Morgunblaðið - 31.12.2009, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 31.12.2009, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009 NÝTT ÁR – NÝR LÍFSSTÍLL • Sparnaður • Betri líðan • Endurnýting • Endurvinnsla Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Stofna tugi samlagsfélaga  Skattahækkun á einkahlutafélög leiðir af sér meiri áhuga á sameignarfélögum og samlagsfélögum  A.m.k. tuttugu samlagsfélög stofnuð í Reykjavík í vikunni Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is STRÍÐUR straumur fólks hefur verið á skrifstofu sýslumannsins í Reykjavík í vikunni, eftir að bent var á skattalegt hagræði sem felst nú í því að hafa rekstur í sameign- arfélagi eða samlagsfélagi, frekar en einkahlutafélagi. Slík félög eru stofnuð hjá sýslu- mönnum, en fyrirtækjaskrá sér um að gefa út kennitölu fyrir þau. Straumurinn er ekki mikið farinn að berast til fyrirtækjaskrár enn, sam- kvæmt upplýsingum þaðan, en í des- ember hafa þangað komið beiðnir um fimm sameignarfélög og þrettán samlagsfélög. Röð út úr dyrum í Reykjavík Þegar haft var samband við skrif- stofu sýslumannsins í Reykjavík í gær höfðu 20 samlagsfélög þegar verið stofnuð þar í vikunni og var þá biðröð út úr dyrum, af fólki sem beið eftir því að fá slíka þjónustu. Einnig var rætt við fulltrúa sýslumanna í Hafnarfirði, Kópavogi og á Akur- eyri. Þar var yfirleitt einhver aukn- ing, þótt ekki væri það holskefla eins og á skrifstofunni í Reykjavík. Allt árið 2008 voru skráð 65 sam- lagsfélög hjá fyrirtækjaskrá, en í gær höfðu verið skráð 82 á þessu ári. Nokkrar umsóknir biðu þá skrán- ingar. 34 sameignarfélög voru skráð á árinu 2008 og þar til í gær höfðu 44 verið skráð á þessu ári. Því hefur orðið vart við talsverða aukningu, ekki síst í lok ársins. Það sem rekur fólk út í þessar til- færingar er ekki síst að ef arð- greiðsla einkahlutafélags verður nú meiri en fimmtungur af eigin fé þess verður helmingur hennar skil- greindur sem tekjur og ber því tekjuskatt en ekki fjármagns- tekjuskatt. Fyrir marga munar þetta talsverðum fjárhæðum á ári hverju. Í HNOTSKURN »Einkahlutafélög hafa ekkieinungis verið verkfæri út- rásarvíkinga, heldur rekstr- arfélög margra einyrkja. »Á Akureyri var aðeins einbeiðni um stofnun sam- lagsfélags komin í þessum mánuði í gær. TÍÐARFAR var hagstætt á árinu 2009, segir í bráðabirgðaskýrslu Trausta Jónssonar veðurfræðings um árið. Var hiti langt yfir meðallagi um landið sunnanvert og vel yfir meðallagi nyrðra. Skaðaveður voru óvenjufá á árinu. „Í Reykjavík stefnir árið í að verða það 10. hlýjasta frá upphafi mæl- inga,“ segir m.a. í skýrslunni. „Hit- inn var 1,2 stigum ofan við meðaltalið 1961-1990 og 0,5 eða 0,6 stigum ofan meðaltalsins 1931-1960, auk þess 0,2 stigum ofan meðallags síðustu 10 ára. Á Akureyri var árið ívið svalara, að tiltölu, og lenti í 30. sæti frá upp- hafi mælinga þar, 1882, og í Stykk- ishólmi var árið það 14. hlýjasta frá upphafi mælinga 1845. Sólskinsstundir í Reykjavík mæld- ust um 1490 og er það meir en 200 stundum umfram meðallag. Ársúr- koma