Morgunblaðið - 31.12.2009, Síða 43

Morgunblaðið - 31.12.2009, Síða 43
Minningar 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009 ✝ Agnes LáraMagnúsdóttir fæddist á Ísafirði 18. október 1915. Hún andaðist 19. desem- ber síðastliðinn, 94 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Guðrún Gests- dóttir, f. 1879, d. 1923, og Magnús Hannibalsson, f. 1874, d. 1963. Alsystkini Láru Klara Fanney, f. 1902, d. 1979, Guð- rún Jóhanna, f. 1903, d.1992, Vilma Hermína, f. 1910, d. 1977, Magnús Hannibal, f. 1913, d. 2001, tvíburasystir Helga Kristín, f. 1915, d. 1953. Samfeðra, Ester Lára, f. 1917, d. 2002, Trausti Breiðfjörð, f. 1918, Vilborg, f. 1920, d. 1928, Emma Breiðfjörð, f. 1921, d. 2000. Lára giftist Þorgilsi Árnasyni, f. 25. febrúar 1915, d. 27. desember 1991. Á 19 árum eignuðust þau 10 börn: Ágústa, f. 1936, Ragnheiður, f. 1937, Árni Kristinn, f. 1940, Magnús, f. 1941, Ásbjörn Valdi- mar, f. 1944, Gunn- laugur, f. 1946, d. 1988, Valdís, f. 1948, Hjördís, f. 1951, Helga Lára, f. 1952, d. 1996, Þorgils, f. 1955. Barnahópurinn þeirra telst um 100 í dag. Lára og Gísli bjuggu saman á Ísafirði. Útför Láru fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju nk. laugardag, 2. janúar, og hefst athöfnin kl. 11. Meira: mbl.is/minningar Okkur langar í fáeinum orðum að minnast elskulegrar móður og tengdamóður okkar, Láru. Jón kynntist Láru fyrir meira en 40 árum. Tók hún honum vel strax í upphafi og hefur gert allar götur síðan. Lára var alla tíð virkilega dug- leg, vann ætíð mjög mikið en aldrei kom til þess að hún kvart- aði yfir því. Lára og maður henn- ar Gísli höfðu gaman af því að ferðast jafnt innanlands sem er- lendis. Lára hafði sérstaklega gaman af því að ferðast í bíl. Hún fór í allar þær ferðir sem í boði voru á vegum Rauða krossins á meðan hún gat og fór hún meira að segja með okkur til Krítar að verða 92 ára gömul og hafði gam- an af. Við gætum sagt frá svo mörg- um samtölum okkar í gegnum tíð- ina, treg var hún þó til að segja okkur frá uppeldi sínu hjá fóstur- foreldrunum sínum. Við ræddum því mikið um pólitík og alla skap- aða hluti og var hún mjög fróð á flestum sviðum þrátt fyrir að ekki hafi mikið farið fyrir skólagöngu í hennar tíð. Þess í stað var hún dugleg að hlusta á útvarpið og fræðast um hin ýmsu málefni þar. En nú er komið að leiðarlokum og við viljum þakka þér fyrir allt, elsku Lára, og þá sérstaklega þá hugulsemi sem þú sýndir börnum okkar, barnabörnum og tengda- börnum.Við gætum ekki hugsað okkur betri mömmu og tengda- mömmu. Ég kveð þig, hugann heillar minn- ing blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þín dóttir Hjördís og tengdasonur Jón. Elsku amma. Þú varst einstök kona, við höfum aldrei kynnst fyrr eða síðar svona konu eins og þér. Þú varst alltaf svo lífsglöð, það var alveg sama hvað gekk á í þínu lífi, alltaf gastu fundið já- kvætt við lífið og það er eins og það hafi fylgt þér, afa og þínum börnum. þessi mikla gleði og finna húmor í öllu sem lífið hafði upp á að bjóða. Þú horfðir alltaf fram, aldrei til baka, og þú vildir aldrei ræða fortíðina, sagðir alltaf við okkur: Það er liðið. þér var alltaf svo umhugsað um alla í kringum þig og þó þú værir orðin 94 ára minntir þú son þinn 67 ára á að taka lyfin sín. Ég, Agnes Lára, gleymi aldrei sumarið 2007 þegar ég var á leið- inni í Evrópuferð á húsbílnum, og kom til þín, þú vildir sko fara á rúntinn með okkur, ég var í vafa um hvort þú kæmist upp í bílinn, jú þú vippaðir þér upp í hann eins og tvítug stúlka, og sagðir svo með bros á vör „Agga mín, eigum við ekki að fara og fá okkur pylsu?“ Ég er viss um að ef ég hefði boðið þér með okkur í Evr- ópuferðina hefðir þú sagt, já Agga mín, ég kem með, því það sumar fórstu í sólarlandaferð með dóttur þinni Hjördísi og tengda- syni Jóni, sem hafa reynst þér sem gullmolar, eins og þú sagðir oft við mig. Við eigum svo góðar minningar um þig sem við geymum og deil- um til allra. Þó er stærsta minn- ingin og reynsla sú að lifa lífinu lifandi eins og þú gerðir, elsku amma okkar. Amma, við vitum að þér líður vel núna, afi Gísli, Helga og Gulli hafa tekið vel á móti þér. Þú hefur verið okkar fyrirmynd í lífinu Þín barnabörn, Agnes Lára Magnúsdóttir, Jón Guðbjarni Magnússon, Magni Fannberg Magnússon. Agnes Lára Magnúsdóttir Minningar á mbl.is Agnes Lára Magnúsdóttir Höfundar: Eva og Ásbjörn, Djúpavík Árnína Jenný