Morgunblaðið - 22.12.2009, Page 37
Minningar 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009
✝ Arnór Sigurðs-son fæddist í
Ystahúsinu í Hnífs-
dal 20. mars 1920.
Hann andaðist
sunnudaginn 13. des-
ember síðastliðinn.
Hann var sonur
hjónanna Elísabetar
Rósinkrönsu Jóns-
dóttur, f. 15.3.1881,
d. 5.5. 1930 og Sig-
urðar Guðmunds-
sonar, f. 9.7.1874, d.
4.10. 1955. Arnór
var 3 yngstur 11
systkina hvar af 9 náðu fullorð-
insaldri og er nú aðeins yngsti
bróðirinn, Tómas, f. 10.4. 1922,
eftir af systkinunum úr Ystahús-
inu. Hin systkinin voru Kristján
Guðmundur, f. 12.1. 1910, Sigríð-
ur Hanna, f. 13.12. 1910, Jón
Þorleifur, f. 10.4. 1912, Olga Sól-
veig Aðalbjörg, f. 3.6. 1913,
Kristjana, f. 6.3. 1915, Herdís
Þóra, f. 2.12. 1916 og Bjarni, f.
16.4. 1921. Í frumbernsku létust
þau Kristján Guðmundur (eldri)
og Elísabet Sigríður.
Arnór kvæntist árið 1944 Að-
alheiði Septínu Jóhannesdóttur
frá Hlíð í Álftafirði, f. 10.9. 1922,
15.10. 1959, sambýliskona Sigríð-
ur Kristjánsdóttir, f. 12.5. 1967,
dóttir þeirra er Guðrún Helga, f.
2006, og einnig eru hans börn
Linda Ósk, f. 1979, Arnór Heið-
ar, f. 1981 og Haraldur Björn, f.
1983.
Arnór og Aðalheiður hófu bú-
skap í Hnífsdal en fluttust síðan
til Siglufjarðar vorið 1946 og þar
bjuggu þau til 1964 er þau fluttu
í Borgarnes. Starfaði Arnór með-
al annars við húsvörslu í barna-
skólunum á þessum stöðum. 1969
fluttu þau síðan til Reykjavíkur
þar sem hann vann ýmis störf,
m.a. hjá Skeljungi og síðar við
næturvörslu í Samvinnubank-
anum og endaði starfsævi sína
sem gæslumaður bankahólfa þar
árið 1987. Aðalheiður lést 23.3.
1984 eftir erfið veikindi. Árið
1986 kynntist Arnór Ragnheiði
Stefánsdóttur, f. 6.10. 1926, ætt-
aðri úr Mjóafirði og hófu þau bú-
skap saman, fyrst í Sæviðarsundi
en síðar í Þórðarsveig 1 í
Reykjavík, allt þar til Arnór
veiktist í mars 2008 og dvaldi
eftir sjúkrahúsvist síðustu miss-
erin við góðan aðbúnað á Dval-
arheimilinu Felli við Skipholt í
Reykjavík.
Útför Arnórs fer fram frá Guð-
ríðarkirkju í Grafarholti í dag,
þriðjudaginn 22. desember, og
hefst athöfnin kl. 11.
d. 23.3. 1984. Börn
þeirra Arnórs og
Aðalheiðar eru: 1)
Guðmunda Guðný,
f. 13.9. 1945, gift
Birni Ástmunds-
syni, f. 23.10. 1945,
þau eiga 4 börn,
Ágústu og Arnór, f.
1968, Áslaugu, f.
1973 og Agnesi, f.
1979. Barnabörn
þeirra eru nú 9
talsins. 2) Jón Sæv-
ar, f. 5.8. 1947, d.
28.2. 1994. Jón var
kvæntur Berghildi Gísladóttur, f.
28.12. 1954, þau áttu 2 börn, Að-
alheiði, f. 1973 og Ragnar, f.
12.2. 1975, d. 10.2. 2002. Barna-
börn Jóns og Berghildar eru nú
4. 3) Sigmar Einar, f. 28.4. 1953,
d. 17.8. 1989. Sigmar var kvænt-
ur Heiðrúnu Aðalsteinsdóttur, f.
28.1. 1955, þau eignuðust 4 börn,
Daða Arnar, f. 1977, Dögg, f.
1980, Jóhannes Einar, f. 1982 og
Kjartan Inga, f. 1985. 4) Mál-
fríður Freyja, f. 3.7. 1958. Henn-
ar börn eru Daníel Adam, f.
1976, Guðmundur, f. 1981 og
Emma, f. 1989. Barnabörn Mál-
fríðar eru 4. 5) Sigurður, f.
Elsku fallegi afi minn.
