Morgunblaðið - 31.12.2009, Qupperneq 52
52 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009
Orð dagsins: Og hann sagði við þá: Hvíld-
ardagurinn varð til mannsins vegna og eigi
maðurinn vegna hvíldardagsins. (Markús 2,
27.)
Nú er svo komið að helmingurskattgreiðenda þarf ekki leng-
ur að fylla út skattframtalið sitt.
Framtalið kemur tilbúið á netinu og
það eina, sem framteljandinn þarf að
gera, er að staðfesta það. Í raun
ættu þetta að vera gleðitíðindi. Vík-
verja hefur löngum þótt það með
leiðinlegri verkefnum að fylla út
skattframtalið. Venjulega hefur
framtalskvíðinn hefur byrjað í upp-
hafi árs og magnast er nær dregur
skilafresti en að þessu sinni þarf
engar áhyggjur að hafa af yfirvof-
andi leiðindum. En hvers vegna er
þá ekki allt í lukkunnar velstandi?
x x x
Víkverji er þeirrar hyggju að ein-staklingurinn eigi að fá að vera
í friði fyrir ríkinu. Ríkið er til vegna
einstaklingsins en ekki öfugt. Ríkið
á ekki að vera stóri bróðir, heldur
auðmjúkur þjónn. Það sem ein-
staklingurinn aðhefst og ekki varðar
við lög kemur ríkinu ekki við. Það
eiga líka að vera takmörk fyrir því
hvað ríkið býr yfir miklum upplýs-
ingum um hvern einstakling. Ekki
er hins vegar nóg með að ríkið, svo
við persónugerum það, telji að það
eigi sjálfsagðan rétt á að vita allt um
hvern einstakling, heldur virðist
virðing einstaklinga fyrir upplýs-
ingum um sjálfa sig líka fara þverr-
andi. Hver einstaklingur skilur á
hverjum degi eftir sig rafræna slóð.
Hægt er að rekja ferðir manna og
athafnir af notkun kredit- og debet-
korta, notkun farsíma og flakks á
tölvunni. Eftirlitsmyndavélar eru
um allar trissur.
x x x
Slík framtíðarsýn hefði vakið hrollhefði hún verið sett fram fyrir
tuttugu árum, en nú yppa menn bara
öxlum. Þessar hugsanir flæddu í
gegnum kollinn á Víkverja á meðan
hann las um fullbúin framtöl fyrir
allt að helming framteljenda á næsta
ári og hann komst að því að honum
stæði alls ekki á sama. Og tilhugs-
unin um að nú yrði hann laus við að
þurfa kvíða framtalsgerðinni dugði
ekki til að kæfa ónotatilfinninguna
vegna gagnagrunns stóra bróður.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 hefur hönd á,
8 skaða, 9 tuskan, 10
kvíði, 11 girnd, 13 ýlfr-
ar, 15 hristist, 18 sjá eft-
ir, 21 blóm, 22 fljótið, 23
tóbaki, 24 farangur.
Lóðrétt | 2 rándýrs, 3
streymi, 4 mauks, 5 lík-
amshlutar, 6 sæti, 7
röskur, 12 ginning, 14
sefa, 15 vera viðeigandi,
16 örlög, 17 höfðu upp á,
18 erfiði, 19 kæns, 20
fædd.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 sópum, 4 eikur, 7 ljúft, 8 rytju, 9 trú, 11 maur,
13 hrat, 14 ískur, 15 hrak, 17 álag, 20 frú, 22 refur, 23
nagar, 24 kerið, 25 afræð.
Lóðrétt: 1 selum, 2 prúðu, 3 mett, 4 edrú, 5 kutar, 6
raust, 10 rekur, 12 rík, 13 hrá, 15 horsk, 16 arfar, 18
lýgur, 19 gerið, 20 frið, 21 únsa.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Hrútur Þú ert í þeirri stöðu að velja lið
fyrir tiltekið verkefni. Rómantíkin gæti
kippt undan því fótunum. Ekki gera úlf-
alda úr mýflugu í sambandi við ungling.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Í dag eru miklar líkur á að þú kaupir
eitthvað skemmtilegt handa þér eða ein-
hverjum sem þér er kær. Nýttu þér með-
byrinn og neyttu allra ráða til að ljúka
ákveðnu verkefni heima fyrir.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú færð frábæra viðskipta-
hugmynd. Klipptu hárið, festu kaup á
nýrri græju eða gefðu gömlu fötin þín, þú
hefur staðið of lengi í stað.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Betur sjá augu en auga. Mundu
bara að nota velgengnina sem hvata til að
bæta þig en ekki sem afsökun til að slá
slöku við.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Það er spenna í loftinu varðandi pen-
inga og sameiginlegar eignir. Kynntu þér
efnið vel og fáðu aðstoð ef þú ert í minnsta
vafa um eitthvað.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þvílík heppni! Næstu vikur munu
gjafir og greiðar koma streymandi til þín.
