Morgunblaðið - 31.12.2009, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009
Það verðurekki umárið 2009
sagt að það hafi
verið með öllu
viðburðasnautt.
Ríkisstjórn sprakk á
limminu í upphafi árs,
þótt allur vindur hafi ver-
ið úr henni farinn miklu
fyrr. Forsetinn, með
flokkssystkinum sínum í
stjórnarflokkunum tveim-
ur, samþykkti skipun
minnihlutastjórnar án
þess að leita fyrst að
starfhæfri meirihluta-
stjórn, eins og honum bar
þó venjuhelguð skylda til.
Sú stjórn starfaði í skjóli
Framsóknarflokks og mis-
notaði það skjól frá fyrsta
degi, eins og fram hefur
komið hjá formanni þess
flokks. Hrein vinstristjórn
komst til valda í kosn-
ingum sem fram fóru þeg-
ar kjósendur voru enn í
losti vegna þeirra atburða
sem orðið höfðu haustið
áður. Eingöngu við slík
skilyrði er grundvöllur
fyrir slíkri stjórnarmynd-
un. Það hefur sagan sýnt
og staðfest. Talsmenn
þeirrar stjórnar hafa
réttilega bent á að þeir
hafi fengið flókin og
vandasöm úrlausnarefni í
fangið. Það er hverju orði
sannara. En þeir hafa
gert þau úrlausnarefni
verri með hverjum degi
sem stjórnin hefur starf-
að.
Strauss-Khan, fram-
kvæmdastjóri Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins, stað-
festi í bréfi í upphafi árs,
sem fyrir liggur, að áætl-
un stjórnvalda um endur-
uppbyggingu gengi vel og
óskaði þeim sem hlut áttu
að máli sérstaklega til
hamingju með það. Hann
staðfesti jafnframt að
annar áfangi áætlunar-
innar yrði samþykktur í
febrúar. Svo kom vinstri-
stjórnin í tveimur áföng-
um og hófst handa um að-
gerðir sem tafið hafa þær
áætlanir mánuðum saman.
Jafnframt var anað í plat-
samningaviðræður um
Evrópusambandsaðild,
þótt vitað væri að fyrir
þeim væri ekki raunveru-
legur meirihluti á Alþingi
og alls ekki með
þjóðinni. Samn-
ingstilburðir um
Icesave eru eitt-
hvert versta
klúður sem sést
hefur í samskiptum Ís-
lands við önnur ríki og
eru þau vinnubrögð,
kjarkleysi og ótti við að
gæta hagsmuna sinnar
eigin þjóðar orðin dýrt
spaug og sést þó enn að-
eins í toppinn á þeim ís-
jaka.
Stofnað hefur verið til
tveggja nýrra banka á
rústum hinna föllnu og
veit enginn í raun hverju
þar var klambrað upp. Þó
blasir við að þeir sem eiga
að hafa mest forsvar sem
eigendur þar eru ekki að-
ilar sem nokkur þjóð önn-
ur myndi vilja hafa í slík-
um hlutverkum. Svona
mætti lengi áfram telja.
Fall íslensku bankanna
var auðvitað mikil raun
fyrir þjóð sem hefur haft
skamman tíma til að
byggja upp sitt innra
kerfi og efnislega auðlegð.
Þó hafði þannig verið í
haginn búið að hún hafði
burði til að bregðast við.
En hún hefur verið ein-
dæma óheppin með þá
leiðsögn, sem hún hefur
fengið þegar mest lá við.
Það hefur aukið vanda
hennar mjög og verður til
þess að endurreisnin mun
taka lengri tíma og verða
þjóðinni þungbærari en
þurfti.
En nýtt ár mun þó fela í
sér ný tækifæri. Allir góð-
ir menn, konur og karlar
– og þá er verið að vísa til
þorra þessarar þjóðar –
munu leggjast á eitt að
rétta af kúrsinn, og vinna
þjóðinni það sem þeir
mega.
Matthías Johannessen
orti ljóð sitt Hrunadans-
inn fyrir þremur árum.
Lokaerindið er svona:
Og þar sem völvan situr sé ég rísa
í sjónhending þá jörð sem hvarf í mar
og meðan nóttin fæðir ljós sem lýsa
upp langan dag sem blæs í kulnað skar
þá finnur þjóðin vonum sínum vísa
vegferð inn í draum sem bíður þar,
þá kemur fugl og flýgur þangað inn
sem faðmur guðs er sól við náttstað þinn.
Gleðilegt ár!
