Morgunblaðið - 31.12.2009, Side 58
Íslenskar plötur
1. Narodna Muzika – Narodna Muzika
Haukur Gröndal tileinkar sér balkantónlist-
ina af ástríðu og einlægni. Kætir mig í hvert
skipti sem ég hlusta.
2. Egill S – Egill S
Plata sem kemur á óvart við hverja hlustun.
Öll fjölskyldan hefur tekið plötuna upp á arma
sína og það ekki að ástæðulausu. Þrefalt
húrra!
3. Stereo Hypnosis – Hypnogogia
Frábært stykki frá feðgunum Pan og Óskari
tekið upp við rætur Snæfellsjökuls. Tónleikar
þeirra á Sódómu voru einnig af þeim bestu á
árinu sem leið.
Erlendar plötur
1. Tyft – smell the difference
Hljómsveitin Tyft hefur aldrei hljómað jafn-
skörp og spennandi. Plata sem vex og vex rétt
eins og hljómsveitin sjálf.
2. Major Lazer – Hold The Line
Fríkuð og skemmtileg plata. Lifandi og
húmorískur sýrudansrússíbani.
3. Animal Collective – Merryweather Post
Pavillion
Inspírerandi tónlist sem sækir á mann í
þögninni. Hlakka til næstu plötu.
Arnljótur Sigurðsson
58 Menning
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009
Íslenskar plötur
1. Anna Guðný Guðmundsdóttir – Vingt regards
sur l’enfant-Jésus
Það er afrek út af fyrir sig að hafa tekið upp
verkið í heild sinni, en það er algjör sigur að
hafa flutt það í þokkabót með svo miklu næmi
og þessari dýpt. Unaðsleg tónlist og frábær
flutningur.
2. Hjálmar – IV
Það eru einfaldlega öll lög þessarar plötu vel
samin, vel flutt og skemmtileg áheyrnar. Og til
að kóróna allt er sungið á góðri og vandaðri ís-
lensku!
3. Víkingur Heiðar Ólafsson – Debut
Víkingur sendir frá sér nokkuð djarfa de-
butplötu með krefjandi verkum, en hann
stendur fyllilega undir henni með vönduðum
og spennandi flutningi. Frábær diskur og
eigulegar upptökur af völsum Brahms og
Eroica-tilbrigðum Beethovens.
Erlendar plötur
1. Dirty Projectors – Bitte Orca
Stórskemmtileg plata sem fer víðan völl í til-
raunamennsku en nær samt alltaf að vera
grípandi. Sveitin hefur örugglega bætt við sig
nokkur hundruð þúsund aðdáendum árið 2009,
m.a. vegna þessarar plötu.
2. Grizzly Bear – Veckatimest
Hugljúf, einlæg og áhrifarík plata sem kem-
ur á óvart við hverja hlustun. Það heyrist alltaf
um leið þegar mikil vinna hefur verið lögð í
tónlistina og hér er það einmitt tilfellið: Vec-
katimest er þaulhugsuð og vönduð smíð.
3. Animal Collective – Merriweather Post
Pavilion
Góð plata með ógleymanlegum smellum, s.s.
„My Girls“ og „Summertime Clothes“, á milli
annarra ágætra og frumlegra laga.
Alexandra Kjeld
Íslenskar plötur
1. Hjálmar – IV
Besta íslenska plata ársins og besta plata
Hjálma. Ferðin til Jamaíka gerði þeim greini-
lega gott!
2. Ruxpin – Where Do We Float From Here
Ruxpin veit svo sannarlega hvað hann er að
gera og sannar sig sem einn efnilegasta raf-
tónlistarmann landsins.
3. Hjaltalín – Terminal
Platan sem allir eru að tala um. Stórar út-
setningar og breyttur hljómur einkenna plöt-
una sem þó heldur í karaktereinkenni sveit-
arinnar.
Erlendar plötur
1. Animal Collective – Merriweather Post
Pavilion
Animal Collective áttu óvæntasta poppsmell
ársins með laginu My Girls og rötuðu svo á
toppinn á hinum ýmsu árslistum. Ekki að
furða, því platan er fjandi góð!
2. Grizzly Bear – Veckatimest
Fyrri plata sveitarinnar bliknar í sam-
anburði við Veckatimest, sem er allt í senn:
svöl, sæt, grípandi og skrítin.
3. Converge – Axe to Fall
Þegar Converge senda frá sér plötu er ekki
annað hægt en að leggja við hlustir. Ekki
hlusta of hátt samt, það gæti endað með
heyrnarskemmdum.
Hildur Maral Hamíðsdóttir
Íslenskar plötur
1. Bloodgroup – Dry Land
Það sem áður var galsafengin danspoppsveit
er orðið að myljandi þéttri rafpoppsveit sem
hefur fært hlustandann af dansgólfinu og yfir í
hægindastólinn og heyrnartólin. Lagasmíðar
og pródúksjón á hreinræktaðan heims-
mælikvarða.
2. Hjaltalín – Terminal
Hjaltalín-flokkurinn hefur af miklum metn-
aði stækkað strigann, fjölgað litum og
penslum, að ekki sé minnst á stílbrögðin sem
eru allrahanda, og eftir stendur svo marg-
slungið stórvirki að áheyrendur myndi setja
hljóða – bara ef lífsgleðin væri ekki svona
bráðsmitandi!
3. Jónsi & Alex – Riceboy Sleeps
Jónsi og Alex tefla fram einni eftirminnileg-
ustu plötu ársins, fullri af seiðandi og ang-
urværri stemningu. Merkilegt að svo hæglát
músík geti verið jafn áhrifarík.
Erlendar plötur
1. Animal Collective – Merriweather Post
Pavilion
Ekki ýkja frumlegt útspil, en við því er ekk-
ert að gera; MPP var einfaldlega marslungn-
asta, melódískasta, frumlegasta og frábær-
asta plata ársins. Með því að gefa hana út
strax í janúar sl. var sett fram óvægin mæli-
stika á allt sem á eftir rann árið 2009.
2. The Antlers – Hospice
Enn ein Brooklyn-sveitin sem kemur sér á
framfæri fyrir hörkufína músík síðustu mán-
uði og misseri. The Antlers standa undir orð-
sporinu enda platan frábær, full af hæglátu
úrvals elektró-indípoppi.
3. When Saints Go Machine – Ten Makes
A Face
Frændur vorir í danska kvartettinum
WSGM eiga eina skemmtilegustu plötu árs-
ins, enda músíkin mestan part melódískt og
dansvænt gæðapopp, stílfært og stuðmikið.
Jón Agnar Ólason
Íslenskar plötur
1. Hjaltalín – Terminal
Spútniksveit síðustu ára snarar fram
mögnuðu meistaraverki þar sem saman fer
djörfung, metnaður og framsækni. Stór-
kostleg plata.
2. Kimono – Easy Music for Difficult People
Kimono verður betri og betri með hverri
plötu. Skotheld verk manna sem vita ná-
kvæmlega hvað þeir eru að gera, stútfullt
af hugmyndaríkum lagasmíðum. Ein besta
gítarrokkplata síðustu ára.
3. Hildur Guðnadóttir – Without Sinking
Hildur er hugrakkur listamaður sem fer
óhikað inn á ókönnuð svæði með það mark-
mið að velta upp einhverju nýju og spenn-
andi. Dulúðugt verk, myrkt og fallegt í
senn.
Erlendar plötur
1. Grizzly Bear – Veckatimest
Magnaður samsláttur á linnulausri til-
raunastarfsemi og áhlýðilegum aðgengileg-
heitum.
2. Espers – III
Þessi síð-þjóðlagasveit frá Fíladelfíu
vinnur glæsilega úr arfinum um leið og ný-
sköpun er í hávegum höfð.
3. Florence and the Machine – Lungs
Kvenfólkið átti tónlistarárið að mörgu
leyti. Hugmyndaríkt nýpopp með vísanir út
og suður í tónlistarsöguna en allt bundið
saman með tilfinningaríkum söng Florence
Welch.
Arnar Eggert
Thoroddsen
Áræði Animal Collective átti bestu erlendu
plötu ársins að mati margra.
Morgunblaðið/Kristinn
Heitir Hjálmar fönguðu hug og hjarta með fjórðu plötu sinni.
Plötur ársins
1. Sororicide á Gauknum
„Hólí sjæse bitte sjön!!“ sögðu menn á spjall-
borðunum þegar það spurðist út að Sororicide
myndi hita upp fyrir sænsku dauðarokkssveit-
ina Entombed. Víst var gaman að fá Entom-
bed, en „SORORICIDE!!!!!! Núna getur mað-
ur dáið sáttur!“
2. Hjaltalín í Fríkirkjunni
Árið 2008 var ár Hjaltalín og tónleikarnir
sem sveitin hélt í Fríkirkjunni voru einn af há-
punktum þess árs. „… ekkert minna en guð-
dómlegir,“ sagði gagnrýnandi Morgunblaðsins.
