Morgunblaðið - 31.12.2009, Page 42
42 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009
✝ Árnína Jenný Sig-urðardóttir fædd-
ist á Klöpp, Kálfs-
hamarsnesi, A-Hún.,
1. júlí 1927. Hún and-
aðist á hjúkr-
unarheimilinu Garðv-
angi í Garði 26.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hennar
voru Sigurður Óli
Sigurðarson, f. 1875,
d. 1946, og Guðrún
Oddsdóttir, f. 1903, d.
1976. Systkini Jenný-
ar eru: Sigrún Pálína
Húnfjörð, f. 1924, d. 1953, Ágústa
Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 1925, d.
2009, Ólafur Ingimar Ögmundsson,
f. 1931, Jóhanna Sveinlaug Ög-
mundsdóttir, f. 1932, María Guðrún
Ögmundsdóttir, f. 1935, Lundfríður
Sigríður Ögmundsdóttir, f. 1937,
Oddbjörg Ögmundsdóttir, f. 1939,
og Ragnheiður Margrét Ögmunds-
dóttir, f. 1944, Valdimar Sigurð-
arson, f. 1898, d. 1970, Magnína
Sigríður Sigurðardóttir, f. 1901, d.
1901, Karitas Sigurðardóttir, f.
1905, d. 1924, Jóhannes Sigurð-
arson, f. 1908, d. 1984, og Kristín
Sigurðardóttir, f. 1912, d. 2009.
Árið 1949 kvæntist Jenný Sum-
arliða Lárussyni verkstjóra, f. 20.
febrúar 1922, d. 7. október 2004.
Börn Sumarliða og Jennýjar eru 1)
Magnúsdóttir. Sonur þeirra Aron
Atli.
Jenný ólst upp í Kálfshamarsvík
til ellefu ára aldurs en þá fluttist
hún ásamt móður sinni, systkinum
og stjúpföður, Ögmundi Björnssyni,
f. 1894, d. 1970, til Sandgerðis, sem
bjuggu lengst af í Stíghúsum. Hún
fór ung að árum að vinna fyrir sér
eins og algengt var meðal kvenna á
þeim tíma, meðal annars fór hún í
vist til Reykjavíkur. Ung kynntist
hún lífsförunauti sínum, Sumarliða
Lárussyni, og bjuggu þau lengst af
á Túngötu 11 í Sandgerði. Húsið
byggðu þau og bjuggu í því yfir
hálfa öld. Lífsstarf hennar var hús-
móðurhlutverkið sem henni fór af-
ar vel úr hendi. Jenný var barngóð
og auk þess að ala upp sinn stóra
barnahóp sóttu önnur börn í henn-
ar hlýja faðm. Jenný var mikil
hannyrðakona, vandvirk og hug-
myndarík. Einnig var hún ann-
álaður kokkur og bakari. Þegar
börnin komust á legg vann hún við
fiskvinnslu og sem póstmaður til
fjölda ára. Hún lauk prófi frá Póst-
og símaskólanum 1979. Jenný var
einnig félagi í Kvenfélagi Sand-
gerðis í áratugi.
Jenný verður jarðsungin frá
Safnaðarheimilinu í Sandgerði í
dag, fimmtudaginn 31. desember,
og hefst athöfnin kl. 12.
Meira: mbl.is/minningar
Ögmundur Rúnar
matargerðarmaður, f.
22. júlí 1945. Börn
Gunnar Páll, Jenný,
Kristín, Elfar, Sum-
arliði Örn og Laufar
Sigurður. 2) Ingimar,
útgerðamaður og
skipstjóri, f. 2. nóv-
ember 1948, maki
Jolanta Janaszak.
Börn Ingimars eru
Ásdís Erna, Guðbjörg
Lára, Guðgeir Bragi,
Ingunn Heiða, Sum-
arliði Páll, Klara Mar-
grét og Ingimar Jenni. 3) Sólborg
hjúkrunarfræðingur, f. 18. febrúar
1950, maki Gylfi Gunnarsson. Dæt-
ur þeirra Ingunn og Sara. 4) Rut
tækniteiknari, f. 15. ágúst 1953.