mældist 713 mm í Reykjavík fram til 30. desember og er það um 10% undir meðallagi. Þetta er þurr- asta ár í Reykjavík síðan 1995. Á Ak- ureyri mældist úrkoman 652 mm fram til 30. desember, ríflega 30% umfram meðallag. Þetta er mesta ársúrkoma á Akureyri frá 1991, en 1992 var úrkoman svipuð og nú. Tíðarfar hagstætt 2009 Hiti óvenju hár sunnanlands og yfir meðallagi nyrðra Morgunblaðið/Ásdís Notalegt Oft var mikil sólar- breyskja í Reykjavík. Í HNOTSKURN »Hlýjast var að tiltölu áSuðausturlandi í apríl en svalast á Vestfjörðum. »Fara þarf aftur til 1889 tilað finna jafnlitla úrkomu í júlí í Reykjavík. »Síðasta vika ársins varmjög köld um meginhluta landsins og óvenjumikill snjór sums staðar norðanlands. Ríkisendur- skoðun hefur birt samræmd gögn um fram- lög til Framsóknar- flokks, Reykja- víkurlista og Samfylkingar 2002-2006 og upplýsingar um framlög til aðal- skrifstofa Sjálfstæðisflokksins og VG. Þá hefur stofnunin birt upplýs- ingar um framlög til frambjóðenda í prófkjöri/forvali vegna alþingiskosn- inganna 2007 og sveitarstjórnar- kosninganna 2006. Fjárframlög til Framsóknarflokksins námu 182,2 milljónum króna árið 2006, þar af var framlag frá ríkinu 55 milljónir og framlög frá fyrirtækjum 95,5 millj- ónir króna. Hæst var framlag KB banka, 11 milljónir. Flokksskrifstofa Sjálfstæðis- flokksins fékk alls 104,2 milljónir króna í styrki, ekki koma fram upp- lýsingar um þá sem veittu styrkina. Tveir styrkir voru upp á 30 milljónir. Framlög til Samfylkingarinnar námu 127,5 milljónum árið 2006 og þar af voru 102 milljónir frá fyrir- tækjum. Hæsti styrkurinn var frá Kaupþingi, 11,5 milljónir króna. Frá Landsbanka komu 8,5 milljónir, Ís- landsbanka 5,5 milljónir og Actavis 5,5 milljónir. FL Group, Dagsbrún og Baugur Group gáfu fimm milljónir. Fjárframlög til VG námu 32 millj- ónum, þar af var ríkisframlag 26,7 milljónir. Engin framlög frá fyrir- tækjum eru skráð í bókhaldi VG. Fengu 11 millj. frá KB banka Framsókn fékk 95,5 milljónir frá fyrirtækjum 2006 TVEIR fangar struku af Litla- Hrauni í gærkvöldi með því að klifra yfir girðinguna á útivistartíma og hlaupa út í myrkrið. Annar fang- anna var gripinn strax við fangelsið, en hinn fannst tæpum tveimur tím- um síðar í heimahúsi á Eyrarbakka. Lögregla brá skjótt við og lokaði leiðum til og frá Eyrarbakka. Ekki er vitað hvað mönnunum gekk til með þessari misheppnuðu flóttatil- raun, en leiða má líkur að því að þeir hafi verið skemmtanaþyrstir fyrir gamlárskvöld. Stukku yfir girðingu á útivistartíma EFNT var til minningaraksturs vegna þeirra þriggja manna sem létust í bílslysi á Hafnar- fjarðarvegi við Arnarneshæð hinn 18. desember. Leigubílstjórar tóku sig saman um að aka stutt- an hring til að minnast þeirra Sæmundar Sæ- mundssonar, Björns Björnssonar og Hrafnkels Kristjánssonar og var þeim sem vildu boðið að taka þátt í akstrinum. Kveikt var á kertum og einnar mínútu þögn viðhöfð. Minntust þeirra sem létust í bílslysi á Arnarneshæð Morgunblaðið/hag Ekinn hringur og kveikt á kertum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.