Morgunblaðið - 31.12.2009, Qupperneq 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
RÁÐHERRANN var að vísa til eig-
in frásagna um að hann hefði ekki
haft undir höndum þau gögn sem til-
greind væru í bréfi bresku lög-
mannsstofunnar Mishcon de Reya.
Samkvæmt samtölum við þing-
menn á Alþingi í gær kom strax í
fyrrakvöld fram sú afstaða fjöl-
margra þingmanna, hvort sem var í
stjórnarliði eða stjórnarandstöðu, að
Svavar Gestsson, sem var formaður
samninganefndar Íslands um Ice-
save, hefði í raun gert hárrétt, þegar
hann ákvað að lögmannsstofan
breska myndi fjarlægja ákveðin
gögn úr skýrslu sinni, áður en hún
yrði afhent Össuri Skarphéðinssyni
utanríkisráðherra hinn 31. mars sl.
Það virðist vera staðföst sannfær-
ing þeirra þingmanna og ráðherra
sem starfað hafa með Össuri Skarp-
héðinssyni í gegnum tíðina, að það
sé afskaplega hæpinn leikur að trúa
ráðherranum fyrir viðkvæmum upp-
lýsingum, því hann eigi svo bágt með
að þegja yfir slíkum upplýsingum.
Dónaskapur
Þingmenn sem rætt var við telja
að það sé með miklum ólíkindum
hvernig spilast hafi úr Icesave-
deilum á þingi undanfarna daga.
Svavar Gestsson hafi sýnt fjár-
laganefnd dónaskap, þegar hann
baðst undan að mæta á fund nefnd-
arinnar og svara spurningum fjár-
laganefndarmanna. Þess í stað hafi
hann bitið hausinn af skömminni
með því að senda nefndinni yfirlýs-
ingu, þar sem segir m.a.: „Í bréfi
lögmannsstofunnar Mishcon de
Reya er fullyrt að ég hafi lagt svo
fyrir sem formaður samninganefnd-
arinnar að ekki mætti sýna utanrík-
isráðherra Össuri Skarphéðinssyni
hluta af kynningu lögmannsstof-
unnar í Icesave-málinu þar sem mál-
ið væri of viðkvæmt. Einhverjir hafa
kosið að skilja þetta svo að ég hafi
ekki treyst utanríkisráðherra. Ekk-
ert er fjær sannleikanum og bið ég
fjárlaganefnd í allri vinsemd að hug-
leiða hvaða markmiðum ég hefði náð
með því að leyna mikilvægum gögn-
um fyrir utanríkisráðherra.“
Fjárlaganefndarmaður spurði
mig í gær, hvers vegna Svavar segði
ekki beinum orðum að hann hefði
ekki lagt svo fyrir að gögnin væru
fjarlægð. Hann svaraði spurningu
sinni sjálfur með því að segja: „Vit-
anlega gerði hann það ekki, vegna
þess að hann getur ekki leyft sér að
ljúga á prenti að nefndinni. Af sömu
sökum hefur hann ekki treyst sér til
þess að koma fyrir okkur í nefndinni
og svara spurningum okkar og vit-
anlega liggur það í augum uppi, að
þessi gamli refur í pólitík, Svavar
Gestsson, treystir Össuri ekki yfir
þveran þröskuld og það vantraust
byggir hann á áralangri reynslu.“
Svavar lagði áherslu á leynd
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði á þingi í
gær að í tölvupóstum kæmi fram að
Svavar Gestsson, formaður Icesave-
samninganefndarinnar, hefði lagt
mikla áherslu á að það sem sneri að
hugsanlegri málsókn gegn breska
fjármálaeftirlitinu færi hljótt. „Það
rímar ágætlega við það sem áður
hefur komið fram að þetta atriði hafi
verið tekið út úr kynningu um þetta
mál í vor.“
„Hafði Svavar t.d. samráð um það
við Steingrím J. Sigfússon fjár-
málaráðherra að nauðsynlegt væri
að leyna þessum viðkvæmu upplýs-
ingum fyrir utanríkisráðherra?“
spurði stjórnarandstöðuþingmaður
og velti því fyrir sér hvaða afleið-
ingar það kæmi til með að hafa fyrir
stjórnarsamstarfið, ef á daginn
kæmi, að slíkt samráð hefði átt sér
stað. Nú hlyti að hrikta í stoðum
stjórnarsamstarfsins.