Í kvöld birtist stjarna á himnum, hún
birtist þar undurskjótt
hún mun bera þar af með skínandi
geislum, hvíla svo vært og rótt
yfir okkur mun hún svo vaka, vernda
og blessa í senn
er ég vakna þá situr hún hjá mér, er ég
sofna hún situr þar enn.
Hún mér segir að vera ei döpur, því líf-
ið svo fagurt er
það er ómetanlegt og þegar því ljúki,
hún taki á móti mér.
Að eilífu mun hún skína, björt hún
tindrar nú
ég sakna þín, elsku afi og mundu, mín
fallega stjarna ert þú.
Þín dótturdóttir,
Emma Ævarsdóttir.
Elsku afi minn.
Nú hefur þú leikið síðasta lagið
þitt á munnhörpuna. Hluti af jóla-
haldinu var að líta til þín og óska þér
gleðilegra jóla og iðulega dróstu upp
munnhörpuna og spilaðir jólalög af
innlifun fyrir mig og barnabarna-
börnin. Nú er tónleikum þínum lok-
ið, en líkt og með góða tónleika þá
vill maður helst ekki að þeim ljúki.
Slík ósk er auðvitað helber heimtu-
frekja, því eðlilega verða menn lúnir
og það varstu orðinn, afi minn.
Ég þakka þér fyrir allar góðu sam-
verustundirnar okkar og fyrir að
veita mér þau forréttindi í lífinu að fá
að vera lítil afastelpa fram á miðjan
aldur. Fátt þótti mér betra en að
koma í heimsókn og halda í sólbrúna
og hlýja hönd þína, því þar gat mað-
ur verið viss um að þrátt fyrir örar
breytingar og firringu samfélagsins
þá breyttist ekkert hjá þér. Oft sát-
um við og rifjuðum upp gamla og
góða tíma. Þú mundir tímana tvenna
og ég fékk aldrei nóg af sögunum þar
sem ættfræðiþekking þín naut sín í
botn.
Fyrir tíu árum, þegar þú varðst
áttræður, áttum við saman gott
spjall um æviferil þinn sem ég tók
upp á spólu og hún er svo sannarlega
ómetanlegur fjársjóður í dag.
Ég þakka örlögunum fyrir að gefa
mér tíma og tækifæri til að umgang-
ast þig á þessum síðustu ævikvöldum
þínum og finn svo í hjarta mínu hvað
þeim tíma var vel varið.
Eftir að amma dó á níunda ára-
tugnum áttir þú mörg góð ár með
henni Ragnheiði þinni og slíkt ber að
þakka. Þótt erfitt sé þeim sem eftir
sitja, þá er himnaríkið nú þitt og ég
veit að það verða fagnaðarfundir
þegar þú hittir ástvini þína þar efra
eftir langan aðskilnað. Skilaðu
kveðju frá mér og ég hlakka til end-
urfunda þegar minn tími kemur.
Hvíl í friði, ljúfastur.
Ágústa Björnsdóttir.
Elsku afi.
Dagurinn, þegar ég sótti þig og við
fórum og rúntuðum niður Laugaveg-
inn og skoðuðum skemmtiferðaskip-
in og fengum okkur ís, það er dagur
sem fer beinustu leið í minningahólf-
ið merkt „uppáhalds“. Þú varst svo
mikið krútt afi, alltaf svo brúnn og
sætur og spilandi á munnhörpuna
þína.
Ég er svo glöð í hjartanu að hafa
getað knúsað þig og kysst og kvatt
þig almennilega á spítalanum síðasta
daginn. Það var samt miklu erfiðara
en ég hefði nokkurn tímann getað
ímyndað mér, en eins og Malla
frænka sagði: „Hugsaðu hvað afi var
glaður þegar þú sagðir honum að þú
ættir von á barni, og þegar þú sýndir
honum myndirnar af Hnúknum og
fleira … mundu hann þannig.“ Og
það er rétt hjá henni. Því þótt þú haf-
ir kannski ekki orðið var við mig þeg-
ar ég kom til þín á spítalann, þá veit
ég að við eigum saman margar ynd-
islegar minningar og ég vona svo
sannarlega að þú vitir hversu vænt
mér þykir um þig elsku afi.
Ég veit að þú varst tilbúinn til
þess að fara og að þín bíða endur-
fundir við ömmu Heiðu, Nonna,
Simma, Ragga frænda og aðra ætt-
ingja og vini, en samt er erfitt að
sleppa þér, eigingirnin ber alla rök-
hugsun ofurliði á svona tímum. Þrátt
fyrir það ætla ég að leyfa þér að fara
í friði og ró, en ég mun aldrei gleyma
þér.
Hvíldu í friði afi minn.
Agnes Björnsdóttir.