Dætur Valdís og Védís Eva. 5)
Árnína Guðbjörg, leik- og grunn-
skólakennari, f. 17. júní 1955, maki
Björn Halldórsson. Synir þeirra
Salvar Halldór, Árni Björn og Egill
Birnir. 6) Sigrún sjúkraliði, f. 6. júlí
1959, maki Sveinbjörn Sverrisson.
Börn Sigrúnar eru Gunnar Adam,
Jóhanna og Eva Björk. 7) Margrét,
hárgreiðslumeistari, f. 6. júlí 1959,
maki Guðbrandur Einarsson. Börn
þeirra Davíð, Sólborg, Sigríður,
Gunnar og Einar. 8) Sigurður Óli,
pípulagningameistari, f. 9. nóv-
ember 1961, maki Jóna Magnea
„Flýði ég til þín, móðir mín, því mild-
in þín grát og gleði skildi.“
Ég valdi þessar ljóðlínur eftir
Örn Arnarson vegna þess hversu
vel þær eiga við þig, mamma. Í þinn
hlýja faðm gátum við sytkinin sótt
huggun, umhyggju og ást.
Mamma var fyrst og fremst móð-
ir, eiginkona og húsmóðir, ákaflega
heimakær, kletturinn í hafinu, allt-
af til staðar og heimilishaldið í föst-
um skorðum. Húsið okkar var
hreint og fínt, góður matur á rétt-
um tíma og alltaf til heimabakað
meðlæti.
Árum saman prjónaði mamma og
saumaði föt á fjölskylduna og
skreytti heimilið með útsaumi og
þar kom vandvirkni hennar og
natni vel fram. Sjálf sagði mamma
að hún hefði viljað læra saumaskap
og aðrar hannyrðir ef tækifæri
hefðu gefist til á sínum tíma.
Mamma var ósérhlífin og tók
þarfir annarra fram yfir sínar eigin.
Hún hafði heldur ekki mikinn tíma
fyrir sjálfa sig, allt hennar líf sner-
ist um fjölskylduna. Hún fylgdist
vel með börnum sínum og fjölskyld-
um þeirra en afkomendur hennar
og pabba eru um 80 talsins.
Það var oft gaman á Túngötunni
og mikið hlegið. Ég man eftir því
sem barn að hafa sofnað út frá
smitandi hlátri mömmu, sem gat
verið glettin og hnyttin í tilsvörum.
Mamma var trygglynd og trúuð
og það birtist best í umburðarlyndi
hennar gagnvart fólki og því að hún
var ekki dómhörð í garð annarra
þrátt fyrir að hún sjálf hefði orðið
fyrir fordómum þegar hún eignað-
ist sitt fyrsta barn.
Eftir að pabbi dó vildi mamma
halda heimili ein og vera eins lengi
heima og hún gat. Óhætt er að
segja að hún hafi komið okkur
systkininum á óvart með dugnaði
sínum en það var ekki fyrr en hún
var orðin fársjúk að hún fluttist á
hjúkrunarheimilið Garðvang í
Garði.
Mig langar til að þakka Möggu
systur og fjölskyldu hennar sér-
staklega fyrir að hafa annast
mömmu af einstakri alúð en
mamma hefði ekki getað verið
svona lengi heima ef þeirra hefði
ekki notið við.
Í starfi mínu sem kennari finn ég
hversu lánsöm ég var að alast upp á
góðu heimili, þar sem mamma var
alltaf til staðar og hafði næga ást
og hlýju að gefa. Í nútímasamfélagi
hefur uppeldishlutverk heimilanna
að mörgu leyti færst til hinna ýmsu
stofnana og oft vill það verða svo að
börnin fái afgangstíma foreldra
sinna.
Fyrir hönd okkar systkinanna
færi ég starfsfólki hjúkrunarheim-
ilisins Garðvangs kærar þakkir fyr-
ir góða og kærleiksríka umönnun
síðustu mánuðina sem mamma lifði.
Elsku mamma, þakka þér fyrir
allt sem þú gafst mér.
