Morgunblaðið - 22.12.2009, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009
Skotveiði í máli og myndumgeymir safn greina, frá-sagna, dagbókarbrota ogviðtala við skotveiðimenn í
ritstjórn Guðmundar Guðjóns-
sonar. Einnig er í bókinni gnótt
ljósmynda frá ýmsum tímum sem
sýna skotveið-
ar og skot-
veiðimenn.
Guðmundur
hefur langa
reynslu af um-
fjöllun um
veiðar, einkum
þó stangveiðar. Hann þekkir vel
hvernig hjarta veiðimanna slær og
kann þá eðlu list að segja veiðisög-
ur. Veiðihvötin stendur flestum
nærri þótt menn fái útrás fyrir
hana með ólíkum hætti eins og
raunar kemur fram í skemmti-
legum pistli eftir Sigmar B. Hauks-
son, formann Skotveiðifélags Ís-
lands, fremst í bókinni.
Guðmundur hefur víða leitað
fanga í efnisöflun. Það er vel til
fundið að endurbirta sígildar grein-
ar um skotveiðar úr tímaritum á
borð við Veiðimanninn. Einnig frá-
sagnir Björns J. Blöndal veiðibóka-
höfundar og sögur Vilhjálms Lúð-
víkssonar af Stefáni Jónssyni
frétta- og veiðimanni og kafla eftir
Stefán. Þá má einnig nefna frásögn
af skotveiðum breska hershöfðingj-
ans R.N. Stewarts hér á landi árið
1912 sem sýnir hve miklar breyt-
ingar hafa orðið á skotveiðum til
dagsins í dag.
Ritstjóri bókarinnar hefur einnig
skrifað nokkur viðtöl, meðal ann-
ars við reynslubolta á borð við Ein-
ar Pál Garðarsson og Ásgeir Heið-
ar sem segja frá veiðiferðum hér
heima og erlendis.
Dagbókarfærslur Axels Krist-
jánssonar hæstaréttarlögmanns af
hreindýraveiðum allt frá árinu
1963 eru skemmtilegar og merki-
leg heimild. Einnig skreyta bókina
margar ómetanlegar – og óborg-
anlegar – myndir úr safni Axels.
Við lestur bókarinnar fékk ég á
tilfinninguna að hún hefði verið
unnin í miklum flýti. Aðeins meira
nostur hefði gert góða bók enn
betri. Til dæmis nefni ég fyrr-
greindar dagbókarfærslur Axels.
Það hefði gert lesturinn auðveldari
að skipta út skammstöfunum sem
skrásetjari notar um vini sína og
samferðamenn og setja í staðinn
nöfn þeirra. Eins hefði að skað-
lausu mátt fella ýmislegt út sem
verður að teljast aukaatriði fyrir
almenna lesendur. Þannig hefðu
frábærar veiðisögur Axels notið sín
enn betur.
Einnig saknaði ég ítarlegri
myndatexta, einkum í myndasöfn-
um sem birt eru fremst og aftast í
bókinni. Þar hefði þurft að nafn-
greina fólk og staði á mörgum
myndanna. Það hefði aukið heim-
ildagildi þeirra til mikilla muna. Ég
áttaði mig heldur ekki á því hvað
réð röðun mynda í bókinni.
Ég hafði gaman af að lesa þessa
bók. Hún verður kærkomin lesning
mörgum sem áhuga hafa á veiðum
og útivist og hittir þar beint í
mark.
Morgunblaðið/Einar Falur
Ritstjórinn Guðmundur Guðjónsson, sem togast hér á við lax, ritstýrir bók-
inni. „Hann … kann þá eðlu list að segja veiðisögur.“
Skotveiðisögur
Skotveiði í máli og myndum.
bbbnn
Eftir Guðmund Guðjónsson.
Litróf 2009.
GUÐNI
EINARSSON
BÆKUR
Hittir í mark
Í takt við tímann
kr.998
Grillaðu
r kjúkl
ingur,
2 l Pep
si eða P
epsi Ma
x
KJÚKLING
A
TILBOÐ
Aðsóknin að jólatónleikumKammersveitar Reykja-víkur á sunnudag var slíkað opna varð inn í hliðarsal
fyrir aukasæti, er kann að hafa deyft
annars fína kammerheyrð Áskirkju-
skipsins. En það var líka eini teljandi
mínusinn. Tónleikarnir mörkuðu að
því leyti tímamót í merkri 36 ára sögu
KSR að forystumaður hennar frá
upphafi, Rut Ingólfsdóttir, hættir nú
sem leiðari og konsertmeistari, og
geta ugglaust fáir núlifandi hljómlist-
armenn horft aftur á áþreifanlegri ár-
angur í uppbyggingu tónlistarlífs á
þessu landi.
