Morgunblaðið - 31.12.2009, Side 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009
NÝTT ÁR – NÝR LÍFSSTÍLL
• Sparnaður
• Betri líðan
• Endurnýting
• Endurvinnsla
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór
Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Stofna tugi samlagsfélaga
Skattahækkun á einkahlutafélög leiðir af sér meiri áhuga á sameignarfélögum
og samlagsfélögum A.m.k. tuttugu samlagsfélög stofnuð í Reykjavík í vikunni
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
STRÍÐUR straumur fólks hefur
verið á skrifstofu sýslumannsins í
Reykjavík í vikunni, eftir að bent
var á skattalegt hagræði sem felst
nú í því að hafa rekstur í sameign-
arfélagi eða samlagsfélagi, frekar en
einkahlutafélagi.
Slík félög eru stofnuð hjá sýslu-
mönnum, en fyrirtækjaskrá sér um
að gefa út kennitölu fyrir þau.
Straumurinn er ekki mikið farinn að
berast til fyrirtækjaskrár enn, sam-
kvæmt upplýsingum þaðan, en í des-
ember hafa þangað komið beiðnir
um fimm sameignarfélög og þrettán
samlagsfélög.
Röð út úr dyrum í Reykjavík
Þegar haft var samband við skrif-
stofu sýslumannsins í Reykjavík í
gær höfðu 20 samlagsfélög þegar
verið stofnuð þar í vikunni og var þá
biðröð út úr dyrum, af fólki sem beið
eftir því að fá slíka þjónustu. Einnig
var rætt við fulltrúa sýslumanna í
Hafnarfirði, Kópavogi og á Akur-
eyri. Þar var yfirleitt einhver aukn-
ing, þótt ekki væri það holskefla eins
og á skrifstofunni í Reykjavík.
Allt árið 2008 voru skráð 65 sam-
lagsfélög hjá fyrirtækjaskrá, en í
gær höfðu verið skráð 82 á þessu ári.
Nokkrar umsóknir biðu þá skrán-
ingar. 34 sameignarfélög voru skráð
á árinu 2008 og þar til í gær höfðu 44
verið skráð á þessu ári. Því hefur
orðið vart við talsverða aukningu,
ekki síst í lok ársins.
Það sem rekur fólk út í þessar til-
færingar er ekki síst að ef arð-
greiðsla einkahlutafélags verður nú
meiri en fimmtungur af eigin fé þess
verður helmingur hennar skil-
greindur sem tekjur og ber því
tekjuskatt en ekki fjármagns-
tekjuskatt. Fyrir marga munar
þetta talsverðum fjárhæðum á ári
hverju.
Í HNOTSKURN
»Einkahlutafélög hafa ekkieinungis verið verkfæri út-
rásarvíkinga, heldur rekstr-
arfélög margra einyrkja.
»Á Akureyri var aðeins einbeiðni um stofnun sam-
lagsfélags komin í þessum
mánuði í gær.
TÍÐARFAR var hagstætt á árinu
2009, segir í bráðabirgðaskýrslu
Trausta Jónssonar veðurfræðings
um árið. Var hiti langt yfir meðallagi
um landið sunnanvert og vel yfir
meðallagi nyrðra. Skaðaveður voru
óvenjufá á árinu.
„Í Reykjavík stefnir árið í að verða
það 10. hlýjasta frá upphafi mæl-
inga,“ segir m.a. í skýrslunni. „Hit-
inn var 1,2 stigum ofan við meðaltalið
1961-1990 og 0,5 eða 0,6 stigum ofan
meðaltalsins 1931-1960, auk þess 0,2
stigum ofan meðallags síðustu 10
ára. Á Akureyri var árið ívið svalara,
að tiltölu, og lenti í 30. sæti frá upp-
hafi mælinga þar, 1882, og í Stykk-
ishólmi var árið það 14. hlýjasta frá
upphafi mælinga 1845.
