Morgunblaðið - 22.12.2009, Síða 38

Morgunblaðið - 22.12.2009, Síða 38
38 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009 ✝ Gísli Sveinssonfæddist á Norður Fossi í Mýrdal 16. maí 1925. Hann lést í Landspítala í Foss- vogi 12. desember 2009. Foreldrar hans voru Sveinn Sveins- son bóndi, f. á Hörgs- landi á Síðu 5. desem- ber 1875, d. 14. janúar 1965, og Jó- hanna Sigurðardóttir f. á Breiðabólstað á Síðu 21. október 1879, d. 2. júní 1968. Framan af bjuggu þau að Ásum í Skaftártungu en fluttust svo að Norður Fossi í Mýr- dal árið 1923. Börn þeirra urðu 15 og komust 12 þeirra á legg sem eru nú öll látin; Sigursveinn, Gyðríður, Guðríður, Runólfur, Róshildur, Kjartan, Ingunn, Sveinn, Guð- mundur, Páll, Sigríður og Gísli sem nú er látinn. Gísli kvæntist 16. maí 1953 Unni Jónu Kristjánsdóttur ljósmóður, f. 23.10. 1926, d. 4.9. 1988, í Reykja- vík. Foreldrar hennar voru Kristján Ágúst Kristjánsson sjómaður í Hafnarfirði og Guðríður Krist- insdóttir frá Álftaneshrepp á Mýr- um. Gísli og Unnur hófu búskap í Reykjavík en síðar byggðu þau sér hús í Kópavoginum. Gísli bjó síðast að Aflagaranda 40 í Reykjavík. Börn Unn- ar og Gísla eru: 1) Auður Guðmunds- dóttir, uppeldisdóttir Gísla, gift Hilmari Viggóssyni, sonur þeirra er Viggó Ein- ar, sambýliskona Elín Jóhannesdóttir, þau eiga Hilmar Óla. 2) María Anna, gift Jó- hanni Gunnari Helga- syni, börn hennar eru Unnur Ósk Hreið- arsdóttir, sambýlis- maður John Harmon Grant og Gísli Hjörtur Hreiðarsson. Barn þeirra er Helgi Ragúel. 3) Guðríður Jó- hanna Rossander, börn hennar eru Atli Þór Þóroddsson, Sara Christina Rossander og Elín Ester Rossander. 4) Sveinn, kvæntur Est- er Jóhannsdóttur, sonur hennar er Birkir Ingibjartsson og börn þeirra eru, Gísli, Friðrik og Tómas. Gísli starfaði sem versl- unarmaður, við rútuakstur og vann m.a. hjá Landleiðum um árabil. Lengst af starfaði hann hjá Esso þar sem hann m.a. rak Smurstöðina í Hafnarstræti og nokkrar bensín stöðvar. Útför Gísla verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Meira: mbl.is/minningar Við Gísli Sveinsson tengdafaðir minn höfum þekkst frá árinu 1963. Frá þessum langa tíma, sem er samt stuttur í minningunni, vil ég draga fram örlítil minningabrot. Gísli bjó síðustu árin á Aflagranda vestur í bæ á elleftu hæð. Þangað var oft farið að sækja Gísla, til að borða með okkur fjölskyldunni, eða að fara í innkaupaferð fyrir heimili hans. Alltaf var tilhlökkunarefni að hitta Gísla Sveinsson. Hann var einkar ljúfur maður með mikinn húmor. Hvar sem Gísli kom vakti hann at- hygli fyrir hljómmikla rödd. Ófáar voru þær stundir sem við hlustuðum á hann segja hnyttnar sögur úr lífi sínu. Segja má að Gísli hafi verið hrókur alls fagnaðar þeg- ar sá gállinn var á honum. Ekki er hægt annað en minnast á orðasamband sem Gísla var tamt að nota hin síðari ár, eftir vel heppn- aðar heimsóknir, eða önnur sam- skipti við hann. Hann var afskaplega gefandi og sagði alltaf að það væri mannbætandi að hitta okkur. Sannleikurinn er sá, að þarna lýsti Gísli nákvæmlega sjálfum sér, hann var mannbætandi í okkar samskipt- um. Gísli er kvaddur með þakklæti og söknuði. Blessuð sé minning hans. Hilmar Viggósson. Ég kynntist Gísla tengdaföður mínum fyrir tæpum 20 árum þegar við Sveinn sonur hans vorum í til- hugalífinu. Mín fyrstu kynni voru að þar fór hlýr og hæglátur maður. Við urðum fljótt vinveitt hvort öðru sem birtist í djúpstæðri væntumþykju og virðingu hvors í garð annars, það var mér mikils virði. Það fyrsta sem kemur upp í hug- ann þegar ég hugsa um Gísla var hversu greiðvikinn og hjartahlýr