En vitanlega löðuðu ekki sízt sígild-
ar gersemar Johanns Sebastians í
concerto grosso-formi, þ.e. nr. 2, 4 og
5 af sex konserta röð hans frá Köth-
enskeiðinu 1717-23, enda þótt sumir
kunni að hafa nýtt eldra efni. Raunar
er hlálegt til þess að hugsa, að þá ný-
viðtekinn dátakóngurinn í Berlín, fað-
ir Friðriks mikla, skyldi hvorki hafa
sinnt verkunum né greitt fyrir þau,
þótt ættu eftir að uppljóma nafn
Brandenborgar um alla tíð.
Fengu Prússar þar sannarlega
mikið fyrir lítið, því konsertarnir hafa
reynzt með endingarbeztu hljóm-
sveitarverkum barokksins fram á
þennan dag. „Léttasta hliðin á Bach“
leynir nefnilega á sér og viðheldur
óhögguðum ferskleika án þess að
verka á neinn hátt gamaldags – sama
hvað synir hans þóttust geta afskrifað
gömlu hárkolluna. Hún átti eftir að
hlæja síðast – og bezt.
Líkt og með síðustu sjö sinfóníur
Beethovens liggur stakt „konsept“ að
baki hverjum Brandenborgarkonsert.
Einkum í áhöfn, því þar eru engar
tvær eins. Í nr. 2, fyrsta atriði kvölds-
ins, leikur einleikarahópur trompets,
flautu, óbós og fiðlu á móti strengja-
sveitinni. Tvær flautur og fiðla eru í
nr. 4, en semball, flauta og fiðla í nr. 5.
Aðalhasar nr. 2 hvað flutnings-
frammistöðu varðar felst í trompetp-
artinum. Sá kvað enn talinn með því
svínslegasta sem lagt hefur verið á
munn trómetista, og ku að sama skapi
margir hlustendur bíða eftir dauða-
hrapi þeytarans í álíka annarlegu of-
væni og þegar horft er á loftfimleika
án öryggisnets. Því merkilegra var að
upplifa glæsilega frammistöðu SÍ-
leiðarans Ásgeirs Steingrímssonar á
litla F-leikfangalúðurinn. Að vísu ekki
100% örðulausa, en því sem næst;
með blekkjandi þokka og fágaðri
dýnamík þrátt fyrir tvítungubrjótandi
háloftaflúrið. Að ólastaðri túlkun Nar-
deau-feðga á flautu og óbó ásamt ljóð-
rænni fiðlu Rutar í einkum II. þætti.
Í líklega bjartasta konserti þeira
allra, nr. 4, má nefna svo til síams-
samlynt hjónadúó Martials og Guð-
rúnar á þýzkar þverflautur og lauf-
létta vélbyssuhríð Unu á fiðlu í
sópandi „concertante“-fúgu fínalsins,
er að mínu viti ber af flestum öðrum
hljómsveitarfúgum þessa óskoraða
konungs pólýfónískra forma.
Fimman bauð sömuleiðis upp á inn-
lifaðan hópsamleik á móti lipru sóló-
framlagi spænska sembalistans í for-
grunni. Aðeins kom spánskt fyrir
sjónir að hljóðfærið var haft loklaust, í
stað þess að beina veikum hljómi þess
út í sal. Hefði sízt veitt af því, þrátt
fyrir fáskipaða 11 manna strengja-
sveit.
Sígilt bar-
okk á sóp-
andi flugi
Áskirkja
Kammertónleikar
bbbbn
J.S. Bach: Brandenborgarkonsertar nr.
2, 4 og 5 í F, G og D BWV 1046, 1049 og
1050. Kammersveit Reykjavíkur. Ein-
leikarar: Ásgeir Steingrímsson trompet,
Martial Nardeau flauta, Guðrún Birg-
isdóttir flauta, Matthías Nardeau óbó,
Rut Ingólfsdóttir fiðla, Una Sveinbjarn-
ardóttir fiðla og Javier Núnes semball.
Sunnudaginn 20. desember kl. 17.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST