Morgunblaðið - 31.12.2009, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 31.12.2009, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009 1. Svavar Guðnason. Yfirlitssýning á verkum Svavars Guðnasonar. Listasafn Íslands. Yfirlitssýning á verkum Svavars Guðnasonar í Listasafni Íslands var nokkurskonar „redux“ útgáfa af sýningu sem var haldin fyrir 19 árum síðan. Af þeim sökum fellur framkvæmdin kannski ekki í hóp þeirra framsæknustu á árinu, en Svavar er bara svo magnaður málari að yfirlitssýningar á honum ættu að vera með minnst 19 ára millibili. 2. Hlutverk. Guðjón Ketilsson. Listasafn ASÍ. Guðjóni tókst að setja fingurinn á samtímann með því að stúdera hlutföll og áminnti okkur að við fyllum ekki upp í innra tómarúm með utanaðkom- andi hlutum. Guðjón sannaði sig sem yfirmeistara Íslands í handverki og hugmyndalegri nálgun. 3. Flökkuæðar-Loftfar. Inga Þórey Jóhannesdóttir. Listasafn Reykjanes- bæjar. Inga Þórey glímdi við Foucaultískar pælingar um hlutlaust rými eða „staði í sjálfu sér“ og tengdi sýninguna við flugvöll, farartæki og ferðatöskur. Sýn- ing sem fór hljótt sakir þess að vera heila 50 kílómetra frá Reykjavík, en tví- mælalaust ein sú besta á árinu. Jón B.K. Ransu 1. Kristján Guðmundsson. Sýning Listasafns Íslands á verk- um Kristjáns á Listahátíð í Reykja- vík. Kristján hefur markað sér sér- stöðu í íslenskri myndlist og á al- þjóðavettvangi. List hans býr yfir óvæntum ljóðrænum krafti. Sýn- ingin í Listasafni Íslands var vegleg og gaf ágæta innsýn í fjölbreytta list hans. 2. Skuggadrengur – heimur Alfreðs Flóka. Listasafn Reykjavíkur, Hafn- arhús. Greinargóð sýning á verkum ein- staks listamanns. Sýningin var auðguð með dagskrá sem varpaði ljósi á strauma og stefnur sem höfðu áhrif á listamanninn.Vandað var til framsetningar verka. 3. Frá Unuhúsi til áttunda strætis. Verk eftir Louisu Matthíasdóttur og Nínu Tryggvadóttur, Hans Hof- mann o.fl. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir, á Listahátíð í Reykjavík. Glæsileg sýning á verkum tveggja frábærra listakvenna. Áhugavert var að sjá list þeirra í samhengi við bandarískt listumhverfi sem þær kynntust vel, skóla Hans Hofmann. Ragna Sigurðardóttir 1. Hlutverk. Guðjón Ketilsson. Hring- ir, hámarksstærð. Ívar Valgarðsson. Listasafn ASÍ. Erfitt er að gera upp á milli þess- ara tveggja hrífandi einkasýninga; önnur einkenndist af sérstæðri efn- iskennd, hin af loftkenndum létt- leika; báðar ævintýralegar á sinn yf- irvegaða hátt og hugmyndalega ferskar. 2. Kristján Guðmundsson. Listasafn Íslands, Listahátíð í Reykjavík. Kristján Guðmundsson hlaut hin virtu Carnegie-aðalverðlaun á árinu og var það mikilvæg staðfesting á stöðu hans sem listamanns í algjör- um sérflokki. Listasafn Íslands brást skjótt við með fallegri sýningu á verðlaunaverkunum. 3. Skuggadrengur – Heimur Alfreðs Flóka. Verk Alfreðs Flóka í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Vel heppnuð sýning sem varpaði ljósi á sérstöðu Flóka í íslenskri listasögu og menningarlífi; kærkom- in fyrir eldri kynslóðir og mikilvæg opinberun fyrir þær yngri. Anna Jóa Hlutverk Frá sýningu Guðjóns Ketilssonar í Ásmundarsal. Bestu myndlistarsýningar ársins 1. Hlutverk. Guðjón Ketilsson. Listasafn ASÍ. Falleg og tær sýning þar sem hugmyndin um líkamlegt og huglægt lífrými mannsins er dregin upp á einstaklega næman hátt í formi óskrifaðra blaða og endurunninna antíkmuna, hálfbyggðra heimila og innbúa í geymsluástandi. 2. Flökkuæðar-Loftfar. Inga Þórey Jóhannesdóttir. Listasafn Reykjanes- bæjar. Eftirminnileg sýning þar sem sjá mátti „listvísindalegan þverskurð“ af til- búnum flugminjum með tækni þar sem skúlptúr og málverk blandast saman í vel heppnaða innsetningu. Á sýningunni ríkti tilfinning fyrir háska og björgun um leið og hún vísaði bæði fram og aftur í tímaskynið. 3. Svartir svanir. Gjörningaklúbburinn. Kling og Bang gallerí. Ljóðrænt rökkurævintýr þar sem kvenleiki, tímgun, samruni og ógnir spila aðalhlutverk. Alþýðleg fagurfræði handavinnustílsins ásamt vitneskj- unni um nána samvinnu listakvennanna gefa sýningunni sértæka menning- arlega og listræna vídd sem vinnur með boðskap sýningarinnar um elsku, fórnfýsi og umburðarlyndi. Þóra Þórisdóttir 1. Brennuvargarnir. Höfundur Max Frisch. Leikstjóri Kristín Jó- hannsdóttir. Afar vel skrifuð svört kómedía sem á erindi til allra. Sýningin er afar fagmannlega unnin, skemmti- leg og vekur áhorfendur til um- hugsunar. 2. Rústað. Höfundur Sara Kane. Leikstjóri Kristín Eysteins- dóttir. Rústað er vel unnin og mögnuð sýning þar sem glímt er við siðferðisspurningar okkar tíma. 3. Milljarðamærin snýr aftur. Höf- undur Friedrich Dürrenmatt. Leikstjóri Kjartan Ragnarsson. Milljarðamærin snýr aftur er af- ar vel unnin sýning, kröftug og skemmtileg. Sigrún Edda Björns- dóttir átti stórleik.Eggert Þorleifsson Í Brennuvörgunum eftir Max Frisch. Ingibjörg Þórisdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.