hann var. Alltaf að hugsa um það hvernig hann gæti komið öðrum til hjálpar. Ég á margar góðar minn- ingar um stundir þegar við tvö plön- uðum og skeggræddum um nauð- synlegar framkvæmdir fyrir heimili okkar hjóna en „Sveini kæmi það ekkert við, hann skyldi bara borga“; skemmtum við okkur oft yfir þessu. Hann var okkur mikill styrkur og hjálplegur þegar við byggðum nú- verandi heimili okkar, mætti svo til á hverjum degi og fylgdist með hvort iðnaðarmenn mættu til vinnu og héldu sér að verki, honum líkaði ekk- ert hangs. Hann átti mörg handtökin með okkur þegar við vorum að koma okkur fyrir og allan þann tíma sem hann hafði heilsu til. Þetta voru ómetanlegar stundir og þakklátar sem ég get sagt með sanni að ég sakni. Gísli var mikill sagnamaður, gam- an var að heyra hann segja frá mönnum og málefnum frá liðnum tíma, hann var hnyttinn í tilsvörum og var snöggur að svara fyrir sig ef á hann var skotið. Hann var hreinn og beinn í samskiptum og kom til dyr- anna eins og hann var klæddur, hon- um líkaði ekki hégómi né fals, hann vildi heiðarleika og einlægni. Það voru hans stærstu eiginleikar sem hann tapaði aldrei.Synir okkar eiga góðar minningar um afa sinn. Sá hann ekki sólina fyrir þeim og kallaði þá gulldrengina sína. Mátti hann aldrei heyra um þá styggðaryrði heldur hældi þeim og hvatti á sinn einstaka hátt. Ég kveð elskulegan tengdaföður með kærri þökk fyrir samfylgdina og veit að nú bíða hans stundir þar sem hann getur verið að „karlagurgast“ með þeim sem farnir eru og voru honum svo kærir. Hafðu þökk fyrir allt, elsku Gísli. Þín tengdadóttir, Ester. Einstakur frændi, vinur og félagi er látinn en bjartar minningar um yndislegan mann munu lifa áfram í hugum okkar Oddnýjar, sona og tengdadætra. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg áratuga samskipta okkar við þau sómahjón, Unni og Gísla. Við minnumst þeirra samverustunda með söknuði og virð- ingu. Fyrstu minningar Sveins, er hér ritar undir, tengjast hjálparhell- unni Gísla sem allt vildi fyrir móður okkar bræðra gera sem hann megn- aði þegar bróðir hans og faðir okkar bræðra féll frá, er við vorum börn að aldri. Síðar var ógleymanlegt fyrir menntskæling að fá að komast í kaffibrúsann hans í Smurstöðinni í Hafnarstræti og fá kjarnyrtar póli- tískar lýsingar á rekstri þjóðarskút- unnar. Seinna lágu leiðir okkar sam- an, eins og hann orðaði það þegar við vorum að „gurgast“ í Vatnsá í Mýr- dal og við fundum að skap okkar og áhugamál féllu saman. Við Oddný söknuðum mikið Unnar þegar hún féll frá, langt um aldur fram. Minn- ingar okkar Oddnýjar um Gísla frænda tengjast fyrst og fremst ræktunarstörfum í unaðsreit okkar hjóna í Laka á Rangárvöllum. Þar var hann eins og alltaf boðinn og bú- inn að leggja okkur lið, við girðingar, trjárækt eða byggingu sumarat- hvarfs okkar hjóna. Margt var þá skrafað yfir kaffibolla um lífið og til- veruna og ekki allt prenthæft. Við metum alltaf mikils og er sérstak- lega minnisstætt hvernig Gísli rækt- aði syni okkar frá fyrstu tíð. Gísli var gæddur miklum mann- kostum, velviljaður og vinafastur, sannur Íslendingur og afar heil- steypt manneskja. Hann kom til dyr- anna nákvæmlega eins og hann var klæddur og tjáði skoðanir sínar um- búðalaust. Við höfum aldrei kynnst hjálpfúsari manni, alltaf boðinn og búinn að greiða götu annarra. Það geislaði af honum orka og ákafi um að láta hlutina ganga, hvar sem hann fór. Að leiðarlokum er okkur efst í huga söknuður og þakklæti fyrir áralanga vináttu, drengskap og sam- skipti sem aldrei bar skugga á. Það var okkur mikill heiður að fá að kynnast