Þá skellihló þingheimur allur
Þverpólitísk samstaða á Alþingi um að Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra sé illa treystandi
fyrir viðkvæmum leyndarmálum Því hafi Svavar Gestsson gert rétt í því að fjarlægja viðkvæm gögn
Össur Skarphéðinsson utanrík-
isráðherra uppskar bæði hlátra-
sköll og framíköll úr þingsal í
fyrrakvöld, þegar hann sagði úr
ræðustól á Alþingi: „Ég hef alltaf
sagt satt í þessu máli.“
FULLTRÚAR í
sveitarstjórn
Borgarbyggðar
sem unnið hafa
saman í svokall-
aðri „þjóðstjórn“
undanfarna mán-
uði ákváðu í dag
að slíta því sam-
starfi í ljósi þess
að ekki hefur náðst samkomulag um
áherslur við vinnu fjárhagsáætlunar
fyrir árið 2010.
Þjóðstjórnin svokallaða var mynd-
uð um samstarf Borgarlistans, Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknar. Að
sögn Björns Bjarka Þorsteinssonar,
oddvita D lista og forseta fráfarandi
sveitarstjórnar, hefur samstarfið
gengið vel hingað til en þegar kom
að stórum ákvörðunum nú hafi of
mikið skilið á milli til að unnt væri að
halda samstarfinu áfram. Niður-
skurður í menntamálum var ásteyt-
ingarsteininn.
„Það voru fyrst og fremst
fræðslumálin, sem eru stærstu mál-
in hjá okkur. Við höfum verið að
ræða framtíð skólanna og ekki verið
sammála um áherslur. Þegar það er
komin þjóðstjórn á annað borð þá er
mikilvægt að ná sem bestum takti og
það tókst ekki í þessu máli svo þetta
var niðurstaðan.“
Björn Bjarki vill ekkert segja um
framhaldið en segir menn vera að
hlera hver annan um stöðu mála og
vonast sé til að það ráðist sem fyrst
hvernig næsta stjórn verður mynd-
uð. „Menn þurfa að geta starfað
saman og það var ekki hægt lengur,
en þetta var engin bomba, þetta var
allt á rólegum nótum.“
„Þjóðstjórn“
Borgar-
byggðar
sprungin
Borgarnes
Þingmenn sem rætt var við sögðu
að það væri kostulegt að skoða
dagsetningar í sambandi við upp-
ljóstranir Mishcon de Reya, því
samkvæmt upplýsingum Bretanna
hafi kynningarfundurinn, sem Öss-
ur segist ekki hafa verið á, átt sér
stað á hóteli Össurar í London hinn
31. mars sl. Gerð er grein fyrir yf-
irlýsingu Mishcon de Reya í frétt
hér í blaðinu í dag, en þar kemur
m.a. fram að Kristján Guy Burgess,
Svavar Gestsson og Gunnlaugur
Erlendsson voru viðstaddir kynn-
ingarfund lögmannsstofunnar á
hóteli utanríkisráðherrans, ásamt
Össuri Skarphéðinssyni, að sjálf-
sögðu.
Það var nákvæmlega einni viku
eftir að Steingrímur J. Sigfússon,
fjármálaráðherra og formaður
Vinstri grænna, kom fram í um-
ræðuþættinum Zetunni á mbl.is
þar sem efast var um að Svavar
hefði nægilega reynslu af alþjóð-
legum samningum til að stýra
verkinu. Svör Steingríms voru skýr:
„Ég treysti Svavari Gestssyni. Ég
veit að hann er að gera góða hluti
og ég lofa þér því að það er í sjón-
máli að hann landi – og hans fólk –
glæsilegri niðurstöðu fyrir okkur.“
Einn þingmaður sagði: „Það tók
ráðherrann að vísu ekki marga
daga að draga úr glæsileika þess
samnings sem var þá í burðar-
liðnum, en hann situr nú samt sem
áður uppi með þessi ótrúlegu orð
sín og þau verða lengi í minnum
höfð.“
Ráðherrann sat kynningarfund
Svavar
Gestsson
Össur
Skarphéðinsson
Steingrímur J.
Sigfússon
ÞAÐ er ekkert samræmi á milli frásagna lögmannsstofunnar Mishcon de
Reya og Svavars Gestssonar, án þess þó að Svavar hafni því að hafa látið
fjarlægja gögn úr skýrslunni áður en hún var afhent utanríkisráðherra.
Hver segir satt?
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
BRESKA lögmannsstofan Mishcon
de Reya sendi fjárlaganefnd Alþing-
is nýtt bréf í gær. Fram kemur að á
fundi í London 26. mars hafi verið
Svavar Gestsson, sendiherra og for-
maður Icesave-nefndarinnar, Hug-
inn Þorsteinsson
frá fjármálaráðu-
neytinu, Áslaug
Árnadóttir frá
Innistæðutrygg-
ingasjóði, lög-
mennirnir Mike
Stubbs og John
Young frá Mis-
hcon de Reya,
einnig lögmenn-
irnir Gunnlaugur
Erlendsson og Rebecca Stubbs.