Horft er til komandi
árs sem tækifæris,
árs sem færir von-
unum viðspyrnu.}
Vegferð vona
F
ringe heitir þáttur sem sýndur er á
Stöð 2. Ég hef haft ótrúlega gam-
an af því að horfa á hann, ekki af
því að snilldar söguþráður hans
hafi gripið mig heldur vegna þess
hversu góð persónusköpunin er. Einvalalið
leikara fer þarna með hlutverk fólks sem er, ja,
yfirleitt, meira eða minna skringilega þenkj-
andi, svo ekki sé meira sagt. Fringe hefur verið
þýtt upp á íslensku Á jaðrinum. Víst er um það
að söguþráðurinn jaðrar við að vera þess eðlis
að venjulegt fólk geti ekki horft á þættina. Því-
líkt endemis bull að það hálfa væri of mikið.
Þess vegna er persónusköpunin svo mikilvæg.
Ef áhorfandinn getur látið heillast af persónun-
um er líklegra að hann horfi aftur og aftur.
Einn samstarfsmaður minn sagði nýlega og
andvarpaði um leið: Ef Steingrímur J. verður
ekki kosinn maður ársins þá veit ég ekki hvað! Þvílíkur
dugnaður í manninum. – Þessum orðum fylgdu síðan
vangaveltur um hvers vegna svo lítið sæist til Jóhönnu okk-
ar Sigurðardóttur forsætisráðherra. Þau tvö eru vissulega í
stórum hlutverkum í því sjónarspili sem dynur yfir Íslend-
inga af Alþingi þessa dagana. Persónusköpunar er auðvitað
ekki þörf þegar horft er til daglegs lífs fólks. Þar eru raun-
verulegar persónur á ferðinni. Svo er aftur spurningin
hvort þessar persónur heilla þjóðina svo að hún endist til að
fylgjast með sjónleiknum, styðja þá gjörninga sem framdir
eru, hvað þá kjósa aðalleikarana mann/menn ársins.
Stundum hefur flögrað að mér á þessu ári að gaman
gæti verið að sjá hvernig Geir H. Haarde, fyrr-
verandi forsætisráðherra og formaður Sjálf-
stæðisflokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og
formaður Samfylkingarinnar, hefðu tekið á
þeim málum sem hafa verið í brennidepli hjá
okkur. Og, já, reyndar bara heyra hvað þeim
finnst um það sem er að gerast þessa dagana.
Nei eða já, af eða á?
Jafnframt er gaman að velta því fyrir sér
hvernig menn myndu hegða sér ef skipt yrði
um hlutverk. Setjum Steingrím J. og Jóhönnu
snöggvast í stjórnarandstöðu. Bara í huganum
að sjálfsögðu. Hvað myndu þau segja ef þau
væru í þeim sporum sem þingmenn Fram-
sóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Hreyfingar
og einn óháður eru? Og á sama hátt, smellum
stjórnarandstöðuflokkunum í ríkisstjórn. Mér
býður í grun að nákvæmlega sama staða væri uppi, nema
hvað skipt hefði verið um persónur í aðalhlutverkunum.
Á jaðrinum heitir raunveruleikaþátturinn sem sendur
er út frá Alþingi þessa dagana og á jaðrinum er það sem
borið er á borð fyrir þjóðina. Spurningin er bara: Lætur
þjóðin heillast nógu mikið af aðalleikurunum til að vilja
taka þátt í leiknum?
Nei eða já, af eða á? Ég hef ekki hugmynd um það. Er
afskaplega fegin að þurfa ekki að taka þessa ákvörðun.
Ekki vildi ég vera í sporum aðalleikaranna, hvorki stjórn-
ar né stjórnarandstöðu.
Gleðilegt ár. sia@mbl.is
Sigrún
Ásmundar
Pistill
Á jaðri hins raunverulega
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Þrengingarnar hafa
mikil áhrif á neysluna
FRÉTTASKÝRING
Eftir Skúla Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
M
iðhópurinn, fólk milli
þrítugs og fimm-
tugs, er hlutfalls-
lega að sækja í sig
veðrið,“ segir Þór-
arinn Tyrfingsson, framkvæmda-
stjóri meðferðarsviðs sjúkrahússins
Vogs. Hann kveður yngra fólk og
eldra fólk nú minna hlutfall þeirra
sem leita sér meðferðar á sjúkrahús-
inu. Telur Þórarinn að efnahags-
ástandið hafi sitt að segja um þessa
breyttu dreifingu.
„Þeir virðast vera undir meira
álagi, aðstæður þeirra eru verri en
oft áður því þeir sjá fram á eða hafa
orðið fyrir fjárhagslegum áföllum,“
segir Þórarinn. Hann segir andlegan
styrk margra hafa beðið hnekki eins
og verða vill þegar harðnar í ári.