Sig- urðardóttir Höfundur: Valdís Erla Havsteen Þor- steinsdóttir Höfundur: Guðrún Jónína Magnúsdóttir Gísli Guðmundsson Höfundar: Áslaug Guðmundur Æ. Jóhannsson Auður Gísli Steinar Ingólfsson Margeir Arna Gerður Gísli Hólmar Vilhjálmur Kristinn Sigurðsson Höfundur: Guðmundur Leó (Brósi) Meira: mbl.is/minningar Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Bækur Almanak Þjóðvinafélagsins 2010 Höfundar: Þorsteinn Sæmundsson og Heimir Þorleifsson. Ritið er tvískipt: Almanak 2010 og Árbók Íslands 2008. Í Almanakinu er t.d. að finna upplýsingar um gang himintungla, messur kirkjuársins og sjávarföll. – Í Árbókinni er fjallað um stórviðburði ársins svo sem landgöngu hvíta- bjarna, Suðurlandsskjálfta og „hrun- ið“. – Fjöldi mynda er í ritinu. Fæst í bókaverslunum um land allt. Dýrahald Dvergschnauzer! Gullfallegir Dvergschnauzer hvolpar leita að góðum framtíðarheimilum. Tilbúnir til afhendingar. Ættbók frá HRFÍ. Frekari uppl. í s. 699 0108 eða http://sankti-ice.bloggar.is Gisting Sumarhús til leigu miðsvæðis á Akureyri- Þrjú svefnherbergi (78 fm). Rúm fyrir sjö. Verönd og heitur pottur. Glæsilegt útsýni yfir Pollinn. Frítt net- samband. Uppl. á www.saeluhus.is eða í 618-2800. AKUREYRI Höfum til leigu 50, 85 og 140 fm sumarhús 5 km frá Akureyri, öll með heitum potti og flottu útsýni yfir Akureyri. Bjóðum einnig upp á íbúðir á Akureyri. www.orlofshus.is Leó, s. 897- 5300. Hljóðfæri Dúndurtilboð!!!! Kassagítarar: 1/4 stærð kr. 10.900 pakkinn með poka, strengjasetti og stilliflautu. 4/4 stærð 15.900.- Rafmagns- gítarpakkar frá kr. 39.900. Þjóðlagagítarpakkar frá 19.900.- Hljómborð frá kr. 8.900.- Trommusett kr. 79.900.- með öllu. Gítarinn, Stórhöfða 27, sími 552 2125. www.gitarinn.is Húsnæði óskast Íbúð í Álaborg Danmörku Óska eftir eignarskiptum á höfuðborgarsvæði og í Álaborg. Íbúðin er 105 fm og skuldlaus. Rólegur staður og hægt er að ganga í miðbæ. Sími 861 7062. Atvinnuhúsnæði Fasteignafélag til sölu Fjórar litlar verslunareiningar í 105 Reykjavík, allar í útleigu. Öll skipti skoðuð. Upplýsingar í síma 695 0495. Ártúnshöfði Til leigu 76 fm á götuhæð við umferðargötu. Stórir gluggar, snyrtilegt húsnæði, flísalagt. Leigist með hita, rafmagni og hússjóði. Uppl. í síma 892-2030. BÆJARLIND 14-16 Til leigu verslunar- eða skrifstofu- húsnæði í Bæjarlind 14-16 á jarðhæð (neðstu) – norðurendi, 2-400 m². Innkeyrsludyr, næg bílastæði og góð aðkoma. Hagstæð leiga. Upplýsingar í síma 895-5053. Bílskúr Flash 2 Pass fjarstýringar Fjarstýringar f. bílskúrshurðaopnara. Virkar með ljósabúnaði bílsins eða mótorhjólsins. Kynntu þér málið. www.orkuver.is Sími: 534-3435. Sumarhús Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Sumarhús - orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratugareynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Tilboð í klæðningarvinnu Vantar að fá tilboð í að klæða einbýlishús, állistar og flísar, límdar. benony@flug.is eða s: 695 3336. Verslun Ágætu viðskiptavinir, góðir landsmenn - Óskum ykkur gleði, hvíldar og andlegrar næringar yfir hátíðarnar svo takast megi á við kom- andi tíma. Megi allar góðar vættir fylgja ykkur og styrkja á ári komanda. ERNA, Skipholti. Húsviðhald Tökum að okkur að leggja PVC dúk á þök og bílskúra. Þjónum lands- byggðinni einnig. Erum líka í viðgerðum. Uppl. í síma 659-3598. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓNA VALDIMARSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést sunnudaginn 20. desember. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Starfsfólki Höfða eru færðar þakkir fyrir góða og hlýja umönnun. Guðni Þórðarson, Sjöfn Guðmundsdóttir, Gylfi Þórðarson, Marta Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs föður míns, tengdaföður og afa okkar, BIRGIS BJÖRNSSONAR, Egilsgötu 8, Borgarnesi. Jón Marinó Birgisson, Herdís Rós Kjartansdóttir, Kjartan Jónsson og Heiðdís Erla Jónsdóttir. ✝ Okkar kæra SOFFÍA THEODÓRSDÓTTIR, Ljósvallagötu 20, lést á Landspítala Landakoti miðvikudaginn 23. desember. Útför hennar fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 6. janúar kl. 15.00. Systkin og frændsystkin. ✝ Elskulegur eiginmaður, HARALDUR ÁRNASON, Laugarvegi 33, Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar þriðjudaginn 29. desember. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Karólína F. Hallgrímsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.