„Á þessum fundi bað Svavar
Gestsson, sem skjólstæðingur okkar,
um að ákveðnar upplýsingar yrðu
fjarlægðar úr endurbættri útgáfu af
kynningu sem gera átti handa Össuri
Skarphéðinssyni utanríkisráðherra
fyrir fund hans með starfsbróður
sínum, David Miliband, utanríkis-
ráðherra Bretlands,“ segir í bréfinu.
Össur hafi fengið kynninguna í
hendur á hádegisverðarfundi í Rib
Room á Jumeria Carlton Tower-hót-
eli 31. mars. Viðstaddir hafi verið
auk Össurar þeir Kristján Guy
Burgess, aðstoðarmaður ráðherra,
Svavar, Huginn Þorsteinsson,
Stubbs og Gunnlaugur Erlendsson.
Huginn segist hins vegar ekki hafa
verið á þessum fundi.
„Við vitum ekki hvort Svavar
deildi einhverntíma innihaldinu í
kynningu okkar (sem dagsett var 26.
mars) með einhverjum öðrum en
þeim sem viðstödd voru fundinn
þennan dag,“ segir Mike Stubbs.
„Það getum við ekki vitað en bend-
um hins vegar á að í yfirlýsingu
Svavars er ekkert sagt um það hvort
hann hafi látið utanríkisráðherra
þessar upplýsingar í té eða Alþingi.“
Ásakanir um lygar?
Svavar hefur vísað frásögn Mish-
con á bug og Stubbs var í símtali
spurður hvort stofan gæti setið und-
ir því að skjólstæðingur sakaði hana
nánast um lygar.
„Ég held að hann geri það ekki,“
svaraði Stubbs. „Ef þú lest vel það
sem hann segir og það sem við segj-
um er um tvennt ólíkt að ræða. Hann
segir hvergi að hann hafi ekki gefið
okkur fyrirmæli um að breyta gögn-
unum. Fjórir lögmenn voru við-
staddir þennan fund, tveir utanað-
komandi og tveir frá okkar
fyrirtæki. Við getum útvegað eið-
svarinn vitnisburð frá þeim.
Ég dreg ekki í efa heiðarleika
Svavars og segi mjög skýrt að hann
sagði ekki við mig að hann myndi
halda þessum upplýsingum frá utan-
ríkisráðherra. En hann vildi ekki að
þær færu í kynninguna handa hon-
um. Og hann sagðist vera eini mað-
urinn sem væri með afrit af kynning-
unni [frá 26. 3.], hann hefði ekki látið
fleiri hafa þau. Ég gagnrýni hann
ekki heldur virði hann fyrir þetta.“
Stubbs segir hins vegar að starfs-
menn Mishcon álíti að bæði Huginn
og Áslaug hafi tekið afrit af skjalinu.
Lögmannsstofan stendur fast á
sínu um fundinn með Svavari
Rib Room Salurinn á Jumeria Carlton Tower-hótelinu í London þar sem
fulltrúar Mishcon hittu Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra 31. mars.
Sendiherra hælt
fyrir þagmælsku
um málshöfðun
Mike Stubbs
Mike Stubbs, fulltrúi bresku lög-
mannsstofunnar Mishcon de Reya,
fékk í gær skeyti frá starfsmanni
Alþingis, honum var þakkað fyrir
þau tölvuskeyti um Icesave-málið
sem hann hefði þegar áframsent
en síðan sagði: „Ég var að tala við
forseta Alþingis og það hefur verið
staðfest að við munum ekki fara
fram á fleiri áframsend tölvuskeyti
frá Mishcon de Reya.“
Rætt var við Stubbs í síma síð-
degis í gær og hann spurður hvort
lögmannsstofan væri búin að
senda öll gögn sem tengdust Ice-
save til fjárlaganefndar og hvað
honum fyndist um skeytið frá Al-
þingi.
„Það er fínt, ég er bara lögmaður
og fer bara eftir þeim fyrirmælum
sem ég fæ. Við vorum beðnir á
þriðjudag að útvega öll gögn okkar
[um Iceasve] sem ekki væru á ís-
lensku vefsíðunni [www.island.is],“
segir Stubbs. „Við gerðum það,
strituðum þrjú við þetta og fundum
alls 55 skjöl sem við sendum öll til
Alþingis aðfaranótt miðvikudags.“
– Þannig að þau hafa fengið allt
sem þið eigið sem snertir Icesave?
„Nokkurn veginn. Ég get ekki
fullyrt að allt sé í þessum gögnum
en þau fengu svo sannarlega dá-
góðan bunka af skjölum! Við fórum
afar vandlega yfir þetta, bæði þau
ráð sem við veittum og einnig skjöl
sem við fengum frá íslensku samn-
inganefndinni og hvort þau hefðu
þegar birst á vefsíðunni.“ kjon-
@mbl.is
Alþingi vill ekki fleiri gögn frá Mishcon de Reya