Morgunblaðið - 31.12.2009, Page 12

Morgunblaðið - 31.12.2009, Page 12
12 FréttirVIÐTAL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009 Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ég er að búa mig undir svefn,“ segirGunnar Eyjólfsson þegar blaða-maður nær tali af honum síðlakvölds 29. desember. „Ég hef verið svo kvefaður upp á síðkastið. Svo á að fara að forsýna á morgun Mömmu Gógó, þar sem ég er í einu hlutverkinu.“ – Þú verður að láta þér batna! „Já, ég verð að losna við kvefið, því ég er að fara út að djamma annað kvöld.“ Símtalið er til komið vegna útgáfu á ljóðinu Hrunadansi, en efnt var til hennar í tilefni af því að skáldið og ritstjórinn Matthías Johann- essen verður áttræður 3. janúar á nýju ári, og bókinni fylgir diskur með flutningi Gunnars Eyjólfssonar á ljóðinu. Björn Bjarnason ritar eftirmála, en ásamt honum höfðu umsjón með útgáfunni Styrmir Gunnarsson og Jakob F. Ásgeirsson. „Hrunadansinn hans Matthíasar,“ segir Gunnar með áherslu, „magnað verk, ævisaga blaðamanns, sem hlífir ekki sjálfum sér. Mér fannst hann svo heiðarlegur í þessu.“ – Hvenær rak Hrunadansinn á fjörur þínar? „Ég fór út til Ameríku árið 2006 og var þar hjá systur minni. Þegar ég kom heim, eftir að hafa verið í burtu í fimmtán daga, hafði ná- grannakona okkar, sem leit eftir öllu, staflað blöðunum fallega upp, og efst var þetta Morg- unblað. Á miðopnunni var Hrunadansinn, öll 39 erindin, og þau voru svo smátt prentuð til að koma öllum fyrir, að ég las þau með stækk- unargleri. Þegar kom að kaflanum um Einar Ben., þá leit ég á konuna mína og sagði: „Heyrðu, ég ætla að læra þetta. Það sem ég las um Einar Ben. hefur kveikt í mér. Ég trúi ekki öðru en það sem á eftir kemur sé eins gott.“ Og ég varð einfaldlega heillaður af verkinu.“ – Kaflinn um Einar Ben. hefur haft sterk áhrif á þig? „Já, hann er svona: En kvika landsins kynnist við sinn tíma og kjarninn er þó heill ef að er gáð, það sagði skáld sem lagði sig í líma að leita gulls og verða stórt og fjáð, en þá var útlend ógn og vetrargríma og allt laut kóngsins makt og þeirri náð sem enginn dreifir aðeins gegnum síma, en okkar skáld var bæði stórt og dáð. Það heldur áfram: Og því er rétt að nefna hann með nafni og njóta þess að ljóð hans eru til að þjóðin geti sungið þau og safni sárri reynslu sem enginn getur skilað jafnvel þótt hún hundsi þau og hafni af hrokafullri ást sem hefur bilað, samt lifir Einar enn og margvíslega í andartaki þess sem flestir trega. Og þá var það sem ég ákvað að læra ljóðið!“ – Matthías er ekki einhamur í Hrunadansi, vitjar sagnaarfsins, rýnir í samtímann og spáir í framtíðina. „Fjórða erindið hefst þannig: Engir tjarnarungar komust á legg í afdrepi fugla og skjóli hólmans gamla og það var eins og veröldin rækist á vegg þar sem vorið horfði á máva og endur svamla en morgunninn braut þar skurn við skjannhvít egg og skildi ekkert í nýrri veröld þinni, blikur á lofti, hljóðnað lágvært hnegg og hillingar í falskri blekking sinni. Þetta var 10. maí 1940, Matthías var þá tíu ára gamall, en ég fjórtán ára í Keflavík. Fjöl- skyldan mín var uppi í eldhúsi að borða morg- unverðinn og það var verið að opna búðina niðri. Þá var Keflavík lítið 500-600 manna þorp, hænsn í hverju húsi og beljur í næstu götu við okkur. Ég var því vanur jarmi og bauli og hundum geltandi, en allt í einu færðist óhugguleg kyrrð yfir allt. Móðir mín sáluga lá þá á spítala í Reykjavík, svo það var stúlka hjá okkur, og hún spurði: „Hvað er að gerast?“ Fólk ruddist út á götu og viti menn, átta flug- vélar komu fljúgandi í skipulagðri fylkingu, þær svifu yfir og einn maður í hópnum, Eyjólf- ur á Stuðlabergi, kallaði: „Sjáið þið nokkuð merkin? Hvaðan eru flugvélarnar?“ En það sást ekki hvort þetta var konungsmerkið breska eða hakakrossinn. Það var ekkert hægt að hringja um morguninn og ekkert útvarp, sumir héldu að við hefðum verið hertekin af Bretum, sumir Þjóðverjum. Í hádeginu kom Hermann Jónasson í útvarpið og sagði að land- ið hefði verið hernumið af Bretum. Bretar voru þremur mánuðum á undan Þjóðverjum, sem sagt var að ætluðu að koma í júlí. Þarna var Matthías tíu ára gamall og hann yrkir um það þegar allt þagnaði á Tjörninni. Og kyrrðin færðist yfir Keflavík. Þetta var dramatískt augnablik, sem mér þótti óskaplega gaman að upplifa. Það er gefandi að finna stundum spennuna innra með sér og fá gæsahúð, ég hef alltaf verið næmur fyrir slíku – finnst það gott.