Elsku afi minn, nú er komið að
kveðjustund og þá minnist ég yndis-
legrar æsku sem ég átti á heimili
ykkar ömmu í Stigahlíðinni. Þar var
ætíð glatt á hjalla og ekkert var
skemmtilegra en þegar þú sast með
okkur barnabörnin á hnjánum að
spila á munnhörpuna og við að
syngja með.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Með kærri þökk fyrir allt, elsku afi
minn og mun ég geyma minninguna
um þig í hjarta mínu alla tíð.
Aðalheiður Jónsdóttir.
Með þessum fátæklegu orðum
langar mig að minnast tengdaföður
míns. Arnór var alltaf kallaður afi á
mínu heimili, jafnt af mér sem og
börnunum mínum. Hann var samt
ekki afi minn, heldur fyrrverandi
tengdapabbi.
Í mínum huga er afi bara fluttur
og í dag hefst nýtt líf hjá honum.
Nonni, Simmi, Raggi og amma
Heiða njóta samvista hans núna,
ásamt öllum þeim sem á undan eru
farnir. Það er líka mín trú að núna sé
gaman hjá afa, þarna hinum megin.
Hann var nefnilega ekki mikið fyrir
að vera lengi á sama stað og núna
getur hann aldeilis ferðast að vild,
frjáls og óháður.
Afi var mjög lifandi maður. Þegar
ég lít til baka, þá var hann alltaf að
fara eitthvað, gera eitthvað, nú eða
bara að leggja kapal við borðstofu-
borðið. Honum þótti ákaflega gaman
að dansa, ferðast um landið, að
ógleymdu bingóinu og öllum styttri
bíltúrunum. Hann naut þess í botn
þegar hann fékk að spila á munn-
hörpuna fyrir annað fólk, því ekki
leiddist honum þegar athyglin beind-
ist að honum.
Sigrún Baldvinsdóttir.
Arnór Sigurðsson
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför
G. FRÍMANNS HILMARSSONAR
frá Fremstagili,
Skógargötu 17b,
Sauðárkróki.
Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól.
Kolbrún J. Sigurjónsdóttir,
börn, tengdabörn, afa- og langafabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýju vegna andláts föður míns, tengda-
föður, afa og langafa,
JÓNS HANNESSONAR
rafvirkjameistara
frá Bíldudal,
síðast til heimilis að dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Grund.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Grundar fyrir góða umönnun, virðingu og
hlýju.
Björn Jónsson, Hallfríður Kristinsdóttir,
Hlynur Þór Björnsson, Jenny Björk Þorsteinsdóttir,
Kristín Birna Björnsdóttir, Ingi Björn Jónsson,
Margrét Ásdís Björnsdóttir
og langafabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát elskulegs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður, sonar, tengdasonar og afa,
AGNARS ÞÓRS HJARTAR,
Heiðargerði 23,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar
Landspítalans í Kópavogi.
Guð gefi ykkur gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Guðrún Anna Antonsdóttir,
Hörður Agnarsson,
Haukur Agnarsson, Kolbrún Benediktsdóttir,
Birna Björnsdóttir,
Anna Katrín Jónsdóttir
og barnabörn.
✝
Þökkum öllum þeim sem sýndu samúð og hlut-
tekningu við andlát og útför
FINNS KRISTINSSONAR,
Kambavaði 1,
sem lést föstudaginn 27. nóvember.
Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og farsælt
komandi ár.
Hörn Sigurðardóttir,
Ragnar Auðun Finnsson, Jóhanna Ragnarsdóttir,
Sigurður Kristinn Finnsson, Ragnheiður Torfadóttir,
Stefán Agnar Finnsson, Ingibjörg María Pálsdóttir,
Guðmundur Eggert Finnsson, Guðrún Þorvaldsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
✝
Alúðarþakkir til ykkar sem sýnduð okkur samúð og
hlýju við andlát og útför elskulegrar eiginkonu
minnar, dóttur, móður, tengdamóður og ömmu,
LAUFEYJAR EINARSDÓTTUR,
Kórsölum 1,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til Helga Sigurðssonar krabba-
meinslæknis og starfsfólks á deild 11-B Landspítala.
Hannes Ólafsson,
Sigríður Benediktsdóttir,
Hjalti Þór Hannesson, Kristín Guðmundsdóttir,
Ómar Örn Hannesson,
Sigríður Harpa Hannesdóttir, Halldór Freyr Sveinsson
og barnabörn.
✝
Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og
hlýju við andlát og útför okkar kæru
UNNAR ÓLAFAR ANDRÉSDÓTTUR
fyrrv. bónda,
Móum,
Kjalarnesi,
Espigerði 2,
sem lést á líknardeild Landspítala Landakoti
fimmtudaginn 3. desember.
Sérstakar þakkir til starfsfólks L5 fyrir hlýju og góða umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Andrés Svavarsson, Þóra Stephensen,
Teitur Gústafsson, Katrín Guðjónsdóttir.