Haltu þínu striki og þá mun allt fara vel.
Þú ert komin á græna grein.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Ástvinur eltist við þig á óvenjulegan
hátt. Horfurnar eru ekki ýkja góðar núna,
en öðru máli gegnir um morgundaginn.
Allt er í heiminum hverfult og þú þarft að
taka til hendinni aftur.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú hefur verið svolítil
eyðslukló undanfarið. Reyndu að skipu-
leggja tíma þinn þannig að þú getir sinnt
sjálfum þér.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Farðu í skemmtiferð eða nýttu
þér kvikmyndir, myndbönd og íþróttir til
að gera daginn ánægjulegan. Rétt er að
nota tækifærið til að safna kröftum.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Taktu þér tíma í dag til að íhuga
eigin stöðu, farðu í naflaskoðun. Reyndu
að fá sem raunhæfasta mynd af stöðunni
jafnvel þótt hún sé ekki eins og þú helst
vildir hafa hana.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú þarft að kafa til botns í
hverju máli í stað þess að skoða bara yf-
irborðið og reyna að leysa málin með
þeim hætti. Deildu ásetningi þínum og
fáðu aðstoð við að gera hann að veruleika.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú þarft að skipuleggja starf þitt
fram í tímann. Skjótt skipast veður í lofti
og það sem þú taldir öruggt, er allt í einu
ótryggt og snúið mál.
Stjörnuspá
31. desember 1791
Skólapiltar í Hólavallaskóla í
Reykjavík héldu áramóta-
brennu, þá fyrstu sem skráðar
sögur fara af hér á landi.
31. desember 1935
Vilhjálmur Þ. Gíslason, síðar
útvarpsstjóri, flutti annál árs-
ins í fyrsta sinn í Útvarpinu.
Hann flutti slíkt áramóta-
ávarp til 1967. „Mun ekkert
dagskráratriði útvarpsins fyrr
eða síðar eiga slíkum vinsæld-
um að fagna,“ sagði Steinn
Steinarr í Alþýðublaðinu 1956.
31. desember 2002
Undirritaðir voru samningar
um kaup Samson ehf. á 45,8%
hlut í Landsbankann á geng-
inu 3,91 fyrir 12,3 milljarða
króna. Morgunblaðið talaði
um viðamestu einkavæðingu
Íslandssögunnar.
31. desember 2008
Hætta þurfti útsendingu
Kryddsíldar Stöðvar 2 þegar
mótmælendur ruddust inn á
Hótel Borg og eyðilögðu
tækjabúnað.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Hjónin Theódóra Guðmunds-
dóttir og Ragnar Ólafsson, Barma-
hlíð 6, Reykjavík, eiga fimmtíu ára
brúðkaupsafmæli í dag, 31. desem-
ber. Þau verða með fjölskyldunni
þennan dag.
Gullbrúðkaup
„MÉR finnst mjög spennandi að eldast, maður lær-
ir svo mikið af því að lifa,“ segir Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylking-
arinnar og ráðherra, sem er 55 ára í dag. Afmælið
ber upp á gamlársdag en það segir Ingibjörg al-
veg ágætt. „Sérstaklega þótti mér það ágætt þeg-
ar ég var barn því ég túlkaði allt sprengjuregnið
svo að það væri mér til heiðurs,“ segir Ingibjörg.
Þá kveður hún fólk gjarna muna frekar eftir af-
mælinu þar sem það ber upp á þennan dag.
Ingibjörg segist munu halda í hefðir á afmæl-
isdaginn en vinir hennar líta yfirleitt inn hjá henni
eftir hentugleik yfir daginn og hún fær gesti í kvöldverð, gjarna
gamla vini. Fagnaðinn segir hún þó alla jafna frekar vera helgaðan
komandi ári en afmælinu.
Ingibjörg segist ekki strengja áramóta- eða afmælisheit. „Það er
hægt að gera það hvaða dag sem er ef maður vill vera í heitstreng-
ingum,“ segir Ingibjörg og hlær. Hún segist taka á móti nýju ári með
nokkurri eftirvæntingu því það sé venju fremur óráðið. „Óvissan hef-
ur sjaldan verið eins mikil í mínu lífi og það er spennandi að takast á
við það.“ skulias@mbl.is
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 55 ára
Óvissa og eftirvænting
Reykjavík Davíð Bragi
fæddist 17. september kl.
8.14. Hann vó 3.205 g og
var 52 cm langur. For-
eldrar hans eru Anna
Heiða Gunnarsdóttir og
Gunnar Axel Davíðsson.