„Þeir sem eru yngri eru svo ekki
eins mikið að djöflast, þeir hafa ekki
eins mikið af peningum milli hand-
anna þannig að það er ekki eins mik-
ið partí í þjóðfélaginu og var.“
Úr kókaíni í amfetamín í rítalín
Áfengi hefur að sögn Þórarins
verið í meiri sókn en önnur vímuefni.
Hin sterkari efni telur hann ekki
hafa haslað sér frekari völl á árinu.
Árið 2008 sótti kókaín mjög á og
náði nýjum hæðum en Þórarinn seg-
ir það nú hafa vikið fyrir öðrum efn-
um.
„Menn virðast hafa fært sig úr
þeirri neyslu yfir í amfetamín og
þaðan yfir í rítalín. Fjárhagslegar
aðstæður knýja fólk í annars konar
neyslu þótt það neyti enn örvandi
efna,“ segir Þórarinn en segir aukið
álag á Vogi þó koma fyrst og fremst
til af því að þeir sem eru í mikilli
harðri neyslu hafi það verra en áður.
Þrátt fyrir að lögregla hafi lagt
hald á mikið af kannabisefnum í ár
segir Þórarinn að á árinu hafi þeir
sem áttu við kannabisfíkn að stríða
ekki verið óvenjumargir. Verð á
kannabisefnum hafi meira en tvö-
faldast og ungt fólk, sem helst neytir
efnanna, hafi hreinlega ekki efni á
að verða sér úti um þau. „Og sam-
kvæmt öllum sólarinnar merkjum
ætti það að leiða til fækkunar nýrra
kannabisfíkla.“
Eðlisbreytingar á þjónustunni
Harðni enn frekar á dalnum á
nýju ári má samkvæmt framanrit-
uðu ætla að álag á sjúkrahúsið Vog
og aðrar meðferðarstofnanir aukist
enn frekar. Er því mikilvægt að
stofnanirnar geti sinnt störfum sín-
um og veitt þeim sem til þeirra leita
þá meðferð sem þeir þarfnast.
Frekar en aðrar stofnanir innan
heilbrigðiskerfisins fer Vogur ekki
varhluta af niðurskurðarhníf fjár-
laga. Er fyrirséð að Vogi verði snið-
inn þrengri stakkur en verið hefur
og mun það hafa töluverð áhrif á
starf sjúkrahússins. Ekki hefur enn
verið útfært hvernig niðurskurð-
inum verður mætt.
„Við munum þurfa að gera eðlis-
breytingar á okkar starfi, þjónustan
breytist verulega og minnkar líka,“
segir Þórarinn. Segir hann að þetta
sé óhjákvæmilegt en reynt verði eft-
ir megni að veita þá þjónustu sem
nauðsynleg er og leitast verði við að
fara þær leiðir sem komi sjúkling-
unum best.
Morgunblaðið/Heiddi
Vogur Sjúkrahúsið Vogur er stærsta meðferðarstofnun landsins og hefur
allt frá því það hóf störf árið 1984 verið þungamiðjan í meðferðarstarfi SÁÁ.
Á sama tíma og til stendur að
skera niður fjárframlög til Vogs
þarf fleira fólk á besta aldri að
leita sér hjálpar. Efnahags-
ástandið leggst þungt á eitur-
lyfjafíkla og áfengissjúka.
EKKI eru allir á eitt sáttir um for-
varnagildi þess að auka álögur á
áfengi og hækka þannig verð þess.
Fyrstu ellefu mánuði þessa árs
dróst áfengisneysla Íslendinga
saman um 1,8% miðað við sömu
mánuði ársins 2008. Má leiða líkum
að því að þetta komi til af hærra
áfengisverði og auknum álögum
ríkisins. Síðast voru áfengisgjöld
hækkuð hinn 22. desember og nam
sú hækkun 10%.
Gjarna er því haldið fram að
áfengis- og vímuefnaneysla aukist í
efnahagserfiðleikum og er oft bent
á reynslu Finna af þessu upp úr
1990. Þá harðnaði á dalnum þar í
landi og neyslan jókst. Því getur
verið að lítil minnkun áfengisneyslu
þýði ekki endilega að hækkanirnar
hafi ekki forvarnagildi í sjálfu sér
þar sem áhrif efnahags þjóðarinnar
vegi upp þann neyslusamdrátt sem
þær komi til leiðar.
ÁLÖGUR
TIL GÓÐS?
››