3. ORKA í Norræna húsinu
Færeyska hljómsveitin ORKA er engin
venjuleg hljómsveit, heldur leika liðsmenn
hennar á ýmiskonar dót sem þorri manna kall-
ar eflaust drasl; olíutunnur, krúsir, girð-
ingastaura, ryðgaðar sagir og svo má telja.
Tónleikar sveitarinnar í Norræna húsinu voru
svo magnaðir að menn gleymdu bæði stað og
stund.
4. Skúli Sverrisson í Þjóðmenningarhúsi
Skúli Sverrisson heldur ekki oft tónleika hér
á landi, enda er hann búsettur ytra og önnum
kafinn þar. Hann var þó staddur hér á landi að
taka upp plötu og greip tækifærið til að halda
tónleika sem gagnrýnandi blaðsins sagði hafa
verið „andleg afeitrun“.
5. Megas spilar Millilendingu Á Nasa
Megas fékk Senuþjófana í lið með sér og
flutti Millilendingu í heild á sérstökum tón-
leikum fyrir troðfullu húsi á Nasa. „Svei mér
þá, ef þetta eru ekki bestu Megasartónleikar
sem ég hef upplifað síðan kommbakktónleik-
arnir voru í Austurbæjarbíói,“ var haft eftir
einum viðstaddra.
6. Lokatónleikar Þursaflokksins á Nasa
Hinn íslenski þursaflokkur sneri aftur eftir
áralangan dvala fyrir rétt tæpum tveimur ár-
um og í haust þótti mönnum nóg komið og
kvöddu að sinni. Lokatónleikarnir voru haldnir
fyrir fullu húsi í Nasa og sveitin geislaði af
spilagleði og menn nutu þess sýnilega að spila
þessa stórkostlegu lög.
7. Damien Rice í Sundlauginni
Það verður varla komist nær tónlistarmanni
en Damien Rice bauð upp á á tónleikaröð í
Sundlauginni í Álafosskvosinni, en þar sátu
áheyrendur nánast í fanginu á honum. Við-
fangsefni var ný lög, hálfköruð eða lengra
komin og viðstaddir fengu færi á að sjá
hvernig lög verða til í kollinum á Damien.
8. Tiger Lillies í Íslensku óperunni
Tígrisliljurnar eru frægar fyrir að vera
fráhrindandi, ef svo má segja, því inntak laga
þeirra er yfirleitt móðgandi eða allt að því
viðbjóðslegt, en flutningurinn og umbún-
aðurinn er fágaður og fagur, fyndinn og
frumlegur. Það mátti og sjá á eftirminnileg-
um tónleikum sveitarinnar á Listahátíð í vor.
9. Willie „Big Eyes“ á Nordica
Blúshátíð var haldin í Reykjavík í vor líkt
og undanfarin ár og meðal gesta tveir blús-
jöfrar, þeir Willie „Big Eyes“ Smith og Joe
Willie „Pinetop“ Perkins. Báðir voru þeir í
fínu formi þrátt fyrir háan aldur, Pinetop 95
ára og Willie „Big Eyes“ 73 ára, en sá síð-
arnefndi heldur hressari og mikill fengur að
fá hann hingað.
10. Airwaves í miðbænum
Það var ekkert kreppuhljóð í mönnum á
Airwaves-rokkhátíðinni. það var af nógu að
tala og engin leið fyrir nokkurn mann að
komast yfir nema brot af því sem í boði er.
Eftirminnilegustu tónleikarnir: Páll Óskar &
Hjaltalín í Listasafni Reykjavíkur, Tim Hec-
ker í Iðnó, danska sveitin Choir Of Young
Believers í Listasafni Reykjavíkur, The Me-
gaphonic Thrift í Batteríinu, heilsutvennan
Retro Stefson og FM Belfast í Nasa og Úti-
dúr á Grand rokk.
Árni Matthíasson og
Arnar Eggert Thoroddsen
Morgunblaðið/Kristinn
Dýrlegt Tónleikar Hjaltalín í Fríkirkjunni voru „... ekkert minna en guðdómlegir".
Tónleikar ársins