Sudoku
Frumstig
7 4 5 3
8 9 1 4 6
4 3 6 7
7 3
1 8
1
5 4 9 1
8
9 1 6 8 7
6
3 4 9 6 8
9 5 8 3
4 9
6 9
7
5 2 9 7
6 7 3 4 2
2 4 5
7 4
4 2 9
1 7 5 3
7 3 4
4 2 7 8 1
9 1
7 6
8 5
3
3 9 2 8 6 5 7 1 4
7 6 1 3 4 9 2 8 5
8 4 5 1 7 2 3 9 6
2 3 7 4 9 8 5 6 1
1 8 4 2 5 6 9 7 3
9 5 6 7 1 3 4 2 8
5 2 9 6 8 4 1 3 7
4 1 8 9 3 7 6 5 2
6 7 3 5 2 1 8 4 9
6 5 2 4 3 7 8 9 1
4 9 3 8 1 6 2 7 5
7 1 8 2 5 9 4 6 3
9 4 5 6 8 3 7 1 2
3 8 7 1 2 5 9 4 6
2 6 1 9 7 4 3 5 8
8 2 9 5 4 1 6 3 7
1 3 6 7 9 8 5 2 4
5 7 4 3 6 2 1 8 9
8 6 3 9 5 2 1 7 4
2 7 1 6 3 4 9 8 5
5 4 9 8 1 7 2 3 6
6 3 2 4 8 1 7 5 9
1 9 5 7 2 3 4 6 8
7 8 4 5 6 9 3 2 1
9 2 6 1 7 5 8 4 3
3 1 8 2 4 6 5 9 7
4 5 7 3 9 8 6 1 2
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður
að gerast þannig að hver
níu reita lína bæði lárétt
og lóðrétt birti einnig töl-
urnar 1-9 og aldrei má tví-
taka neina tölu í röðinni.
Í dag er fimmtudagur 31. desember,
365. dagur ársins 2009
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6
5. O-O b5 6. Bb3 Bc5 7. a4 Hb8 8. c3 d6
9. d4 Bb6 10. a5 Ba7 11. h3 O-O 12. He1
h6 13. Be3 Ha8 14. Rbd2 He8 15. Rf1
exd4 16. cxd4 Hxe4 17. d5 Bxe3 18.
Rxe3 Re5 19. Rd4
Staðan kom upp á heimsbikarmóti
FIDE sem lauk fyrir skömmu í Khanty-
Mansiysk í Rússlandi. Spænski stór-
meistarinn Alexey Shirov (2719) hafði
svart gegn Sergei Fedorchuk (2619) frá
Úkraínu. 19… Bxh3! 20. Bc2 svartur
hefði svarað 20. gxh3 með 20…Hxd4!. Í
framhaldinu var svartur einfaldlega
tveim peðum yfir og með léttunnið tafl.
20…Hf4 21. Re2 Bg4! 22. Rxg4 Hxg4
23. Ha3 Dd7 24. Rd4 He8 25. Rf5 Hf4
26. Rg3 Rc4 27. Ha1 Hxe1+ 28. Dxe1
Rxd5 29. b3 Re5 30. Dd2 c6 31. Be4
Dg4 32. Bxd5 Hd4 og svartur innbyrti
vinninginn skömmu síðar.
Svartur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Mikið fjör.
Norður
♠Á4
♥Á9853
♦D4
♣KD92
Vestur Austur
♠G1098652 ♠K3
♥KD742 ♥G10
♦– ♦G10976
♣6 ♣G854
Suður
♠D7
♥6
♦ÁK8532
♣Á1073
Suður spilar 6♣.
Einstaka sinnum eru sagnir og útspil
svo upplýsandi að hægt er að draga
upp mynd af öllum höndum í fyrsta
slag. Norður opnar á 1G, suður krefur
með 3♦ og vestur stekkur í 4♠. Sú sögn
gengur ótrufluð til suðurs, sem meldar
5♣. En vestur er ekki af baki dottinn og
meldar nú hliðarlitinn, segir 5♥. Norð-
ur doblar og austur breytir í 5♠. Suður
hleypir því til makkers, sem reynir 6♣.
Allir pass og spaðatvistur út.
Af sögnum af dæma er 7-5 skipting
líkleg í vestur og útspilið er vísbending
um leguna til hliðar – hinn örsmái ♠2
er greinilega viðleitni til að benda á
eyðu í tígli. Ef sagnhafi reiknar með að
skipting vesturs sé 7-5-0-1 spilar hann
þannig: Drepur á ♠Á, spilar ♣K, hirðir
háslagina þrjá á tígul og ♥Á, víxl-
trompar loks upp í tólf slagi. Ótrúlega
einfalt.
Nýirborgarar
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is