Morgunblaðið - 31.12.2009, Síða 33

Morgunblaðið - 31.12.2009, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009 Máninn hátt á himni skín Það er vel viðeigandi að máninn sé fullur á gamlárskvöld. Það kvöld fara gjarnan af stað ýmsar furðuverur og bregða á leik þetta síðasta kvöld ársins. RAX HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur boðað meiri niðurskurð í heilbrigð- iskerfinu á næsta ári. Það er mikilvægt að taka skynsamlegar ákvarðanir um það hvernig verja á fjármunum sem renna eiga til málaflokksins. Und- anfarna mánuði hefur starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins farið kerfisbundið yfir þá þjónustu sem sjúkrahúsin á suðvesturhorni landsins veita og samið tillögur um það hvernig ná megi meiri rekstrarhagkvæmni með endurskipulagningu (Endurskipulagn- ing sjúkrahúsþjónustu á suðvesturhorninu – Greining á kostnaði og ábata af tilfærslu verkefna. Heilbrigðisráðuneytið, desember 2009). Þau sjúkrahús sem skýrslan fjallar um eru Landspítalinn auk Kragasjúkrahús- anna fjögurra, en þau eru Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja í Reykjanesbæ, Heil- brigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, Sjúkrahúsið á Akranesi og St. Jósefsspítali í Hafnarfirði. Starfshópurinn hafði það að leiðarljósi að tryggja örugga og góða heil- brigðisþjónustu en jafnframt að styrkja nærþjónustu þar sem slíkt væri faglega og fjárhagslega hagkvæmt. Meginniðurstaða starfshópsins er sú að hægt sé að spara um 1.400 m. kr. árlega með breyttri verkaskipt- ingu sjúkrahúsa á suðvesturhorni landsins (sjá töflu). Tillögurnar fela í sér að þjónusta tengd fæðingum og skurðaðgerðum verði flutt til Landspítalans, en einnig að sjúk- lingar flytjist fljótlega eftir fyrstu meðferð á þann spítala sem næst er heimabyggð hvers og eins. Ráðherra heilbrigðismála hefur ekki enn tekið ákvörðun um það hvort farið verði eft- ir þessum hagræðingartillögum en þess í stað bent á að þær tölur sem í skýrslunni birtast miðist við árið í fyrra og eigi því ekki endilega lengur við. Þessu eru grein- arhöfundar algerlega ósammála. Starfsemi sjúkrahúsanna hefur lítið breyst milli ára nema þá helst að kostnaður við lyf og ým- iskonar aðföng hefur hækkað umtalsvert vegna gengisfalls krónunnar. Hér á eftir er gerð stutt grein fyrir þeim megintillögum sem fram koma í skýrslu starfshópsins. Á Landspítalanum fæðast árlega um 3.400 börn en á öllum Kragasjúkrahúsunum fæð- ast samanlagt um 700 börn. Á Landspít- alanum er rekin afar hagkvæm fæðing- arþjónusta og má í því sambandi nefna að læknakostnaður við hverja fæðingu þar er aðeins um 13.000 kr. en á Suðurlandi er sami kostnaður 122.000 kr. Auk þess er legutími mæðra alls staðar lengri en á Landspítalanum, ef frá er talinn legutími á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Það er nið- urstaða starfshóps heilbrigðisráðuneytisins að ef allar fæðingar á suðvesturhorni lands- ins væru færðar til Landspítalans mætti spara allt að 140 m. kr. á ári. Skurðstofur eru starfræktar á öllum Kragasjúkrahús- unum og víða er rekin sólarhringsvakt í tengslum við þær. Til að reka skurðstofu allan sólarhringinn þarf að halda úti bak- vakt skurðlæknis og svæfingarlæknis auk bakvaktar hjúkrunarfræðinga og ef til vill einnig annars starfsfólks. Þetta er mjög kostnaðarsamt sérstaklega ef fáar aðgerðir eru gerðar utan dagvinnutíma. Það er nið- urstaða skýrsluhöfunda að með því að færa skurðaðgerðir frá Kragasjúkrahúsunum til Landspítalans megi spara allt að 835 m. kr. á ári. Þriðja tillaga skýrsluhöfunda gengur út á að sjúklingar flytjist af Landspítalanum á Kragasjúkrahúsin þegar fyrstu eða frum- meðferð á Landspítalanum er lokið. Nánar tiltekið er um það að ræða að sjúklingar með búsetu í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, til dæmis á Suðurlandi, Vest- urlandi eða Reykjanesi, flytjist á það sjúkrahús sem er næst heimili viðkomandi. Það er mat skýrsluhöfunda að með þessu móti megi áfram nýta þá aðstöðu, þekkingu og mannafla sem til staðar er á Kraga- sjúkrahúsunum en spara auk þess umtals- vert fé, samtals á bilinu 3-400 m. kr. árlega. Að lokum má geta þess að starfshópurinn telur að hagræða megi enn frekar á suðvest- urhorninu með tilfærslu eða samvinnu á sviði meltingarrannsókna, grindarbotns- meðferða, myndgreiningarrannsókna og fleiri þátta, en starfshópurinn mat ekki kostnaðarlegt hagræði af slíkum breyt- ingum. Ekki verður annað séð en að þær til- lögur sem fram eru settar af starfshópi heil- brigðisráðuneytisins séu vel unnar og skynsamlegar. Við þær þjóðfélagsaðstæður sem hér ríkja verður að huga að rekstr- arlegri hagkvæmni í heilbrigðiskerfinu og oftast er betra að reka fáar og vel nýttar einingar en margar illa nýttar. Þetta á sér- staklega við um einingar með háan fastan rekstrarkostnað eins og skurðstofur. Að óbreyttu stefnir í að Landspítalinn þurfi að skera niður um 3,2 milljarða kr., eða um 9%, í rekstri sínum á næsta ári og ýmsar aðrar heilbrigðisstofnanir standa í svipuðum sporum. Ef ekki verður breyting á þessu mun þurfa að segja upp starfsfólki á Landspítalanum og á öðrum heilbrigð- isstofnunum og draga úr þjónustu við sjúk- linga, auk þess sem erfitt verður að tryggja öryggi sjúklinga. Til að tryggja ábyrga með- ferð á almannafé skorum við á ráðherra heilbrigðismála að íhuga vandlega þær til- lögur sem fram eru settar í títtnefndri skýrslu. Eftir Bylgju Kærnested og Þorbjörn Jónsson » Á Landspítalanum er rekin afar hagkvæm fæðing- arþjónusta og má í því sam- bandi nefna að læknakostn- aður við hverja fæðingu þar er aðeins um 13.000 kr. en á Suð- urlandi er sami kostnaður 122.000 kr. 1.400 milljóna króna sparnaður í heilbrigðiskerfinu? Þorbjörn Jónsson Bylgja Kærnested Bylgja Kærnested er formaður hjúkrunarráðs Landspítala og Þorbjörn Jónsson formaður læknaráðs Landspítala. 33

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.