Gísla frænda. Öll voru þau á einn veg, hann var traustur fé- lagi, hreinn og beinn og frá honum stafaði mikil innri hlýja. Það voru forréttindi að kynnast honum og minningin um góðan dreng lifir. Börnin, fjölskyldur, ættingjar og vinir kveðja nú mikilhæfan mann með söknuði og þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvistanna við hann. Við biðjum þeim Guðs blessunar og vottum þeim okkar dýpstu samúð. Megi almættið, sem leiðir okkur og alla þá er hjarta þitt sló fyrir, gefa okkur farsæla endurfundi, þarna uppi, eins og þú baðst um á okkar kveðjustund, kæri vinur. Oddný og Sveinn, Gunnarsholti. Á meðan við bræður vorum að alast upp þá nutum við þeirra for- réttinda að kynnast nokkrum ein- staklingum sem tóku þátt í að þróa Ísland frá einföldu bændasamfélag til nútímans. Þar fór Gísli frændi fremstur í flokki og því voru kynnin af honum ómetanleg. Hans lífssýn og viðhorf til vinnu á eftir að fylgja okk- ur alla tíð. Við vorum ekki háir í loftinu þegar við byrjum að þvælast með honum við að smíða og girða í sveitinni. Hann hafði ekkert á móti því að leyfa frændum sínum að spreyta sig á verkefnum sem við höfðum aldrei gert áður og sá enga ástæðu til þess að stoppa okkur við að nota öll verk- færi sem fullorðna fólkið var venju- lega að tala um að væri ekki tíma- bært fyrir litlar hendur, hvort sem það voru stórir hamrar eða raf- magnssagir. Þó eru eftirminnilegastar allar sögurnar hans og þessi ótrúlegi frá- sagnarhæfileiki hans. Hann hafði lag á að segja frá þannig að allir voru öskrandi af hlátri og fólk og staðir urðu ljóslifandi. Við maurarnir sát- um og hlustuðum og reyndum stund- um að endurtaka sögurnar við fé- lagana vikuna eftir en þá brá svo við að þær hljómuðu allt öðru vísi. Lífið hans var mjög viðburðaríkt og hann fræddi okkur um ævintýrin þegar hann var að alast upp í Skafta- fellssýslu, yrkja landið og veiða fýl- ana, allt skrítna fólkið sem var í sveitunum og bar vitni um tíma sem nú eru horfnir. Hann hafði unnið ótal störf og prófað allt milli himins og jarðar, bæði í sjálfstæðum rekstri, verktakavinnu og sem launamaður. Ein af fyrstu minningunum var þegar við heimsóttum hann í sjopp- una hans. Okkur fannst ótrúlega flott að það væri hægt að vera í vinnu þar sem maður væri umkringdur nammi allan daginn, eiga það og geta borðað það allt saman. Eins kom það okkur mikið á óvart að hann gæti selt vinnuna sína þegar hann vildi ekki vinna við hana lengur. Við vorum aðeins að girða um helgar í verktakavinnu og þá kom hann stundum með okkur. Þá komu stundum athugasemdir frá þeim sem við unnum fyrir hvort hann væri nú komin til þess að kenna unglingun- um. Hann var snöggur að leiðrétta það og sagðist alveg læra jafn mikið og hann kenndi. Það var svo löngu síðar sem við fórum að skilja að þessi lexía og aðrar byggðust á áratuga reynslu í verktakavinnu og það var ómetanlegt að fá þessa reynslu beint frá fyrstu hendi. Þá eru alveg ónefndar heimsóknir til þeirra félaga, Gísla og Hauks að Ytra-Hóli en það var sveitabær sem þeir gerðu upp í sameiningu og tóku upp á ótrúlegustu hlutum, smíðuðu allt milli himins og jarðar úr akkúrat ekki neinu. Hvíldu í friði, elsku frændi, þó svo að það sé sárt að missa þig þá hefði aldrei farið vel um þig inni á stofnun. Þú yfirgafst þennan heim eins og þú lifðir þínu lífi, eftir þínu höfði. Runólfur, Páll og Sæmundur. Gísli Sveinsson Ingibjörg Sveinsdóttir ✝ IngibjörgSveinsdóttir fæddist 30. des- ember 1917 á Stokkseyri. Hún lést í Reykjavík 17. desember sl. Hún var dóttir Sigurbjargar Ámundadóttur, f. 29.3. 1895, d. 31.10. 