að eitthvað hefði komið fyrir í
föðurfjölskyldunni var undirmeð-
vitundinni strax hugsað til Magn-
úsar þótt ég hefði enga hugmynd
um það hvernig fyrir honum væri
komið, að hann væri búinn að missa
bæði atvinnu og húsnæði. Hann
hafði fengið húsaskjól hjá Stínu
frænku, sem hann hafði haldið sam-
bandi við, en virðist ekki hafa fund-
ið hjá sér kraft til að þrauka eftir
þeim degi þegar birta tekur á ný.
Það eina sem ég á nú eftir af
Magga frænda eru því minningarn-
ar góðu.
Davíð.
Mínar minningar frá samveru-
stund með þér eru aðallega byggð-
ar á ljósmyndum því við lékum okk-
ur víst mikið saman þegar ég var
bara smábarn. Barnsminnið er ein-
staklingsbundið en þó afar tak-
markað og því ekki við að búast að
ég muni mikið. En þessar stundir
voru í þínu minni ferskari og fékk
ég að heyra alls kyns sögur af okk-
ar leik og ferðalögum í fjölskyldu-
samkvæmum á seinni árum. En
þessi örfáu skipti sem ég hitti þig
eru mér minnisstæð.
Ég samdi lítið ljóð kvöldið sem
ég frétti af andláti þínu.
Minningarnar mæta vel
man ég um þig frændi
ei þó margar þær ég tel
barnsminnið þeim rændi
Hvíl í friði Maggi frændi
Ragnheiður Elísabet.
Magnús Pétur
Guðmundsson
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Ástkær frændi okkar,
VILHJÁLMUR KRISTINN SIGURÐSSON
fyrrv. póstvarðstjóri,
Lindargötu 57,
Reykjavík,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 16. desember.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
29. desember kl. 13.00.
Aðstandendur.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUÐLAUGUR EYJÓLFSSON,
Árskógum 8,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn
19. desember.
Útförin fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn
30. desember kl. 13.00.
Margrét S. Jónsdóttir,
Helga Eygló Guðlaugsdóttir, Reynir Garðarsson,
Jón S. Guðlaugsson, Þórkatla Þórisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
INGIBJÖRG VILHJÁLMSDÓTTIR,
síðast til heimilis
í Lækjarsmára 4,
Kópavogi,
lést föstudaginn 18. desember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Elías Pálsson,
Guðmundur Hafþór Þorvaldsson, Helga Margrét Gígja,
Vilhjálmur Birgir Þorvaldsson, Elínborg Ögmundsdóttir,
Sigríður Ragna Þorvaldsdóttir, Ólafur Árnason,
Sumarliði Þorvaldsson, Sigríður R. Helgadóttir,
Þorvaldur Hannes Þorvaldsson,
Ólafía Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Steinar Garðarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
KRISTRÚN JÓHANNA ÁSGEIRSDÓTTIR,
Hanna,
Kjarrhólma 22,
Kópavogi,
lést sunnudaginn 20. desember.
Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju þriðjudaginn 29. desember
kl. 13.00.
Guðný Ásgerður Sigurðardóttir,
Þorkell Jóhann Sigruðsson, Gróa Halldórsdóttir,
Hrönn Sigurðardóttir, Ægir Björgvinsson,
Brynja Sigurðardóttir,
Gunnar Sigurðsson, Guðrún Margrét Einarsdóttir,
Hörður Sigurðsson, Ingibjörg Jóhannesdóttir,
Sigurður Þór Sigurðsson, Sigrún Inga Magnúsdóttir,
Hallfríður Sigurðardóttir, Ómar Elíasson,
Elías Sigurðsson, Emilía Bergljót Ólafsdóttir,
Jóhanna Sigríður Sigurðardóttr, Finnur Einarsson,
Ásgeir Sigurðsson, Svala Steina Ásbjörnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
JÓN KRISTINN HANSEN
kennari,
Sóleyjarima 9,
Reykjavík,
lést á heimili sínu laugardaginn 19. desember.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn
30. desember kl. 11.00.
Ingibjörg Júlíusdóttir,
Kristín Jónsdóttir, Pálmi Erlendsson,
Hildur Jónsdóttir, Steindór S . Guðmundsson,
Gerður Jónsdóttir, Hannes Helgason
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma
okkar,
ÁSTA JÓNSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnudaginn
20. desember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Óskar Sigurðsson, Brynja Kristjánsson,
Hörður Sigurðsson, Svala Birgisdóttir,
Gunnar Sigurðsson, Anne-Marie Sigurðsson,
Marta Guðrún Sigurðardóttir, Magnús Sigsteinsson,
Jón Sigurðsson, Margrét Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HREFNA HERMANNSDÓTTIR,
Skálarhlíð,
Siglufirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar laugardaginn
19. desember.
Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn
2. janúar kl. 14.00.
Björn Jónasson, Ásdís Kjartansdóttir,
Guðrún Jónasdóttir,
Halldóra Jónasdóttir, Gunnar Trausti Guðbjörnsson,
Hermann Jónasson, Ingibjörg Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.