Morgunblaðið - 22.12.2009, Síða 42

Morgunblaðið - 22.12.2009, Síða 42
42 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009 HALLVEIG Rúnarsdóttir sópransöngkona og Stein- grímur Þórhallsson orgelleik- ari halda kyrrðar- og íhug- unartónleika í Neskirkju í kvöld, þriðjudagskvöld. Til- gangur tónleikanna er að fólk geti sest niður við kertaljós og fallega tónlist til að leitast við að finna hinn sanna anda jólanna. Boðið verður upp á blöndu af íslenskum jóla- og aðventulögum kryddað með Maríutónlist og aríum eftir Händel. Frítt er á tón- leikana en safnbaukur við inngang fyrir frjáls framlög sem renna til Fjölskylduhjálpar og Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Tónlist Kyrrðar- og íhugunartónleikar Hallveig Rúnarsdóttir NÝLEGA var bókin Heilræði fyrir unga menn í verzlun og viðskiftum eftir George H. F. Schrader endurútgefin með nýjum formála Dr. Ásgeirs Jónssonar. Bókin var fyrst gefin út á Akureyri árið 1913 í þýðingu Steingríms Matthíassonar læknis. Í bókinni vill Schrader sýna ungu fólki í verslun og viðskiptum hvernig það geti grætt fé, en samt varar hann þó við því „að gjörast þrælar peninganna“. Í ítarlegum formála Ásgeirs reynir hann að svipta hulinni af Schrader sem birtist á Akureyri sumarið 1912 og eyddi þar síðustu árum sínum. Bókmenntir Heilræðakver George Schrader Ásgeir Jónsson ÚTÚRDÚR er ekki hefð- bundin bókaverslun. Útúrdúr var áður innan veggja Ný- listasafnsins en hefur nú komið sér fyrir í Austurstræti 6 með versluninni Havarí. Í kvöld, þriðjudagskvöld klukkan 20.00, verður uppá- koma í Útúrdúr þar sem spurt er hvað bókin hafi með ljóð að gera. Fjórum listamönnum sem hafa unnið með ljóð í bók- arformi er boðið að stíga þar fram og þjösnast á ramma bókarinnar. Listamennirnir eru Una Björk Sigurðardóttir, Ragnhildur Jóhanns, Halldór Ragnarsson og Bryndís Björnsdóttir. Bækur og myndlist Þjösnast á ramma bókarinnar Úr versluninni Útúrdúr. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is HELGI Jónsson er með afkastamestu rithöf- undum, enda hefur hann skrifað vel á annan tug bóka frá því sú fyrsta kom út fyrir tveimur áratug- um. Samhliða því hefur hann rekið bókaútgáfuna Tind og segir auðvelt að muna hvenær fyrsta bók- in kom út, því þann dag, níunda nóvember 1989, var heimsbyggðin upptekin af falli Berlínarmúrs- ins. Fram af því hafði Helgi starfað sem kennari og þar kom sú hugmynd að fara að skrifa bækur fyrir börn og unglinga. „Ég hafði reyndar lengi gengið með það í mag- anum að verða rithöfundur, allt frá því ég var tví- tugur, og hafði meira að segja skrifað mikla bók sem týndist sem betur fer,“ segir hann en fyrsta bókin sem Tindur gaf út var unglingabókin Skotin eftir hann sjálfan. Samhliða útgáfunni starfaði Helgi enn sem kennari og segir sér hafi blöskrað hvað lítið var til af lesefni fyrir börn og unglinga sem áttu mörg í lestrarerfiðleikum. „Bæði var svo lítið gefið út og svo var dapurlegt úrval í skólabókasöfnum. Ég ákvað því að skrifa sögu sem væri hæfilega löng með góðu letri og líka svo spennandi og fram- andleg að sá sem læsi hana myndi ekki leggja hana frá sér fyrr en hún væri búin.