1958, og Sveins Pét- urssonar, f. 9.4. 1893, d. 21.8. 1962. Systkini Ingibjargar eru; Vilborg Sveins- dóttir, f. 1917, d. 1979, Pétur Sveinsson, f. 1920, d. 1921, Margrét Sveinsdóttir, f. 1922, Ámundi Sveinsson, f. 1923, Ásta Guðmundsdóttir, f. 1930, Ólafur Frið- riksson, f. 1941, Sveinn Sveinsson, f. 1925, d. 2008. Ingibjörg gekk í hjónaband hinn 30.12. 1953 með Magnúsi Einarssyni kennara frá Laxnesi, f. 25.6. 1916, d. 28.3. 1995. Börn þeirra; 1) Sveinn Einar Magn- ússon, f. 5.2. 1956, maki Guðrún Guð- mundsdóttir, börn þeirra; Ingibjörg Sveinsdóttir, sambýlismaður Stefán Þór Arnarson, þau eiga eina dóttur, Berglindi. Eygló Rut Sveinsdóttir, hún á þrjú börn þau Jónas Aron, Ágúst Einar og Bjarndísi Rut. Sólveig Þóra Sveinsdóttir, látin. Davíð Snær Sveinsson, unnusta Ásta Guðrún Sigurðardóttir. Magnús Þór Sveinsson. 2) Sigurbjörg Inga Magnúsdóttir, f. 18.2. 1960, sambýlismaður Viðar Jónsson. Hennar sonur; Elías Ásgeir Baldvinsson, sambýliskona Karen Erlingsdóttir, hann á tvö börn, þau eru; Guðbjartur Þór og Hólmfríður Lea. 3) Oddný Sigrún Magn- úsdóttir, f. 6.4. 1961, maki Ingimundur Guðmundsson, börn þeirra; Sigríður Birna Ingimundardóttir, Þóra Björg Ingimundardóttir. Magnús eiginmaður Ingibjargar átti fyrir tvö börn af fyrra hjónabandi þau; a) Einar Magnússon, f. 16.8. 1941, maki Mar- grét Steingrímsdóttir, börn þeirra; Margét Lovísa, maki Baldur Bjarki Guðbjartsson, hún á eina dóttur, Helgu Margréti. Rúna Svandís, maki Björgvin Sveinsson. Magn- ús Örn, maki Elín Ósk Hölludóttir, börn þeirra eru; Halla María og Einar Örn. B) Helga Magnúsdóttir, f. 1.5. 1944, maki Gylfi Zóphóníasson, látinn, börn þeirra; Kjartan Jónsson, Zóphónías Árni Gylfa- son, Þröstur Gylfason, sambýliskona Ter- esa Björnsdóttir, þeirra sonur; Fjölnir Zóp- hónías, Lovísa Gylfadóttir, hennar sonur er Þröstur Alexander. Ragnheiður Björg Svavarsdóttir, sambýlismaður Jón Norð- fjörð, þeirra sonur er Svavar Árni. Útför Ingibjargar fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag, þriðjudaginn 22. desember, og hefst athöfnin kl. 15. Meira: mbl.is/minningar ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs bróður okkar, SIGURÞÓRS ÁRNASONAR, Hlévangi, áður Þórustíg 13, Njarðvík. Einar Árnason, Sveinn Guðbergsson, Sigríður Guðbergsdóttir, Aðalsteinn Guðbergsson. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og sendu góðar kveðjur við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR, Ásgarði, Dalasýslu. Bjarni Ásgeirsson, Erla Ólafsdóttir, Benedikt Ásgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. Minningar á mbl.is Ása Linda Guðbjörnsdóttir Höfundar: Alda yngri og Ása Óla, Hannes Thorarensen, Guð- rún Gunnarsdóttir, Björn Þver- dal, Margrét Guðjónsdóttir, Eyj- ólfur Orri Sverrisson, Geirný Sigurðardóttir, Kristinn Run- ólfsson, Vilborg Sveinsdóttir Friðjón Þórðarson Höfundur: Guðni Ágústsson Gísli Sveinsson Höfundar: Sigurður Sig- ursveinsson og fjölskylda Hans Albert Knudsen Höfundar: Eyjólfur Hauksson og fjölskylda Halldór Friðriksson Höfundar: Herborg og Guðrún Ingibjörg og Sverrir Bryndís og Arnar Hermann Helgason Höfundur: Hermann, Tómas, Ása, Eydís og Anna Eyjólfsbörn og Bryndís Tómasdóttir Kristinn Zimsen Hlíf Þórbjörg Jónsdóttir Höfundur: Guðni Már Óskarsson Ingibjörg Sveinsdóttir Höfundar: Ingibjörg, Eygló Rut, Davíð Snær og Magnús Þór Jóhanna Jónsdóttir Höfundur: Jóhanna Kristín Atladóttir (Hanna Stína) Ólafur Helgi Runólfsson Höfundur: Heiða Brynja Valbjörn J. Þorláksson Höfundur: Páll Eiríksson Meira: mbl.is/minningar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.