“ – Og Matthías talar hreint út? „Já, hann er svo heiðarlegur. Hann kallar blaðamenn álitsgjafa: … en það er víst erfitt að komast á krassandi flug í kastljósi frétta og venja sig sífellt við orgið í álitsgjöfum sem hatast við annarra hug og halda í gíslingu þjóð sem ráfar um torgið þar sem frelsið er iðkað og afskræmt eins og gengur og enginn veðjar á frelsisgyðjuna lengur. Mér finnst ákaflega heiðarlegt af blaða- manni að lýsa þessu svona. Og þegar hann er búinn að fílósófera á Hótel Holti með Kristjáni Karlssyni, þá yrkir hann: Og þannig eignast ég athvarf í sárri neyð og er nokkur furða þótt ljóð mitt sé nöpur kveðja, það voru svo neikvæð örlög sem undan sveið og illvíg og blóðug sú skarpbrýnda volduga sveðja sem undan var flúið og ærumorðingja beið þegar allir forðuðust hættur sem að þeim steðja, en nú er svo komið að veröldin væntir þess eins að verða ekki fyrir blindu síns mistilteins. Þetta er maður sem er svo heiðarlegur, að hann viðurkennir að hann var ærumorðingi, þegar hann skrifaði það sem honum fannst. Það þarf hugrekki í blaðamennsku! En mér fannst það mjög gott þegar hann kom með þessa lýsingu á blaðamönnum, að kalla þá álitsgjafa. Já, já, það eru allir frjálsir að hafa skoðanir á hlutunum, en sumir trana þeim fram, þegar aðrir liggja á þeim. Já, svona er þetta góði minn.“ – Og þó að kvæðið sé ort árið 2006, þá er hann gagnrýninn á hina „mammonsgóðu framtíð“! „… sem nú er hvarvetna að allra dómi,“ seg- ir Gunnar og tekur upp þráðinn í ljóðinu: efst á baugi í baráttu smæstu þjóða við basl og örbirgð, virðing okkar og sómi er vandasöm fylgd við fjármagn og ofsagróða þegar fegurð asksins er líkust deyjandi hjómi og níðhöggs tennur nærast þar við rót sem nýöld mammons fremur sín heiðnu blót. Ég hef kolfallið fyrir snilld hans Matthías- ar í skáldskap. Og svo er gaman þegar mað- ur fær svona útgáfu í hendurnar. Ég spilaði diskinn fyrir mágkonu mína, sem er blind, og hún sagði: „Svei mér þá, ég hefði aldrei trúað því að svona ljóð væri til.“ Ég er voða- lega feginn að vera svona hrifnæmur, að hrí- fast af einhverju, þótt maður sé að verða 84 ára.“ – Við njótum góðs af því. „Segjum það góði.“ Þegar allt þagnaði á Tjörninni Hrunadans eftir Matthías Jo- hannessen er kominn út á bók og fylgir diskur með flutningi Gunnars Eyjólfssonar, sem ákvað strax að læra ljóðið fyrst er hann las það fyrir tæpum fjórum árum. Morgunblaðið/Kristinn Listamenn Hrunadans eftir Matthías Johannessen er kominn út á bók og fylgir diskur með flutningi Gunnars Eyjólfssonar leikara. Björn Bjarnason segir í eftirmála að með útgáfunni sé ekki aðeins verið að sam- gleðjast Matthíasi og hylla á áttræðis- afmæli hans, heldur einnig að veita sem flestum tækifæri til að kynnast því, hvern- ig einstakt ljóð fær nýtt líf með rödd og í flutningi leikarans. Fram kemur hjá Birni að Gunnar hafi flutt Hrunadansinn af fingrum fram hjá Rótarýklúbbi Reykjavíkur við svo mikla hrifningu, að Matthías komst við. Hann hefur eftir Matthíasi að Gunnar hafi flutt ljóðið víða og nú ætti það að berast enn víðar og fleiri að verða ljóðskáld. „Ljóðið lifir þannig með okkur og dafn- ar, að nauðsynlegt er að árétta, að Matt- hías orkti það og sendi til gamalla starfs- félaga sinna á Morgunblaðinu fyrir „hrunið“. Kveikjan að því er ekki reynsla þjóðarinnar frá haustdögum 2008, þótt orð skáldsins eigi vel við um hana. „Hvert erindi í Hrunadansinum er ljóð,“ segir Matthías. Alls ekki hafi legið í augum uppi, að hann, atómskáldið, settist við að kveða slíkan bálk. Viðfangsefnið leiddi hann hins vegar áfram og bragarhátturinn féll að efninu, umgjörðin varð til á skömm- um tíma, eftir að neistinn kviknaði, en fín- vinnan varð tímafrekari. Matthías lýsir ævi sinni og sögu Íslend- inga, stormi samtímans og stríði. Hann gerir upp við hugmyndafræði og trúar- brögð. Í ljóðinu er að finna einlægan og heiðarlegan tón, sem verður tærari við nánari kynni. Fjögur skáld eru nefnd til sögunnar: Egill, Snorri, Jónas og Einar Benediktsson. Myndirnar eru skýrar og kveikja tilfinningu.“ Ljóð fær líf með rödd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.