Sólskinsstundir í Reykjavík mæld-
ust um 1490 og er það meir en 200
stundum umfram meðallag. Ársúr-
koma mældist 713 mm í Reykjavík
fram til 30. desember og er það um
10% undir meðallagi. Þetta er þurr-
asta ár í Reykjavík síðan 1995. Á Ak-
ureyri mældist úrkoman 652 mm
fram til 30. desember, ríflega 30%
umfram meðallag. Þetta er mesta
ársúrkoma á Akureyri frá 1991, en
1992 var úrkoman svipuð og nú.
Tíðarfar hagstætt 2009
Hiti óvenju hár sunnanlands og yfir meðallagi nyrðra
Morgunblaðið/Ásdís
Notalegt Oft var mikil sólar-
breyskja í Reykjavík.
Í HNOTSKURN
»Hlýjast var að tiltölu áSuðausturlandi í apríl en
svalast á Vestfjörðum.
»Fara þarf aftur til 1889 tilað finna jafnlitla úrkomu í
júlí í Reykjavík.
»Síðasta vika ársins varmjög köld um meginhluta
landsins og óvenjumikill snjór
sums staðar norðanlands.
Ríkisendur-
skoðun hefur
birt samræmd
gögn um fram-
lög til
Framsóknar-
flokks, Reykja-
víkurlista og
Samfylkingar
2002-2006 og
upplýsingar um framlög til aðal-
skrifstofa Sjálfstæðisflokksins og
VG.
Þá hefur stofnunin birt upplýs-
ingar um framlög til frambjóðenda í
prófkjöri/forvali vegna alþingiskosn-
inganna 2007 og sveitarstjórnar-
kosninganna 2006. Fjárframlög til
Framsóknarflokksins námu 182,2
milljónum króna árið 2006, þar af var
framlag frá ríkinu 55 milljónir og
framlög frá fyrirtækjum 95,5 millj-
ónir króna. Hæst var framlag KB
banka, 11 milljónir.
Flokksskrifstofa Sjálfstæðis-
flokksins fékk alls 104,2 milljónir
króna í styrki, ekki koma fram upp-
lýsingar um þá sem veittu styrkina.
Tveir styrkir voru upp á 30 milljónir.
Framlög til Samfylkingarinnar
námu 127,5 milljónum árið 2006 og
þar af voru 102 milljónir frá fyrir-
tækjum. Hæsti styrkurinn var frá
Kaupþingi, 11,5 milljónir króna. Frá
Landsbanka komu 8,5 milljónir, Ís-
landsbanka 5,5 milljónir og Actavis
5,5 milljónir. FL Group, Dagsbrún og
Baugur Group gáfu fimm milljónir.
Fjárframlög til VG námu 32 millj-
ónum, þar af var ríkisframlag 26,7
milljónir. Engin framlög frá fyrir-
tækjum eru skráð í bókhaldi VG.
Fengu 11
millj. frá
KB banka
Framsókn fékk
95,5 milljónir frá
fyrirtækjum 2006
TVEIR fangar struku af Litla-
Hrauni í gærkvöldi með því að klifra
yfir girðinguna á útivistartíma og
hlaupa út í myrkrið. Annar fang-
anna var gripinn strax við fangelsið,
en hinn fannst tæpum tveimur tím-
um síðar í heimahúsi á Eyrarbakka.
Lögregla brá skjótt við og lokaði
leiðum til og frá Eyrarbakka. Ekki
er vitað hvað mönnunum gekk til
með þessari misheppnuðu flóttatil-
raun, en leiða má líkur að því að þeir
hafi verið skemmtanaþyrstir fyrir
gamlárskvöld.
Stukku yfir girðingu
á útivistartíma
EFNT var til minningaraksturs vegna þeirra
þriggja manna sem létust í bílslysi á Hafnar-
fjarðarvegi við Arnarneshæð hinn 18. desember.
Leigubílstjórar tóku sig saman um að aka stutt-
an hring til að minnast þeirra Sæmundar Sæ-
mundssonar, Björns Björnssonar og Hrafnkels
Kristjánssonar og var þeim sem vildu boðið að
taka þátt í akstrinum. Kveikt var á kertum og
einnar mínútu þögn viðhöfð.
Minntust þeirra sem létust í bílslysi á Arnarneshæð
Morgunblaðið/hag
Ekinn hringur og kveikt á kertum