Þín dóttir,
Nína, Björn og synir.
Elsku mamma, tengdamamma og
amma.
Nú ertu farin á braut og við
kveðjum þig með söknuði.
Takk fyrir allar samverustund-
irnar sem við áttum með þér, heim-
boðin og ferðalögin sem við áttum
saman. Við vitum að þú ert nú kom-
in við hlið pabba og líður vel. Við
geymum minningu þína ávallt í
hjörtum okkar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Héðan skal halda
heimili sitt kveður
heimilisprýðin í hinsta sinn.
Síðasta sinni
sárt er að skilja,
en heimvon góð í himininn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Sigurður Óli, Jóna og Aron Atli.
Elsku amma mín, ég kveð þig nú
með söknuði í hjarta mínu en ég
veit að þú ert komin í góðar hend-
ur, takk fyrir allt, elsku amma
Jenna.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Kæru aðstandendur, ég votta
ykkur samúð mína, guð blessi ykk-
ur,
Jenný Rúnarsdóttir.
Árnína Jenný Sigurðardóttir
✝
Þökkum hlýjar vina- og samúðarkveðjur við andlát
og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ARNÓRS SIGURÐSSONAR
frá Hnífsdal,
sem lést sunnudaginn 13. desember.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild
14G á Landspítala og starfsfólksins á dvalar-
heimilinu Felli fyrir einstaka umönnun hans.
Guðmunda Arnórsdóttir, Björn Ástmundsson,
Málfríður Arnórsdóttir,
Sigurður Arnórsson, Sigríður Kristjánsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar
eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
ERNU MATTHÍASDÓTTUR,
Mánatúni 4.
Loftur Þorsteinsson,
Þorsteinn Loftsson, Hanna Lilja Guðleifsdóttir,
Matthías Loftsson, Kolbrún Þorsteinsdóttir,
Ingibjörg Loftsdóttir, Trausti Sigurjónsson,
Páll Loftsson, Anna Pála Vignisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát elskulegs eiginmanns
míns, föður, stjúpföður, tengdaföður, afa og lang-
afa,
JÓHANNESAR J. BJÖRNSSONAR,
Byggðavegi 90,
sem lést fimmtudaginn 3. desember.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Bakkahlíðar
fyrir hlýju og góða umönnun.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd aðstandenda,
Dagný Sigurgeirsdóttir.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför systur
minnar, föðursystur og mágkonu,
GUÐRÚNAR GUNNARSDÓTTUR
frá Reykjum, Fnjóskadal,
dvalarheimilinu Hvammi,
Húsavík,
sem lést mánudaginn 7. desember.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalarheimilisins
Hvamms á Húsavík fyrir hlýja og góða umönnun.
Tryggvi Gunnarsson,
Gunnar M. Guðmundsson,
Þóra K. Guðmundsdóttir,
Pálína Magnúsdóttir.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samhug
og hlýju við andlát og útför eiginmanns míns, föður,
tengdaföður og afa,
ÁRNA JÓHANNSSONAR
bónda,
Teigi í Fljótshlíð.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 13G á
Landspítala og á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á
Selfossi fyrir góða umönnun.
Sendum einnig okkar bestu óskir um gæfuríkt komandi ár.
Jónína Björg Guðmundsdóttir,
Hrafnhildur Árnadóttir, Páll P. Theódórs,
Guðbjörn Árnason, Hlín Hólm
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát ástkærs
eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
HERMANNS HELGASONAR,
Hólmgarði 53,
Reykjavík.
Oddný Jónasdóttir,
Sigríður Helga Hermannsdóttir, Ian David McAdam,
Guðbjörg Edda Hermannsdóttir,
Helga Solveig, Davíð Þór
og Oddný Sjöfn.
Minningargreinar sem birt-
ast eiga mánudaginn 4. janúar
og þriðjudaginn 5. janúar þurfa
að berast í síðasta lagi á hádegi
2. janúar.
Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðs-
ins:
mbl.is – Senda inn efni.
Greinar sem berast blaðinu
eftir skilafrest fara einungis á
vefinn.
Skil á
minning-
argreinum