Morgunblaðið - 31.12.2009, Page 55

Morgunblaðið - 31.12.2009, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009 1. Svavar Guðnason. Yfirlitssýning á verkum Svavars Guðnasonar. Listasafn Íslands. Yfirlitssýning á verkum Svavars Guðnasonar í Listasafni Íslands var nokkurskonar „redux“ útgáfa af sýningu sem var haldin fyrir 19 árum síðan. Af þeim sökum fellur framkvæmdin kannski ekki í hóp þeirra framsæknustu á árinu, en Svavar er bara svo magnaður málari að yfirlitssýningar á honum ættu að vera með minnst 19 ára millibili. 2. Hlutverk. Guðjón Ketilsson. Listasafn ASÍ. Guðjóni tókst að setja fingurinn á samtímann með því að stúdera hlutföll og áminnti okkur að við fyllum ekki upp í innra tómarúm með utanaðkom- andi hlutum. Guðjón sannaði sig sem yfirmeistara Íslands í handverki og hugmyndalegri nálgun. 3. Flökkuæðar-Loftfar. Inga Þórey Jóhannesdóttir. Listasafn Reykjanes- bæjar. Inga Þórey glímdi við Foucaultískar pælingar um hlutlaust rými eða „staði í sjálfu sér“ og tengdi sýninguna við flugvöll, farartæki og ferðatöskur. Sýn- ing sem fór hljótt sakir þess að vera heila 50 kílómetra frá Reykjavík, en tví- mælalaust ein sú besta á árinu. Jón B.K. Ransu 1. Kristján Guðmundsson. Sýning Listasafns Íslands á verk- um Kristjáns á Listahátíð í Reykja- vík. Kristján hefur markað sér sér- stöðu í íslenskri myndlist og á al- þjóðavettvangi. List hans býr yfir óvæntum ljóðrænum krafti. Sýn- ingin í Listasafni Íslands var vegleg og gaf ágæta innsýn í fjölbreytta list hans. 2. Skuggadrengur – heimur Alfreðs Flóka. Listasafn Reykjavíkur, Hafn- arhús. Greinargóð sýning á verkum ein- staks listamanns. Sýningin var auðguð með dagskrá sem varpaði ljósi á strauma og stefnur sem höfðu áhrif á listamanninn.Vandað var til framsetningar verka. 3. Frá Unuhúsi til áttunda strætis. Verk eftir Louisu Matthíasdóttur og Nínu Tryggvadóttur, Hans Hof- mann o.fl. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir, á Listahátíð í Reykjavík. Glæsileg sýning á verkum tveggja frábærra listakvenna. Áhugavert var að sjá list þeirra í samhengi við bandarískt listumhverfi sem þær kynntust vel, skóla Hans Hofmann. Ragna Sigurðardóttir 1. Hlutverk. Guðjón Ketilsson. Hring- ir, hámarksstærð. Ívar Valgarðsson. Listasafn ASÍ. Erfitt er að gera upp á milli þess- ara tveggja hrífandi einkasýninga; önnur einkenndist af sérstæðri efn- iskennd, hin af loftkenndum létt- leika; báðar ævintýralegar á sinn yf- irvegaða hátt og hugmyndalega ferskar. 2. Kristján Guðmundsson. Listasafn Íslands, Listahátíð í Reykjavík. Kristján Guðmundsson hlaut hin virtu Carnegie-aðalverðlaun á árinu og var það mikilvæg staðfesting á stöðu hans sem listamanns í algjör- um sérflokki. Listasafn Íslands brást skjótt við með fallegri sýningu á verðlaunaverkunum. 3. Skuggadrengur – Heimur Alfreðs Flóka. Verk Alfreðs Flóka í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Vel heppnuð sýning sem varpaði ljósi á sérstöðu Flóka í íslenskri listasögu og menningarlífi; kærkom- in fyrir eldri kynslóðir og mikilvæg opinberun fyrir þær yngri. Anna Jóa Hlutverk Frá sýningu Guðjóns Ketilssonar í Ásmundarsal. Bestu myndlistarsýningar ársins 1. Hlutverk. Guðjón Ketilsson. Listasafn ASÍ. Falleg og tær sýning þar sem hugmyndin um líkamlegt og huglægt lífrými mannsins er dregin upp á einstaklega næman hátt í formi óskrifaðra blaða og endurunninna antíkmuna, hálfbyggðra heimila og innbúa í geymsluástandi. 2. Flökkuæðar-Loftfar. Inga Þórey Jóhannesdóttir. Listasafn Reykjanes- bæjar. Eftirminnileg sýning þar sem sjá mátti „listvísindalegan þverskurð“ af til- búnum flugminjum með tækni þar sem skúlptúr og málverk blandast saman í vel heppnaða innsetningu. Á sýningunni ríkti tilfinning fyrir háska og björgun um leið og hún vísaði bæði fram og aftur í tímaskynið. 3. Svartir svanir. Gjörningaklúbburinn. Kling og Bang gallerí. Ljóðrænt rökkurævintýr þar sem kvenleiki, tímgun, samruni og ógnir spila aðalhlutverk. Alþýðleg fagurfræði handavinnustílsins ásamt vitneskj- unni um nána samvinnu listakvennanna gefa sýningunni sértæka menning- arlega og listræna vídd sem vinnur með boðskap sýningarinnar um elsku, fórnfýsi og umburðarlyndi. Þóra Þórisdóttir 1. Brennuvargarnir. Höfundur Max Frisch. Leikstjóri Kristín Jó- hannsdóttir. Afar vel skrifuð svört kómedía sem á erindi til allra. Sýningin er afar fagmannlega unnin, skemmti- leg og vekur áhorfendur til um- hugsunar. 2. Rústað. Höfundur Sara Kane. Leikstjóri Kristín Eysteins- dóttir. Rústað er vel unnin og mögnuð sýning þar sem glímt er við siðferðisspurningar okkar tíma. 3. Milljarðamærin snýr aftur. Höf- undur Friedrich Dürrenmatt. Leikstjóri Kjartan Ragnarsson. Milljarðamærin snýr aftur er af- ar vel unnin sýning, kröftug og skemmtileg. Sigrún Edda Björns- dóttir átti stórleik.Eggert Þorleifsson Í Brennuvörgunum eftir Max Frisch. Ingibjörg Þórisdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.