“ Þetta var uppskriftin að fyrstu „Gæsahúðar“- bókinni 1997, en af þeim hafa allmargar komið út – sú fjórtánda nú um daginn, aukinheldur sem Helgi er líka byrjaður á bókaflokki sem hann kallar Gæsahúð fyrir eldri. Alls hafa bækurnar selst í um 50.000 eintökum og hann segir að þær séu enn vin- sælli í útlánum á bókasöfnum því útlán á ári séu um 30.000. Helgi segir að vinsældirnar hafi komið sér nokk- uð á óvart, en víst sé tilfinningin góð. Hann lætur þó ekki þar við sitja, því hann hefur líka skrifað bækur fyrir fullorðna; Blá birta kom út 2007 og nú á þessu ári spennubókin Nektarmyndin. Helgi lætur vel af sölunni fyrir þessi jól þó að hún hafi farið seinna af stað en á síðasta ári. Hann gefur færri bækur út á þessu ári en því síðasta, segist vera með tíu bækur núna, en var með fjór- tán á síðasta ári, enda hafi honum þótt skyn- samlegt að draga úr útgáfunni þó að vel hafi geng- ið í fyrra. Hvað næsta ár varðar er hann þegar kominn með drjúgan lista yfir hugsanlegar útgáfu- bækur, segist vera með tuttugu og fimm bækur á lista, en síðan skeri hann niður af listanum eftir áramót. „Það er fínt að ákveða útgáfu ársins þegar maður er að fá yfirlit yfir sölu ársins á undan,“ seg- ir hann og kímir. Alls hefur Tindur gefið út ríflega 150 bókatitla og fjórar plötur á þeim tuttugu árum sem fyr- irtækið hefur starfað og ekkert lát á. Helgi segist reyndar hafa heyrt það frá föður sínum að hann hefði bara átt að halda sig við Gæsahúðina, þá væri hann í fínum málum fjárhagslega, en það sé svo gaman að gefa út. „Öðrum þræði var ég náttúrlega að búa til starf fyrir mig og hætti að kenna 2004, búinn með minn skammt. Það þarf þó hugsjón til að standa í bókaútgáfu, þetta er ekki gróðafyr- irtæki.“ Hann rekur útgáfuna frá Akureyri, en fer hingað suður á vertíð, ef svo má segja. „Netið er besti vinur landsbyggðarinnar og það hjálpar mér við að hafa fyrirtækið fyrir norðan, en ég er síðan fyrir sunnan í nóvember og desember enda dreifi ég bókunum sjálfur.“ Morgunblaðið/Jakob Fannar Afkastamikill Helgi Jónsson hefur skrifað allmargar af þeim 150 bókum sem Tindur hefur gefið út. Hér er hann í bókalager Tinds – kominn suður á vertíð til að dreifa bókunum en höfuðstöðvarnar eru á Akureyri. „Netið er besti vinur landsbyggðarinnar og það hjálpar mér við að hafa fyrirtækið fyrir norðan.“ Tindur er tvítugur  Vantaði spennandi les- efni fyrir börn og unglinga  Með rithöfund í mag- anum frá tvítugsaldri  Fyrsta skáldsagan týndist – sem betur fer Tindur gefur ekki bara út bækur fyrir börn og unglinga eftir Helga Jónsson því nýlega kom út bókin Drekahellir í Vatnajökli eftir Hafdísi Ósk Sigurðardóttur með teikningum eftir Rósu Matt. Af þýddum bókum koma út Temeraire – Hásæti keisarans eftir bandaríska rithöfundinn Naomi Novik og er framhald af Temeraire – keisari hans hátignar sem kom út í fyrra, og Dagbók Kidda klaufa eftir Jeff Kinney, sem selst hefur metsölu vestan hafs og stendur til að kvikmynda á næstu mánuðum. Einnig gefur Tindur út bókina Algjört æði í drykk og fæði eftir bandaríska næringarfræð- inginn Esther Blum