Morgunblaðið - 22.12.2009, Side 49

Morgunblaðið - 22.12.2009, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2009 JÓLAGJÖFIN Í ÁR FÆST Í MIÐASÖLUM GJAFAKORT SAMBÍÓANNA James Levine; Kathleen Kim, Anna Netrebko,Ekaterina Gubanova, Kate Lindsey, Joseph Calleja, Alan Held Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „MÉR fannst bara svo leiðinlegt úr- val af plötum á landinu og var orð- inn þreyttur á að vera vælandi yfir að það væri aldrei neitt til svo ég ákvað að reyna að gera betur sjálf- ur,“ segir Ingvar Geirsson sem opn- aði í haust plötubúðina Lucky Re- cords á Hverfisgötu 82. Plötusala Ingvars hófst þó ekki þar því það eru rúm tvö ár síðan hann byrjaði að selja vínilplötur í Kolaportinu og hefur hann staðið vaktina þar um hverja helgi síðan. „Ég verð áfram með plötur í Kolaportinu um helgar, en ég ákvað að opna búð líka því ég er bara með tólf sölutíma á helgi í Kolaportinu,“ segir Ingvar. Hann kaupir plöturnar aðallega frá Bandaríkjunum og Bretlandi auk þess að kaupa plötusöfn af fólki hér heima. „Ég er með tuttugu til þrjátíu þús- und plötur í búðinni, gamlar og nýj- ar. Ég var einmitt með einn hérna í morgun til aðstoða mig við að fara í gegnum allar jólaplöturnar og okk- ur telst til að ég sé með um sex hundruð jólaplötur til sölu. Þær verða bara uppi í desember, fara í geymslu hina mánuði ársins,“ segir Ingvar. Fleira er þó til sölu í Lucky Re- cords en vínilplötur. „Ég er líka með helling af notuðum og nýjum geisla- og mynddiskum og plakötum.“ Geisladiskar óspennandi Áhugi Ingvars á vínilplötum er mikill og hefur geisladiskurinn aldr- ei náð að fella hana af stalli. „Mér fannst geisladiskarnir aldr- ei spennandi eða eigulegir. Svo er meiri stemning í því að setja vín- ilplötu á fóninn, það er einhvers konar athöfn. Það er líka oft mikil hönnun í kringum hverja plötu og gaman að skoða plötuumslögin sem eru oft frábærlega vel gerð á tíma þar sem ekki var tölvutækni eins og nú,“ segir Ingvar sem hlustar sjálf- ur aðallega á djasstónlist, sál, fönk, hipphopp, reggí og heimstónlist. Hann segir viðskiptavini búð- arinnar á öllum aldri og að svo virð- ist sem margir eigi plötuspilara ennþá. „Það fást líka nýir plötuspil- arar víða í raftækjabúðum, þeir eru ekkert útdauðir,“ segir Ingvar og hlær. Morgunblaðið/Heiddi Úrvalið Í búðinni eru mörgþúsund plötur af öllum gerðum. Lukkulegur vínilplötusali  Ingvar Geirsson selur gamlar og nýjar vínilplötur á Hverfisgötunni  Aldrei fundist geisladiskar spennandi Morgunblaðið/Heiddi Lukkulegur Ingvar hefur selt vínilplötur í nokkur ár í Kolaportinu og opn- aði í haust búð á Hverfisgötunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.