Morgunblaðið - 22.12.2009, Síða 44

Morgunblaðið - 22.12.2009, Síða 44
FÓLK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009  Andlát Hollywoodleikkonunnar ungu, Brittany Murphy, sem var aðeins 32 ára, hefur verið mikið til umfjöllunar á netinu eftir að greint var frá því á sunnudaginn. Murphy fékk hjartaáfall og var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úr- skurðuð látin. Eins og við mátti bú- ast tóku bloggarar fljótt við sér, ís- lenskir sem erlendir. Á Mogga- bloggi tjá sig nokkrir, flestir af smekksemi. Ekki eru menn eins hófstilltir á Eyjunni. Í gær mátti þar lesa 34 ummæli við frétt um andlát leikkonunnar en flest sner- ust þau um fréttamat. Hafa þar margir út á það að setja að færðar séu fréttir af andláti leikkonunnar og deila hart við þá sem eru á þeirri skoðun að færa eigi slíkar fréttir. Virðast helstu rök þeirra sem eru á móti birtingunni þau að leikkonan hafi ekki verið nógu þekkt á Ís- landi. Þó fjalla allir stærstu frétta- miðlar heims um þetta, þannig að einhver hefur frægðin verið. Hörð skoðanaskipti vegna andláts Murphy Fólk Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „SÍÐASTA plata var frekar lágstemmd og einföld en þessi er stuðkennd og poppuð - það er meiri leikur í henni mætti segja.“ Svo svarar Elíza Newman þegar hún er beðin um að bera saman nýjustu plötu sína, Pie in the Sky, sem út kom í haust saman við síðasta afrek á sólósviðinu, plötuna Empire Fall, sem út kom 2007. „Þetta eru þessar tvær hliðar á Elízu,“ segir söngkonan og brosir í gegnum símann frá Bret- landi, þar sem hún er í mastersnámi. „Stundum er maður í myrkari pælingum, en svo fer maður líka út í galsa og fíflalæti!“ Plötuna vann hún með Gísli Kristjánssyni og Sigurði Kristni Sigtryggssyni, Sigga Sadjei, en þau eru öll búsett í London en Elíza fluttist þangað í haust. „Platan varð gáskafyllri einfaldlega vegna þess að það var svo gaman að vinna með þeim. Það var stuð allan tímann og þeir göldruðu fram það besta úr lögunum.“ Elíza segir að vinsældir lagsins „Ukulele song for you“ og störf hennar með Trúbatrix hópnum í ár hafi veitt henni innblástur og árið hafi verið einkar gott og annasamt. „Ég vonast svo til að koma plötunni út hérna í Bretlandi næsta vor. Ég er búin að setja saman band og við erum að bóka tónleika í febrúar og mars. Útgáfutónleikar á Íslandi verða svo 9. febrúar.“ Skýjum ofar  Hljómsveitin Árstíðir hefur verið áberandi þetta árið hvað hljóm- leikahald varðar og lög sveitarinnar hafa fengið allnokkra spilun á út- varpsstöðvum landsmanna. Á Þor- láksmessukvöld efnir hljómsveitin til hátíðartónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík. Hún flytur lög af nýút- kominni breiðskífu sinni í nýjum út- setningum auk vel valinna jólalaga í félagi við góða vini en mörgum eru í minni hátíðartónleikar Árstíða á sama stað fyrir fyrir ári. „Allt er hljótt“, nýtt jólalag Árstíða, verður frumflutt á tónleikunum. Árstíðir halda tónleika í Fríkirkjunni  Sigríður Thorlacius & Heið- urspiltar og Moses Hightower leiða saman hesta sína á tónleikum á Batteríinu í Hafnarstræti í kvöld. Sigríður og Heiðurspiltar sendu frá sér plötuna Á ljúflingshól á árinu og verða þetta líklegast síð- ustu tónleikar þeirra í dágóðan tíma. Kvartettinn Moses Hightower var stofnaður vorið 2007 og sam- anstendur af þeim Andra Ólafssyni, Daníel Friðriki Böðvarssyni, Magn- úsi Tryggvasyni Eliassen og Stein- grími Karli Teague. Drengirnir hafa lengi unnið hörðum höndum að sinni fyrstu breiðskífu og er hún væntanleg á markað á næsta ári. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 22 og er miðaverð 1.000 krónur. Sigríður og Moses Hightower á Batteríinu Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is JÓHANN Ævar Grímsson er ekki eins þekktur og þeir Ólafur Ragnar, Daníel og Georg Bjarnfreðarson en þeir þekkjast þó býsna vel. Jóhann hefur skrifað handritið að öllum Vaktar-þáttaröðunum um þá félaga, með leikstjóra og aðalleikurum, þ.e. Næturvaktinni, Dagvaktinni og Fangavaktinni og einnig kvikmynd- inni Bjarnfreðarsyni sem verður frumsýnd á annan í jólum. Bjarn- freðarson er lokakaflinn í hinni tragíkómísku sögu af kommúnist- anum stórmennskubrjálaða, Georg Bjarnfreðarsyni, sem Jón Gnarr hef- ur túlkað með miklum tilþrifum, og vinnufélögum hans. Í þeirri mynd er kafað dýpra í sálarlíf Georgs, út- skýringa leitað á því af hverju hann er eins og hann er. Af VHS-kynslóðinni Blaðamaður sló á þráðinn til Jó- hanns og spurði hann fyrst að því hvenær áhugi hans fyrir hand- ritaskrifum hefði kviknað. „Ég er af þessari VHS-kynslóð, vídeóleigan var barnfóstran mín. Svo fattar maður þegar maður eldist að það er fólk sem gerir þetta, býr til þessi verk. Mig langaði til þess að verða hluti af því,“ svarar Jóhann. – Nú hafa þættirnir um vaktirnar slegið rækilega í gegn. Vinsældirnar hljóta að hafa farið fram úr vonum? „Algjörlega og sérstaklega hvað við höfum náð að gera stóra sögu saman. Í blaðsíðum talið er þetta rétt rúmlega þúsund blaðsíður, þ.e. Næturvakt, Dagvakt, Fangavakt og Bjarnfreðarson. Þegar við byrjuðum átti þetta að vera ein sería en þökk sé frábærum viðtökum hefur þetta vaxið og vaxið.“ Jóhann segir handritaskrifin hafa farið þannig fram að þeir Ragnar hafi skrifað fyrsta uppkast að hand- riti og svo kasti þeir og leikarar á milli sín hugmyndum, reyni að eiga nægilega mikið efni að moða úr. Allt saman sé lesið yfir og það mörgum sinnum, handritið slípað til þar til allir eru sáttir við söguþráðinn. Eftir það taki við spunaferli leikstjóra og leikara og allt endi svo í handriti. Plús, mínus og einhver á milli Ragnar átti upphaflegu hugmyndina að Næturvaktinni, að leiða saman þessar þrjár ólíku persónur. „Það er einn kommúnisti, einn kapítalisti og svo einhver í miðjunni,“ útskýrir Jó- hann. Persónurnar hafi svo mótast í samstarfi við leikarana. – Nú eru þetta býsna kunnuglegir karakterar, jafnvel klisjukenndir. „Það er ofsalega þægilegt að vinna út frá klisjunni, alla vega að mínu mati. Það er miklu skemmti- legra að skoða klisjuna, taka hana og fara með hana eins langt að kjarn- anum og þú getur og gefa henni betri og meiri dýpt. Þannig færðu persónur sem er auðveldara að tengja við en á sama tíma þurfa þær ekkert að vera tvívíðar eða einfald- ar,“ segir Jóhann. Georg og Ólafur séu tvær ólíkar öfgar og unnið út frá því. Plús og mínus með jafnvægi á milli, þ.e. hinum lífsleiða Daníel. – Af hverju er Georg þungamiðjan í kvikmyndinni? „Hann er dýnamískasti karakter- inn og ótrúlega margar baksögur sem við áttum um hann, þökk sé Jóni Gnarr að stærstum hluta,“ seg- ir Jóhann. Georg hafi verið þunga- miðja þáttaraðanna. „Ég held að það sé fullt til af Ólöf- um og Georgum einhvers staðar,“ svarar hann, spurður að því hvort Georg og Ólafur séu séríslenskar manngerðir. Úr Bjarnfreðarsyni Maðurinn sem þjóðin elskar að hata, túlkaður af Jóni Gnarr, með Ólafi Ragnari, sem Pétur Jóhann Sigfússon leikur. Inn að kjarna klisjunnar  Sögunni af Georg, Ólafi Ragnari og Daníel lýkur í kvikmyndinni Bjarnfreðarson  Georg er dýnamískasti karakterinn að sögn eins handritshöfunda Jóhann Ævar Grímsson Sjálfmenntaður í handritaskrifum og vel skólaður eftir að hafa skrifað þrjár þáttaraðir um Georg og félaga og eina kvikmynd. Morgunblaðið/Heiddi Jóhann er sjálfmenntaður í handritaskrifum, fór að stunda þau á mennta- skólaárunum en eldskírn- ina hlaut hann þegar hann skrifaði handritið að Astrópíu með Ottó Geir Borg. Ragnar Bragason, leikstjóri Vaktar- þáttaraðanna og Bjarn- freðarsonar, átti upp- haflega að leikstýra Astrópíu en á endanum var það Gunnar B. Guðmundsson sem leik- stýrði henni. Samstarf Ragnars og Jóhanns hefur hins vegar verið afar farsælt og þættirnir um Georg og fé- laga notið afar mikilla vinsælda hér á landi. Jó- hann hefur einnig skrifað handrit fyrir gamanþætt- ina Stelpurnar og Ára- mótaskaupið 2007. Það má því segja að Jóhann sé orðinn ágætlega skól- aður í að skrifa gam- ansöm handrit, þó svo dramatík sé vissulega að finna í harmsögunni af Georg Bjarnfreðarsyni. Astrópía var eldskírnin Ragnhildur Stein- unn í Astrópíu. Gaman Elíza naut þess að vinna nýju plötuna sína. 44 Menning

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.