Morgunblaðið - 22.12.2009, Síða 41

Morgunblaðið - 22.12.2009, Síða 41
Dagbók 41 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand VONANDI EKKI RIGNIR ENNÞÁ? KÆRI BLÝANTSVINUR, VONANDI VAR HAUSTIÐ ÁNÆGJULEGT... ÞAÐ RIGNDI MIKIÐ HEIMA HJÁ MÉR VONANDI HEFUR VETURINN VERIÐ GÓÐUR. ÞINN VINUR, KALLI P.S. HAFÐU ÞAÐ SEM ALLRA BEST Í VOR HANN Á AFMÆLI ÉG BIÐ ALDREI UM MAT VIÐ MATARBORÐIÐ ÉG NÆ BARA Í HANN SJÁLFUR VIÐ EIGUM EKKI EFTIR AÐ EIGNAST NEINA NÝJA VINI Í GEGNUM ÞESSA SÍÐU HÉRNA ER PAR SEM VILL HITTA OKKUR. ÞAU LEGGJA TIL AÐ VIÐ FÖRUM SAMAN ÚT AÐ BORÐA Á FÖSTUDAGINN EF ÞAU KOMA EKKI BRÁÐLEGA ÞÁ ER ÉG HÆTTUR. ALLT ER ÞEGAR ÞRENNT ER VILJIÐ ÞIÐ PANTA? ÉG ER VISS UM AÐ KÓNGULÓARMAÐURINN HANDSAMAR VULTURE... ÉG Á ÞÓ EINN AÐDÁANDA Í FJÖLMIÐLUM OG ÉG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR ÞVÍ AÐ HANN SAM- ÞYKKI AÐ KOMA Í ÞÁTTINN UH... ELSKAN? NEI! VIÐ GEFUMST EKKI UPP EFTIR TVÖ SKIPTI Tapað/fundið KONA tapaði gylltu Rado-úri að kvöldi 16. desember á leið frá veitingahúsinu Lauga- ási að Laugarásbíói. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 898-9748. Stoppum ballið VAXANDI vandamál er hvort þjóðin missi tökin á örlagavaldi sínu. Hvergi vantar að dátt sé stiginn dansinn í Hruna. Enn er ekki fyrirséð um peninga- mál þjóðarinnar í neysluvenjum landsmanna þótt bú- ast megi við að með pennastrikum liðinna ára fari margur sokkurinn á vitlausan fót. Eftir á að hyggja finnst mér að þjóðina skorti ekki aðhald af ágæt- um ráðamönnum okkar, þar sem spilastokkurinn myndast við að halda tölu á of mörgum höndum sem er ekki einvörðungu bundin við ósk- hyggju pyngjuhandarinnar heldur þann auð sem í henni er. Veljum því betri veginn, sem er eignarhald bóndans á landi sínu sem og viðhald samskiptamála og tungu- taks, vegna þess að hann munar ekki um lóðarleiguhafaréttindin. Hjálp- umst að við að halda þagnarmúrinn yfir viðkomandi aðsókn erlendra yf- irvalda án þess að knékrjúpa þeim til handa. Varðandi íshafsmálið er ekki ann- að en að geyma það í kóki og klaka. Frysting þess er ekk- ert mál á illum vett- vangi. Skiptir þá máli hvort einhver Kleppur eða Kumbaravogur sé þar á ferð. Björn S. Valagils. Af jólahappa- þrennum og lottói ÞAÐ er ríkt í okkur Ís- lendingum að taka áhættu. Okkur hjón- unum datt í hug að sannreyna það sem við höfðum heyrt, að það væru litlir vinnings- möguleikar í jólahappaþrennunum. Við keyptum 30 þrennur á 150 kr. stykkið sem gera 4.500 krónur. Vinningarnir reyndust 900 krónur. Á fyrstu 15 þrennurnar kom enginn vinningur. Það kom einn 300 króna vinningur og restin var 150 krónu vinningar. Ég hringdi fyrir nokkrum árum þegar mér fannst þetta sama og fékk það svar að það væri örugg- lega vinningur á 10. hverri þrennu. Síðan tölunum var breytt í lottó- inu safnast upphæðin ansi mikið og hefur fólk sem hefur fengið hæstu vinningana orðið hálfruglað og þurft áfallahjálp. Það væri nær að dreifa vinningunum, sérstaklega í þessu árferði. Jólakveðjur, Erla. Ást er… … leynivopn hverrar stúlku. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara ADHD-samtökin | Vefnaður kl. 9, jóga og myndlist kl. 9.30 ganga kl. 10, jóga kl. 18. Aflagrandi 40 | Opin vinnustofa kl. 9- 16.30, vatnsleikfimi í Vesturbæjarlaug kl. 10.50, postulínsmálun kl. 13, lestr- arhópur kl. 14. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa- vinna og smíði/útskurður kl. 9-16.30, leikfimi kl. 9, boccia 9.45. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handavinna, böðun, hárgreiðsla, kaffi/dagblöð, há- degisverður. Dalbraut 18-20 | Félagsvist fellur niður í dag. Vinnustofa opin kl. 9-12, framsögn kl. 14. Dalbraut 27 | Handavinnustofa opin frá kl. 8-16, myndbandssýning kl. 14. Félagsheimilið Gjábakki | Jóga kl. 10.50. Nú eru síðustu forvöð að bóka sig í Þorláksmessuskötuna á morgun kl. 12. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Matur kl. 12, Bónusrúta frá Jónshúsi kl. 14.45, kaffi. Félagsstarf Gerðubergi | Félagsstarfið opið virka daga kl. 9-16.30, í dag kl. 10.30 stafaganga. Veitingar í hádegi og kaffi. Verðskrá velferðarsviðs, uppl. á staðnum og í s. 5757720. Hvassaleiti 56-58 | Félagsmiðstöðin er opin virka daga kl. 8.30-16.30. Böðun fyrir hádegi, fótaaðgerðir, hársnyrting, hádegisverður kl. 11.30, helgistund kl. 14 í umsjón sr. Ólafs Jóhannssonar. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Kaffi og vísnaklúbbur kl. 9.15, leikfimi kl. 11, handverksstofa – ýmis verkefni kl. 11, opið hús – brids/vist kl. 13, veitingar. Vesturgata 7 | Aðstoð v/böðun kl. 9-12, enska kl. 10.15, handavinna kl. 9.15-16, matur, spurt og spjallað, leshópur, búta- saumur og spilað kl. 13, veitingar. Óskar Pétursson syngur kl. 14.30 og áritar ný- útkominn geisladisk. Veitingar. Þingmaðurinn Friðjón Þórðarsoner fallinn frá. Hann var einn af mörgum ágætum hagyrðingum á þingi, en í þingveislum er jafnan tal- að í bundnu máli. Eitt sinn þegar far- ið var að hausta varð honum að orði: Haustsins komu kenna má kólna raddir blíðar. Nú er hún Esja orðin grá ofan í miðjar hlíðar. Ólafur G. Einarsson hefur haldið utan um vísur úr þinginu og ég leit- aði til hans eftir fleiri vísum úr sarpi Friðjóns. Hann sagði mér að eftir kosningarnar árið 1974 og vinstri- stjórn Ólafs Jóhannessonar þá hefði verið streðað við að mynda nýja rík- isstjórn. Er ljóst var að ríkisstjórn yrði mynduð undir forsæti Geirs Hallgrímssonar kastaði Friðjón fram hringhendu: Léttist ok í óskabyr eyðist þoka blekkinganna; við höfum mokað flórinn fyrr að ferðalokum vinstri manna. Þegar Gunnar Thoroddsen mynd- aði ríkisstjórn klofnaði þingflokk- urinn og ekki var ætlast til að ráð- herrarnir sætu þingflokksfundi, þó að þeim leyfðist það. Gunnar mætti sjaldan en Friðjón oftar. Þegar „málefni stjórnarandstöðu“ voru tekin á dagskrá fóru þeir af fundi. Eitt sinn fékk Ólafur G. miða frá Friðjóni í upphafi fundar – en þá var Ólafur þingflokksformaður – og á honum stóð: Ég bið að heilsa heim í ríki þitt er hnígur sól í vetrarskautið sitt, þótt kuldinn næði enn um okkar land mun aftur grænka túnið þitt og mitt. Ólafur skrifaði aftan á miðann: „Þingflokksformaður, kem ekki í dag, 23.3.81“. Og önnur vísa er til marks um hug Friðjóns: Íhaldslista þulir þá þinga byrstum rómi; einn á kvisti una má útivistardómi. Eitt sinn voru Friðjón og Helgi Seljan að kankast á og Helgi byrjaði: Fáum hef ég fremri kynnst fjári snjall og iðinn; eini gallinn að mér finnst íhaldssjónarmiðin. Og Friðjón svaraði: Helgi bindur brag í myndum brestur hroka eina syndin að hann blindar austanþoka. Vísnahorn pebl@mbl.is Af þingvísum Friðjóns

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.