sem var metsölubók vestan hafs, Heimkomuna eftir Björn Þorláksson, sem segir frá því er Björn missti vinnuna í upphafi kreppu og þurfti þá að endurskoða gildismat sitt og að sumu leyti að læra að lifa upp á nýtt, Ís- lenska knattspyrna 2009 eftir Víði Sigurðsson, sem hefur að geyma upplýsingar um alla leiki ársins, öll úrslit, öll mörk og alla markaskorara og Harmleik í Héðinsfirði eftir Margréti Þóru Þórsdóttur sem fjallar um mannskæðasta flug- slys sem orðið hefur á Íslandi, þegar Douglas-vél Flugfélags Íslands fórst í hlíðum Hestsfjalls í Héðinsfirði 29. maí 1947. Tindur gefur líka út plötuna Jahiliya með hljómsveitinni Úlpu. Fjölbreytt útgáfa Smásagnasafn Birgis Sig-urðssonar, Prívat og per-sónulega, geymir sjö smá-sögur. Við lesturinn er ekki ólíklegt að sú spurning leiti á les- andann hvort hann sé að lesa skáld- skap eða sögur úr raunveruleik- anum því margt virðist þar byggt á lífshlaupi höfund- arins. Best er lík- lega að sættast á að sögurnar byggist á ákveðnum raun- veruleika sem höfundur hafi sett í skáldlegan búning. Sögurnar eru sagðar í fyrstu persónu og sögu- maður virðist sá sami í þeim öllum, nema kannski í sögunni „Nótt“. Þar er freistandi að ætla að um allt ann- an sögumann sé að ræða en þann sem segir hinar sögurnar. Kannski vegna þess að örlög hins veika manns eru svo dapurleg að staða hans sýnist nær vonlaus. En sá tónn er ekki ríkjandi í hinum sög- unum. Rödd sögumannsins í öllum sög- unum er sterk og býsna persónuleg og gerir að verkum að lesandinn nær mikilli nánd og tengingu við söguefnið. Hann finnur vandlega fyrir því að verið sé að segja honum áhugaverðar sögur og hann verður meira en fús að fylgja sögumanni. Það er fallegur tónn í þessari bók og þar skiptist á harmur og fyndni. Endurtekningar setja svo visst mark á stílinn. Fyrir utan sögumann koma fjöl- margar persónur við sögu og sumar í fleiri en einni. Einna eftirminnileg- ust er konan sem sögumaður á í ástarsambandi við þegar hann er fimmtán ára og hún hálfþrítug. Sú frásögn er afar næmlega unnin og í henni er sársauki sem hlýtur að snerta lesandann. Sársauki er einn- ig ríkjandi í sögunni „Nótt“, sem er myrkasta saga bókarinnar og fjallar um sjúkling sem hugsar til konu sinnar. Þetta er kannski áhrifa- mesta saga bókarinnar. Af allt öðrum toga er sagan „Verðlaunin“ sem segir frá dvöl sögumanns og eiginkonu hans á rit- höfundanámskeiði í Ameríku. Það er mikill léttleiki í þeirri frásögn sem er verulega fyndin. Eiginkonan í þeirri sögu er bæði bráð- skemmtileg og greind og ein- staklega lifandi persóna. Birgir hefur skrifað smásagna- safn sem ánægja er að lesa enda er það einkar vel skrifað. Sögurnar eru fjölbreyttar og bregða upp minnisstæðum myndum af alls kyns fólki. Þetta er hin fínasta bók. Næmleiki og sársauki Smásögur Prívat og persónulega bbbbn Eftir Birgi Sigurðsson. Yrkja ehf., 2009. 160 bls. KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR BÆKUR Morgunblaðið/Ómar Höfundurinn Birgir Sigurðsson. Hljómur er góður, spilamennska tipp- topp og orkan tilfinnanleg. 48 »

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.