Morgunblaðið - 22.12.2009, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 22.12.2009, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009 Áhugafólk um myndlist geturglaðst yfir óvenjumörgumbókum sem skolar á land með þessu flóði. Tvær þessara bóka fjalla um menn sem grípa inn í um- hverfið með listsköpun sinni, reyndar á afar ólíkan hátt. Ann- arsvegar er þetta bók um Pál á Húsafelli og hinsvegar bók um Dav- íð Örn Halldórsson. Páll hefur klappað ásjónur á björg en bak- grunnur Davíðs Arnar er í vegg- málverkinu. Þetta eru ólíkir menn, nær tuttugu ár á milli þeirra, en list beggja hefur notið talsverðrar hylli á liðnum árum.    Bókin um Pál á Húsafelli er gefinút í tilefni fimmtugsafmælis hans í mars, en þá var haldin um- fangsmikil sýning á portrettum hans í Reykjavík Art Gallery. Páll er sannkallað náttúrubarn, eins og glögglega birtist í list hans. Bæj- argilið í Húsafelli, þar sem björgin stór og smá liggja á víð og dreif, er hluti af vinnustofu hans á staðnum. Bæjargilið er í bókinni sagt „goð- orð“ Páls og er það vel til fundið, enda hefur hann klappað ófáar myndir út úr þessum björgum, og margar gefur að líta þar á staðnum. Eins og sæmir yfirlitsriti má sjá allar tegundir listsköpunar Páls í bókinni; auk höggmyndanna eru þarna málverk, mörg af sveit- ungum hans, þrykk og teikningar. Einnig myndir af Páli með vinum og kunningjum, til að mynda hljóm- sveitinni Sigur Rós að leika á steinahörpu listamannsins. Forvitnilegt er að skoða myndir í bókinni sem sýna hvernig Páll vinn- ur verk úti í samræðu við umhverf- ið. Í Draugaréttinni á Húsafelli, þar sem séra Snorri á Húsafelli á að hafa kveðið niður 71 draug, gægj- ast ásjónur nokkurra þeirra upp. Í Bæjargilinu eru þeir hlið við hlið þríhöfða þurs og nafnlaus söngvari, og á Kaldadal hjó Páll ásjónu Bachs í gráan stein eftir að þeir félagar hann og Thor Vilhjálmsson höfðu verið þar uppljómaðir á ferð.    Á meðal Páll á Húsafelli vinnurúti í náttúrunni rekur Davíð Örn Halldórsson annars konar fleyga í umhverfi sitt. Bókin með verkum hans nefnist Ofhlæði og í henni eru birt málverk eftir Davíð Örn, sem kom fram sem listamaður fyrir áratug, en einnig myndir af verkum sem hann hefur unnið á byggingar heima og erlendis, auk áhugaverðra ljósmynda sem sýna hvernig málverk listamannsins fara inni á heimilum og skrifstofum. Báðir listamennirnir vinna á áhugaverðan hátt með inngrip í umhverfið. Davíð Örn segir að formin „flæði áfram,“ en hann not- ar lakkbrúsa og pensla og formin vella fram í oft áhrifaríku „of- hlæði.“ Efniviðurinn setur Páli oft meiri skorður enda annað að höggva í grjót en úða litnum á veggi eða viðarplötur. Báðir eru þó listamennirnir á áhugaverðri og persónulegri braut eins og bæk- urnar um þá sýna. efi@mbl.is Listaverkin felld inn í umhverfið »Efniviðurinn seturPáli oft meiri skorður enda annað að höggva í grjót en úða litnum á veggi eða viðarplötur. Steinsmiður Páll á Húsafelli við eitt verka sinna með Bæjargilið í baksýn. AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson Rozamira festival Veggverk eftir Davíð Örn í Moskvu, 2007. Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum SÝND Í REGNBOGANUM SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í REGNBOGANUM HHHH „Ein magnaðasta mynd ársins” S.V. - MBL HHHH Roger Ebert - Chicago Sun-Times HHHH „Þrekvirki!” - HS, Mbl ÍSLENSKT TAL JÓLAMYNDIN 2009 Missið ekki af þessari byltingarkenndu stórmynd frá James Cameron leikstjóra Titanic. TILNEFNINGAR TIL GO LDEN GL OBE VERÐLAUNA BESTA MYND - BESTI LEIKSTJÓRI - BESTA TÓNLIST - BESTA LAG BÍÓUPPLIFUN ALDARINNAR! SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI Avatar 2D kl. 5 - 6:45 - 8:30 - 10:10 B.i.10 ára Saw 6 kl. 8 - 10 B.i.16 ára Bad Lieutenant kl. 5:30 - 10:30 B.i.16 ára Julie and Julia kl. 5:20 - 8 LEYFÐ Avatar kl. 6 - 8 - 10 B.i. 10 ára 9 kl. 6 B.i. 10 ára Avatar 3D kl. 2:40 (950kr) - 6 - 9:20 B.i.10 ára Avatar 2D kl. 2:40 - 6 - 9:20 B.i.10 ára Anvil kl. 4 - 6 B.i.7 ára Whatever Works kl. 5:50 - 8 B.i.7 ára A Serious Man kl. 3:30 - 10:10 B.i.12 ára Desember kl. 8(700kr) - 10(700kr) B.i.10 ára 600 kr. Gildir ekki á 3D né í L úxus 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. LANGSTÆRSTA BÍÓOPNUN ÁRSINS! Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og HáATH. ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIÐ GILDIR EKKI Í BORGARBÍÓI, LÚXUS, 3-D MYNDIR OG ÍSLENSKAR MYNDIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.